Fimmtudagur 27.05.2010 - 19:04 - 2 ummæli

17.5% niðurskurður á sjúkrarúmum á milli ára

RÚV segir frá því að sjúkrarúmum á Landspítalanum verði fækkað um 116 í sumar frá síðastliðnu sumri og verða nú  545.  Þetta er einn mesti niðurskurður hlutfallslega sem kynntur hefur verið af þessari ríkisstjórn.  Á meðan má ekki hreyfa við einum einasta stól hjá ráðherrum og þeirra liði.

Árið 2008 voru sjúkrarúm rúmlega 800 á Landspítalanum þannig að nær liggur að þriðja hvert rúm verið autt í sumar. 

Þessar tölur tala sínu máli og segja meir um áherslur þessarar ríkisstjórnar en flest annað.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Við höfum ekki efni á að hafa veikt fólk inni á spítulum, ekki efni á að hafa starfsfólk þar og ætlum að fara að byggja nýtt hátæknisjúkrahús. Þetta er eins og að eiga ekki fyrir rekstrinum á gamla yarisnum og fara út og kaupa nýjan jeppa. Með öllum aukaútbúnaði.

  • Björn Kristinsson

    Er t.d. ekki frekar skynsamlegra að bíða með ESB umsókn að sinni á meðan við þurfum að horfa í hverja krónu. Finnst þetta frekar undarleg forgangsröðun að henda milljörðum í umsókn á meðan velferðarkerfið er skorið inn að beini.

    Andri þú nefnir yfirstjórn stjórnsýslunnar og þar er ég sammála.

    Tökum þetta lengra. Er ekki nóg fyrir Ísland að reka 3-4 sendiráð en gera síðan sammning við eitt af Norðurlöndunum að sjá um okkar mál í þeim löndum sem við viljum deila frekar með. Örugglega einhverjir milljarðar þarna.

    Öll þessi þrjú atriði eru einföld atriði, nokkuð sem einkafyrirtæki færu fyrst í ef þau þyrftu að spara hjá sér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur