Miðvikudagur 05.05.2010 - 07:44 - 9 ummæli

Hin þýska húsmóðir

Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa væri ekki í þessum skuldavanda ef fleiri Evrópubúar höguðu sér eins og þýsk húsmóðir.  Þýskar húsmæður lifa ekki um efni fram, þær halda stíft og örugg heimilisbókhald.  Þjóðverjar hafa óbeit á lánum og margir Þjóðverjar lifa allt sitt líf án þess að taka eitt einasta lán.  Stærsti hlutinn lifir í leiguhúsnæði og dettur ekki í hug að kaupa sér bíl fyrir en búið er að spara fyrir honum og hægt að staðgreiða hann.  Engar Evrópuþjóðir haga sér svona nema eftir vill Austurríkismenn og Svisslendingar.

Og hér er vandamálið.  Ef Evrópa á að komast út úr sínum erfiðleikum án þess að evran hrynji verður hin sparsama þýska húsmóðirin að koma Evrópu til bjargar.  En ekki eru allir Þjóðverjar jafn hrifnir af því og segja að ekki eigi að bjarga fólki sem hagi sér óskynsamlega.  Ekki bætir úr að Frakkar setja sig í stjórnarsætin með Sarkozy og Strauss-Kahn og hafa „grand“ hugmyndir um björgunaráætlun sem þeir skipuleggja en Þjóðverjar borga fyrir.  Allt stefnir í nýja evrópska baráttu þar sem Þjóðverjar eru næsta einir á báti, en í þetta skipti halda þeir á sterkum spilum.

Enn einu sinn eru allra augu á Berlín.  Aftur er Berlín orðin borg sem skiptir Evrópu máli og hefur áhrif.  Sagan endurtekur sig, en ekki alltaf með sömu formerkjum.

Þjóðverjar eiga enga góða möguleika í stöðunni.  Ef þeir neita að borga hrynur evran með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Ef þeir borga eru þeir að taka á sig skuldir „óreiðumanna“ með ófyrirsjáanlegum afleiðinum fyrir næstu kynslóð Þjóðverja.   Þetta er ekki gott val og það skyldi engan undra að frú Merkel vilji hugsa sinn gang vel.

Munu næstu kynslóðir Evrópubúa haga sér meir eins og Þjóðverjar?  Varla. Það gera Þjóðverjar sér grein fyrir og því svíður þeim að þurfa að draga óvita að landi sem ekkert læra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þjóðverjar hafa óbeit á lánum segir þú. Vita þeir það ekki hjá þýskum bönkum stórum (ma Deutze Bank) sem hafa jú dælt ódýru lánsfé í okkur vesæla hvort sem við erum Grikkir eða Íslendingar.? Ég sá það á spjallvef að þýskir eiga einhverja 40 milljarða evra í Grikklandi í útlánum. Hversvegna voru menn í gamla daga dæmdir fyrir okurlán. Næst þegar við förum að betla víxil hjá þýskum banka skulum við spyrja okkur: Hvað gengur honum til? Hvernig hagar hann sér ef þrengist hjá mér hagur.? Vill hann þá gjaldfella allt og taka þjóðargersemar mínar á slikk?
    Það er ríkjandi skoðun að Þjóðverjar séu einhver ofurmenni þegar kemur að peningamálum. Hverjir blása í allar þessar loftbólur (undanfara kreppa ýmisskonar) með ódýru lánsfé? Hvar eru allar þeirra rannsóknadeildir og hagfræðingar. Í gamla daga þegar ég sló víxil þá þurfti ég að útlista til hvers? Grundvöllinn? Hverslags þýsk húsmóðir ofdekrar litla fátæka frændur sína, dælir þá fé og svo þegar rignir kemur hún og hendir honum og fjölskyldu hans út á götu?

  • Andreas T. Kristinsson

    Þjóðverjar og Frakkar eru að bjarga Evrunni en líka eigin bönkum frá gríðarlegu tapi; ég heyrði í útvarpinu áðan að það er áætlað að um 25% af öllum ríkisskuldabréfum (€213) sem Gríska ríkisstjórnir hafa gefið út séu í eigu franskra bankar og um 15% séu í eigu þýskra banka.

    Eitt atriði sem hlýtur að auka á gremju hinnar þýsku húsmóður er að löndin innan ESB sem standa utan við evrusamstarfið sleppa við að taka þátt í björgunaraðgerðunum en njóta góðs af þeim –

    Niðurstaðan af þessu öllu hlýtur að verða að evrusamstarfið þarf að byggja á sterkara pólítísku samstarfi þannig að ríkisstjórnir (þjóðþing) einstakra landa geti ekki tekið ákvarðanir um efnahagsmál án samráðs við önnur lönd í evrusamstarfinu.

  • ‘Eg hjartanlega sammála bréfritara og ekki hissa á viðbrögum Frú Merkel.

  • Alltaf eru Þjóðverjar samir við sig. Síðasta styrjöld sem þeir háðu kom til af því að þýskir Gyðingar voru svo góðir að spara og vildu ekki deila þvi með þeim. Núna vilja þeir fara í hart af því þeir eru sjálfir orðnir svo góðir að spara og vilja ekki deila því með öðrum. Huumm! Kannski er best að þeir leiki sér einir í sandkassanum.

  • Þýskar húsmæður og þýskir bankar eru tvennt ólíkt. Vegna þess hversu Þjóðverjar spara miðið fyllast þeirra bankar af peningum sem aðrir vilja ólmir komast í eins og t.d. Íslendingar og Grikkir.

    Hin þýska húsmóðir hefði landrei lánað þýskt sparifé út um hvippinn og hvappinn. Í framtíðinni mun þýska húsmóðirin ráða meiru um útlán þýskra banka og þá verður ekki auðvelt fyrir Íslendinga og Grikki að fá lán þar.

  • Takk fyrir pistilinn, Andri. Ég hef búið lengi í Þýskalandi og veit að þú hefur lög að mæla. En þú segir að Þjóðverjar hafi engan góðan kost. Þetta orðalag er kannski ekki alveg hárnákvæmt; það er betra að eiga pening og þurfa að borga en að eiga ekki pening og þurfa að sníkja hann.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Andri Geir:

    Hafði gaman pistlinum, sem er auðvitað stílfærður.

    Þjóðverjar eiga nær ekkert húsnæði og leigja að stórum hluta húsnæði sitt á félagslegum grundvelli. Þeir taka því ekki húsnæðislán, heldur gera „félagsleg byggingafyrirtæki það“ (þ. Baugenossenschaften). Eins eru til byggingafyrirtæki, sem leigja íbúðir á frjálsum markaði og síðan fjárfestar, sem leigja út sínar íbúðir og eru ekki að gera kröfu um mikla arðsemi, enda vextir almenn lágir í Þýskalandi og búnir að vera það lengi. Lágur fjármagnskostnaður þýðir lága leigu, lága húsnæðisvexti og almennt lágt verðalag.

    Þjóðverjar eru með gegnumstreymiskerfi og ekki lífeyrissjóðakerfi og það þeim sökum þurfa þeir að vera skuldlausir við eftirlaunaaldur og helst eiga digran aukasjóð.

    Þjóðverjar eiga engin börn heldur spara peninga í staðinn og fara í frí. Þeirra þjóðfélag er ekkert „El Dorado“ frekar en annarsstaðar í heiminum.

    Þjóðverjar taka nú til dags mikið af bílalánum, enda óverðtryggðir vextir á bilin 0 – 2 % og verðbólgan í kringum 1%. Það er hagstæðara að setja peningana sína á vexti upp á 2-3% og taka síðan bílalán upp á 1-2% – vaxtamunum.

    Þjóðverjar spara ekki fyrir sínum húsum og ég man að vinnufélagar mínir voru að kaupa hús með 90-100% lánum.

    Ég þekki Þjóðverja vel og var giftur þar í landi og bjó, lærði og vann í landinu 12 ár.

  • Orri Olaf Magnusson

    Komdu saell Andri Geir,
    pistillinn um „die schwäbische Hausfrau“ – húsmódurina frá Schwaben, en fólk frá Schwaben hafa thad ord á sér ad vera sérstaklega sparsamt -, var forvitnilegur . Reyndar hafa hérlend verkalýdsfélög lengi haldid thví fram, ad hófsemi Thjódverja í launamálum, – undanfarin ár hafa rauntekjur launa-fólks vart haekkad neitt ad rádi -, séu en megin-orsökin fyrir ójafnvaegi innan EU. Einsog vaenta má, eru thýzkir atvinnurekendur hér á öndverdum meidi. Med bestu kvedjum frá Ratingen / D

  • Man does what he can God does what he will.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur