Þriðjudagur 26.08.2014 - 08:41 - FB ummæli ()

Ökufantar, oft ekkert síður á reiðhjólum

Elliðaárvogur, sumar 2014

Elliðaárvogur, sumar 2014

Í sumar hef ég öðru hvoru hjólað ofan úr Mosfellssveitinni minni niður í Grafarvog og til baka á nýju göngu- og hjólastígunum sem eru orðnir bæði margir og góðir, þökk sé bæjaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu sem styðja vilja heilbrigðan lífsstíl og minnka umferðamengun. En þar með er sagan ekki öll, og góð ætlun hefur að sumu leiti snúist upp í andhverfu sína þegar kemur að umferðaöryggi almennt talað.

Mikil aukning hefur orðið á slysum tengt hjólreiðum sl. ár og sem fram hefur komið endurtekið í fréttum í sumar. Meiri áhuga á hjólreiðum fylgir sjálfsagt hærri tíðni hjólreiðaslysa. Aukning alvarlegri slysa er þó mesta áhyggjuefnið, jafnvel þótt notkun reiðhjólahjálma hafi aukist jafnt og þétt sl. ár, sem betur fer, og sem getur komið í veg fyrir verstu og ljótustu höfuðslysin. Mikil aukin notkun hraðskreiðra reiðhjóla, sérstaklega svokallaðra kappaksturshjóla, „racera“, á sameiginlegum göngu- og hjólastígum borgarinnar, eiga stærstan hlut að máli.

Reiðhjólamenning er nátengd allri umferðamenningu. Á götunum er krafist bílprófs til aksturs bifreiða, ends umferðin oft hröð og hættuleg. Við gefum stefnuljós og förum varlega við allan framúrakstur. Á göngu- og hjólastígunum ættu að ríkja sömu lögmál við framúrakstri kappaksturshjóla á allt að 40- 60 km. hraða, eða þá að slík hjól ættu aðeins að eiga heima á götunum. Jafnvel hraðakstur niður göngubrekkur og um undirgöng. Auðvitað eigum við slá af hraðanum á reiðhjólum við slíkar aðstæður og nota alltaf bjölluna tímalega þegar við komu hratt aftan að öðrum gangandi eða hjólandi. Það virðist einhver séríslenskur misskilningur hjá landanum að nota ekki bjölluna og sem erfitt er að leiðrétta.

Kappakstursmennirnir virðast allir vera í kapp við sinn eigin tíma, bæði á leið í vinnu og úr og í frítímanum. Sjaldnast slegið af við framúrakstur og bjallan ekki notuð. Við sögu koma allt of oft löðursveittir hjólreiðamenn með samanhertar varir og tryllingslegan glampa í augum. Hvað veldur þessu nýja æði landans og ofbeldi gagnvart samborgurunum?

Nú er svo komið að margir sem fara sér hægar, hætta sér varla á göngu- og reiðhjólastígana. Þetta á sérstaklega við um eldra fólk og foreldra með börn. Á kappakstursbrautir þar sem enda engin umferðagæsla er og frumskógarlögmálin virðast ráða. Hættan er  sennilega aldrei meiri en einmitt þessa daganna og þegar mörg börn vilja hjóla í skólann. Er til of mikils ætlast, að hjólandi sýni þeim og öðrum lágmarks kurteisi og nærgætni, hjóli varlega og noti bjölluna alltaf til viðvörunar.

Alveg eins og með rök sumra sem talað hafa mikið fyrir auknum hjólreiðum og vilja þar af leiðandi ekki „lögleiða“ hjálmanotkun !!!, hljóma rök þeirra nú að bjallan trufli meira og fipi aðra vegfarendur en verji, fjarstæðukennd. Að hættan sé þá bara meiri að þeir gangi eða hjóli í veg fyrir þann hraðskeiða. Ef slík rök gilda, að þá er greinilega allt of hratt farið. Slá þarf því af ofsahraða við framúrakstur á reiðhjólum og nota á alltaf bjölluna í tíma, sem og þegar hjólað er fyrir blindhorn.

Vonandi fá sem flestir að nýta sér nýju göngu- og hjólastíga höfuðborgarsvæðisins eins og upphaflega var gert ráð fyrir og sem var ekki til kappaksturs. Sjálfsagt verja þeir hinu sömu og það vilja gera sig þannig fyrir bílaumferðinni, en ekki aðra vegfarendur sem vilja ganga, hlaupa eða hjóla hægar á stígum borgarinnar.

http://www.ruv.is/frett/reidhjolaslys-fimmtungur-umferdarslysa
http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/5/14/reidhjolaoryggi-takk/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn