Miðvikudagur 28.09.2016 - 01:45 - FB ummæli ()

Þetta kýs þjóðin nú um, betra heilbrigðiskerfi og góðan þjóðarspítala.

vifilstadir.vaa

Skynsamleg uppbygging á betri nýjum Landspítala á besta stað (t.d. á Vífilstöðum) hefur verið reiknað út hjá Samtökum um betri spítala á besta stað (SBSBS) geti sparað þjóðfélaginu allt að 100 milljarða króna næstu tvo áratugina miða við byggingaráformin nú við Hringbraut. Sparnaðinn mætti frekar leggja til innviða kerfisins, mannauðs og bætts tækjakosts sem mikið vantar upp á í dag (um 5 milljarðar króna á ári næstu 20 árin). Auk þess hefur verið bent á mikið ónæði á Hringbraut fyrir sjúklinga á byggingatíma við Hringbraut við meðferðarkjarnann (um 80.000 fermetrar) til ársins 2023/2024 og vegna endurbygginga síðan á gamla húsnæðinu sem þá er eftir (um 60.000 fermetra sem þegar er verulega skemmt í dag), og skerts aðgengis fyrir sjúklinga, starfsfólk og sjúkraflutninga, úr lofti og á láði í sjálfri höfuðborginni í 101 Reykjavík.

Flestir stjórnmálaflokkanna virðast hins vegar vilja byggja bara „einhvern veginn“ nýjan spítala við Hringbraut sem þó er ekki byrjað á og láta smjörklípuaðferðina gömlu og vinsælu duga. Með breytilegum fjárframlögum á ári, eftir hvernig viðrar í þjóðarbúskapnum hverju sinni. Ekki góðrar og ódýrari heildarlausnar til langs tíma. Nú jafnvel á einu mestu hagsældartímabili þjóðarinnar!

Hvað skyldu hinir sömu segja (aðallega stjórnmálamenn úti á landi væntanlega) ef grafa ættu ófullkomin jarðgöng gegnum fjöllin okkar. Óörugg og endast ættu auk þess aðeins 1-2 áratugi, t.d. Vaðlaheiðargöngin nú? Má þjóðargjöfin besta og stærsta virkilega ekki vera betri en þetta fyrir sjálft svelta heilbrigðiskerfið til áratuga og framkvæmd sem þegar er farið að líta á sem alsherjar bráðabirgðalausn af þeim sem best þekkja til. Framkvæmd sem kosta mun jafnmikið ef ekki meira en gott nýtt 120-140.000 fermetra sjúkrahús á góðu byggingalandi og sem stenst allar kröfur um fyrirmyndarspítala. Tekur auk þess álíka langan tíma að fullklára í friði og spekt og dæmi er um erlendis af álíkri stærð og enst getur fram á næstu öld. Eins og gamli góði Landspítalinn gerði á síðustu öld með síðari hjálp Borgarspítalans góða í Fossvogi í lokin og sem til stendur nú að afskrifa eftir sameiningu. Þá heildarfækkun sjúkrarúma miðað við sem nú er, úr 683 í 559. Þrátt fyrir þegar brýnni þörf á sjúkrarúmum í dag og væntanlega fjölgun þjóðarinnar og stöðugt aukinn fermannastraum. Gamla Borgarspítalann eigum við því að fullnýta næsta áratuginn eða jafnvel  lengur og byggja strax við bráðmóttökueininguna 3-5 daga lyflæknislegudeild sem bráðvantar og nóg pláss er fyrir, kostar ekki svo mikið (sennilega innan við 1 milljarð króna) og sem gæti risið á innan við einu ári.

vifilst2

Könnun Viðskiptablaðsins og Gallup sl. vor

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn