Laugardagur 21.05.2011 - 15:45 - FB ummæli ()

Sannir Íslendingar

Við erum auðvitað stolt af forfeðrum okkar sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir 1100 hundruð árum. En rúmlega þúsund ár er stuttur tími í landfræðilegum skilningi. Mannfólkið hefur engu að síður orðið að aðlagast aðstæðum sem ekki hafa alltaf verið auðveldar. Jörðin víða hrjóstug, veðráttan erfið og alltaf má búast vetrarhretum langt fram á sumrin eins og nú er. Og svo er það hafísinn, sá forni fjandi. Kartöflurnar eru varla komnar ofan í hálffreðna jörðina áður en næsta frosthret skellur á. Landið víða uppblásið, og melar og grasbörð þar sem áður voru skóglendi. Allt mest vegna ofnýtingar á landinu gegnum aldirnar, ekki síst ofbeit.

Þetta eru reyndar staðreyndir sem margir höfuðborgarbúar lát sig litlu skipta enda snýst vistkerfi þeirra mest um að fá nóg af hreinu og heitu vatni, nóg af rafmagni og eldsneyti á bílinn. Varinn tilbúinn nútímalegur heimur sem á lítið skilt við heiminn þar fyrir utan. Allir eru hins vegar upprifnir ef fréttist af hugsanlegri Díoxín mengun þar sem verið er að brenna sorp út um sveitir landsins eða af mengun brennisteinsvetnis úr jarðhitaborholunum okkar uppi á heiðum. Eitthvað sem menn fara skyndilega að spá í og umræðan kemst þegar í hámæli.

Lýsingin gefur auðvitað ekki rétta mynd af Íslandi, heldur bara smá áminning til okkar að vont getur versnað. Ef vistkerfi jarðarinar og þar með landsins riðlast meira og jöklar halda áfram að bráðan jafn hratt og þeir gera nú eða um nokkra rúmkílómetra á ári hverju. Við ættum líka að líta okkur nær, til eigin heilsu, offituvandans, hreyfingarleysis og jafnvel ofnotkunar og misnotkunar lyfja. Ekki síst mikið sýklalyfjaónæmi í okkar eigni flóru og barnanna okkar sem er tilkomin af okkar egin völduma, ofnotkunar sýklalyfja um árabil, ekki síst meðal barna þar sem ný og óhagstæð flóra hefur tekið völdin. Hin nýja flóra Íslands sem vísindamenn erlendis fylgjast ekki síður af áhuga með en á sama tíma og við höfum mestar áhyggjur af lúpínunni. En hvernig er að búa á landinu svala og hvað er það sem aðrir sjá en við ekki?

Fyrir algjöra tilviljun heyrði ég í útvarpinu í bílnum brot af viðtali við fuglafræðing. Mér heyrðist hann segja að það væru um 10 milljón lunda á Íslandi og lundinn væri „fjölmennastur“ allra fugla á landinu. Hvortveggja staðreyndir sem ég hafði ekki hugmynd um og fannst reyndar fjarstæðukenndar. Þess vegna fletti ég þessu upp þegar heim kom. Mér lék líka forvitni að vita hver væri hugsanlegur heildarfjöldi fugla á Íslandi sem ég áætla að geti nálgast hálfan milljarð. Eða veit það einhver? Og hvað með lundann sem annars staðar er í útrýmingarhættu, er t.d. friðaður í Noregi. Það vissi ég því  prófessorinn minn gaf einu sinni fyrir nokkrum árum góðum vini sínum í Noregi uppstoppaðan lunda og sem varð að smygla honum til landsins. Óvíst er hvort fuglinn sá hafi fengið síðan að standa uppi á hillu. En talan var sönn svo langt sem hún náði og griðlandið er Noregur.

Yfir 350 tegundir fugla hafa sést á Íslandi þótt algengir fuglar sem verpi hér á landi telji aðeins rétt aðeins um 80. Æðarfugl, annar þjóðfugl okkar Íslendinga er líka algengur og telur nokkrar milljónir. Fugl sem hins vegar var friðaður hér á landi 1786, fyrst allra dýra í heiminum enda nytjafugl hinn mesti og sem gefið hefur okkur æðadúninn gegnum aldirnar, svo okkur verði ekki kalt. Eylandið okkar er líka með þeim stöðum í heiminum þar sem fuglalíf er hvað líflegast og sem skapast af legu landsins, mildum vetri og svölu sumri. Heyrið þið það! Ekki má gleyma landslaginu og stórgerðri strandlengjunni með öllum fuglabjörgunum. Björgum sem við sjáum sjaldnast nema frá sjó, en stundum á sundurgröfnum varhugasömum grasbökkum, á bjargbrúnunum sem lundinn hefur gert. Eins fjörunum, ósunum, móunum, mýrunum, heiðunum og tjörnunum, á og allt í kringum landið. Með sjóinn síðan fullan af fiski. Enda var fólk ekki að kvarta mikið hér áður fyrr, nema þegar hörmungarnar gengu yfir, náttúruhamfarir, smitfaraldrar og kreppur.

Eyja sem bara fyrir þessar sakir á sér enga aðra líka í heiminum og er uppáhaldseyja áhugasamra fuglaskoðara um allan heim. Og margir leggja vísindunum lið með að telja fuglana og merkja. Og þótt örninn sé allra fugla tígurlegastur að þá er það lundinn sem er okkar spés. Kólibrífugl norðursins og kafari hinn besti. Fugl sem ég hef samt séð allt of sjaldan, helst þá sjaldan þegar ég fer á hengibrúnir landsins þar sem hann býr sér til hús og kamar í moldarbörðunum og á síðan eins og við mannfólkið yfirleitt afkvæmi í einu sem kallat pysja. En það eru blikur á lofti þegar sandsílið lætur ekki sjá sig við strendur landsins eins og gerst hefur æ oftar síðastliðin ár, helsta fæða lundans, kríunnar og mávfuglanna. Það er viðkvæmt þetta blessaða vistkerfi og við þurfum stöðugt að vera á varðbergi.

Lundinn er stundum kallaður prófastur enda með eindæmum virðulegur og tígurlegur með klumbunefið sitt, gogginn sinn litskúðugan og vinalegt og allt að því barnslegt augnaráð. Langstærsta lundabyggð í heimi er í Vestmannaeyjum þar sem lundinn er þjóðfugl enda lætur nærri að tíundi hver lundi í heiminum sé ættaður þaðan. Meiri part ársins heldur hann sig reyndar langt út á Atlandshafi, þar sem nóg er af loðnu og öðrum smáfiski, endalaust. Bjóðum hann því alltaf velkominn heim aftur, vorboðann ljúfa, þar sem aðrir sannir Íslendingar búa.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn