Laugardagur 08.05.2010 - 06:55 - 2 ummæli

Kaupþingsmenn feta í fótspor Guinness

Hér er blogg um markaðsmisnotkun sem ég skrifaði í október á síðasta ári.  Sagan endurtekur sig alltaf – eða hvað?

———–

Eitt frægasta dómsmál um markaðsmisnotuð í Bretlandi var hið svokallaða „Guinness four“ málið þar sem fjórir stjórnendur Guinness voru dæmdir í fangelsi 1990 eftir að vera fundnir sekir um að „styrkja“ verð á hlutabréfum Guinness með alls konar aðferðum í því skyni að hækka verðið sem fengist í yfirtöku Distillers á Guinness.

Málið var mjög umdeilt, var áfrýjað til Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi að fjórmenningarnir hefðu verið þvingaðir af breska viðskiptaráðuneytinu til að gefa pólitíska yfirlýsingu sem skaðaði þá í réttarhöldunum. Dómnum var áfrýjað til æðsta dómstóls Bretlands „House of Lord“ sem engu að síður féllst ekki á sakaruppgjöf og staðfesti fangelsisdóminn.

Einn fjórmenningana sagði eftirfarandi þegar honum var sleppt úr fangelsi:

„Why did I allow myself to become involved? Why did I fail to confirm whether these actions were lawful. Why did the Guinness lawyers not tell us that they weren’t?“

„I simply do not believe that my actions were criminal … I am, however, prepared to plead guilty to foolishness.“

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (2)

  • Þakka þér fyrir þennan fróðleik. Mér finnst Enron toppa alla í þessum blekkingarleik. Þeir voru jú með einn náunga sem bjó til mörg skúffufyrirtæki við sitt skrifborð og svo voru þau notuð til að kaupa í móðurfyrirtækinu og keyra upp verð hlutabréfa. Ég veit ekkert hvernig þeir komu fjármagni til þeirra. Enron varð gjaldþrota 2001.
    Var ekki Kaupþing með sama dæmið? Mann grunar að margir þessir menn sem keyptu hin ýmsu fyrirtæki hafi bara verið leppar. Ég man á þessum árum þegar menn voru að kaupa Heklu, Húsasmiðjuna etc. Þá var sú skýring vinsæl að ef þú átt ca 100-200 milljónir þá bætir bankinn við það og bakkar þig upp í að kaupa stórfyrirtæki! Ég held að þetta hafi verið blekking og Kaupþing hafi yfirleitt verið 100% eigendur; . Enda þegar við skoðum nöfn þessara bisnessmanna sem Kaupþing „bakkaði“ þá eru þetta yfirleitt ungir nýir menn í bisness, og ekki líklegir til að vera með mikið skotsilfur í vasanum. Nýríkir með dollaramerki í augunum eru væntanlega „þægari“ heldur en rótgrónir menn af góðum ættum.Módelið hjá Kaupþingi á þessum árum virðist hafa verið að engu skiptir hvernig reksturinn gekk, vel eða illa, öllu skipti að fá trúverðug fyrirtæki í hringekjuna. Kaupa í Móðurinni alveg eins og Enron.

  • Það er leikrit sem kallast Enron sem nýlega var sett upp í London og ætti að sýna á Íslandi. Þar er tekin saman saga Enron á mjög athyglisverðan hátt og samspil hinn ýmissu aðila sýnt á einfaldan og trúverðugan hátt.

    Lögfræðingar, endurskoðendur, stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar eru sýndir í „réttu“ ljósi.

    Aðalvörn stjórnenda Enron var að allt sem þeir gerðu var samþykkt af lögfræðingum og endurskoðendum og því var ekkert þeim kenna.

    Sama vörn og Guinness four notuðu. Nú er að sjá hvort Kaupþingsmenn fara sönu leið?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur