Miðvikudagur 26.05.2010 - 11:46 - 3 ummæli

Atvinnulíf án forystu

Það er ekki raunhæf krafa að tveir ráðherrar, Steingrímur og Jóhanna geti reist við hagkerfi heillar þjóðar án utanaðkomandi hjálpar. 

Atvinnulíf Íslands er  forystulaust og hefur verið um fjölda ára.  Flestir sem stóðu í atvinnurekstri eru útskúfaðir og fyrirlitnir enda virðist sem svo að þetta fólk hafi alls ekki staðið í heilbrigðum atvinnurekstri heldur verið á persónulegu lánafylliríi.

Þjóð sem ekki á hóp einstaklinga sem hefur reynslu og þekkingu af almennum atvinnurekstri er ekki í góðum málum.  Stjórnmálamenn, bankar,  lífeyrissjóðir, skilanefndir eða embættismenn geta ekki breytt sér í frumkvöðla á einni nóttu.

Hér þarf þjóðin hjálp.  En í stað þess að þyggja hjálp frá vinveittum og heiðarlegum nágrönnum okkar lendum við í klónum á erlendum hrægömmum sem bíða við sjóndeildarhringinn og nýta sér forystuleysið.  Það er munur á útlendingum alveg eins og Íslendingum.  Nokkuð sem væri hollt að muna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • Andri Haraldsson

  Þetta eru sönnustu orð þín hérna á þessari síðu, og hefurðu sagt margt gott áður.

  En það eru margir íslendingar sem hafa góða reynslu af rekstri, stjórnun, og eigu fyrirtækja sem eru búsettir erlendis. Ég hef rætt við marga aðra slíka, og flestir eru sammála um að þrátt fyrir að tækifæri séu mörg og góð á Íslandi, þá veigri þeir sér við að taka þátt í slíkum verkefnum. Þar eru eftirtaldir hlutir nefndir:
  * Ótryggir fjármagnsflutningar
  * Stjórnvöld sem ekki er treystandi og regluumhverfi sem er óstöðugt
  * Erfiðleikar við að finna íslenska stjórnendur sem
  * Skortur á hágæða infrastrúktúr til að styðja við rekstur (þeas. þjónustu sem öll fyrirtæki þurfa til að starfa)
  * Hræðsla við það að lenda í einhverjum kjaftasögumaskínum — þeas. ef menn hafa það gott og eru í góðum samskiptum á Íslandi, af hverju að setja það í hættu með því að taka þátt í einhverju á Íslandi?

  Mín persónulega skoðun er að þessu til viðbótar þá skorti íslendinga almennt raunveruleikaskyn og sjálfsgagnrýni. Það er eitthvert napóleónsheilkenni í gangi á þjóðinni sem gerir henni erfitt að læra af mistökum sínum (og annarra). Þess í stað þá stæra menn sig af árangri miðað við höfðatölu, eins og það skipti öllu máli.

 • Rétt.

  Hef ekkert meira um það að segja.

 • Góður punktur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur