Föstudagur 09.09.2016 - 10:52 - FB ummæli ()

Saga stórhuga á Ströndum

kleifar

Við Kleifar á Selströnd, Kaldrananeshreppi, í vikunni.

Ég vil með þessum pistli fyrst og fremst  minnast starfsfélaga míns Guðmundar Sigurðssonar, heimilislæknis á Hólmavík frá árinu 2004 og sem lést 5. september sl. á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir erfið veikindi sl. ár, 74 ára að aldri. Ég er einn nokkra lækna sem leyst hefur af á Hólmavík sl. 18 ár, með mislöngum hléum allt frá því Sigfús Ólafsson heitinn var læknir í Strandasýslu til ársins 2000 og sem lést fyrir aldur fram 2002 eftir stutt og erfið veikindi. Blóðtakan hefur því verið mikil fyrir Standamenn hvað fastráðna lækna snertir frá aldarmótum.

Guðmundur Sigurðsson var mikill frumkvöðull í læknisfræðin hér á landi og hannaði m.a. bæði fyrsta tölvutæka sjúkraskrákerfið fyrir heilsugæslu meðan hann gegndi héraðslæknisstöðu á Egilsstöðum 1971-1985 (Egilstaðaskránna svokölluðu) og var síðar aðalhöfundur Sögu, tölvuvæddu sjúkraskrákerfi sem nú er notað bæði í heilsugæslunni og á sjúkrahúsum landsins. Á árunum 1985-2004 gengdi hann heimilislæknisstöðu á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnes auk þess að hann gegndi fjöldamörgum trúnaðar- og kennslustörfum. Hans er sárt saknað af öllum sem þekktu.

Guðmundur náði að koma til vinnu á Hólmavík 4 vikum fyrir andlátið. Fullt var út úr dyrum þann eina virka dag sem hann var með opna stofu. Allir vildu heilsa upp á sinn gamla lækni og óska honum góðs bata og þakka honum fyrir gamalt og gott. En galdrar Strandamanna dugðu ekki til. Guðmundur mun hins vegar lifa í endurminningum þeirra, eins og Sigfús heitinn gerir ennþá daginn í dag.

Strandir eru einstakur staður með sína víðfermdu töfra og sögu. Saga Guðmundar var einstök og sem spratt upp af miklu frumkvöðlastarfi. Sagan hans lifir í vinnulagi okkar heilbrigðisstarfsfólks hvern dag og sem tekur sífeldum breytingum eins og til stóð. Sama og segja má um sögu Strandamanna, þótt tíminn virðist oft standa í stað. Myndin hér að ofan er t.d. frá Kleifum við Selströnd. Torfi Einarsson alþingismaður lét þar reisa mikla steingarða til að verja engin sín frá búfénaði í uppahafi síðustu aldar. Sláttuengin þóttu einstök verðmæti þótt hólótt væru og grundvöllur landbúnaðar fyrir heimamenn með sjósókninni sem var aðal lifibrauðið. Til mikils var að vinna að halda landinu í byggð og sem lesa má um í fyrri pistli frá því í vor, Kálfanes á Ströndum við Hólmavík og fásögninni um Guðmund góða Hólabiskups fyrir 800 árum. Sama má sjá í læknisstarfi og Sögunni góðu hans Guðmundar og starfi Sigfúsar heitins áður með stofnun íþróttafélaga á Stöndum (golf- og skíðafélag) í lok síðustu aldar og þegar sumir Strandamenn voru farnir að hreifa sig aðeins of lítið.

Sæl sé minning þeirra beggja á Ströndum og annars staðar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Guðmundar Sigurðssonar, læknis, Guðrúnar Þorbjarnardóttur eiginkonu og barna.

Hólmavík, 9.9.2016

kleifar

Kleifar á Selströnd, Kaldranneshreppi, í vikunni.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn