Sunnudagur 23.05.2010 - 08:08 - 11 ummæli

OR: Grín tekur á djóki!

Það besta sem gæti hent OR er að Besti flokkurinn sigri í Reykjavík.  Þá mun grín taka á djóki, enda fylgir öllu gríni nokkur alvara.

Gömlu flokkarnir virðast hvorki skilja né hafa áhuga á fjárhagsstöðu OR.

Með Besta flokknum kemur nýtt fólk með nýja hugmyndir og áherslur.  En það er einmitt það sem stjórn OR þarf.

Nýir vendir sópa best.

PS. Vinsamlegast engar athugasemdir um að lengi geti vont versnað!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

 • Þetta má einnig uppfæra á mörg sveitafélögin. Gengdarlaus skuldasöfnun-útí bláinn. Álftanes er skýrasta dæmið. Það þarf ansi mikla grínkjána til að toppa óráðsíuna. . Besti flokkurinn hefur sýnt okkur í spéspegil fáránleika sem fjórflokkurinn hefur einn og sér leitt okkur í. Ég er ekki hissa á þeirri gríðarlegu fylgissveiflu sem Besti flokkurinn fær og það virðist sem víða um landið muni þeirra áhrifa gæta í komandi kosningum.

 • Magnús Jónsson

  Ég held að gömlu flokkarnir hafi bæði áhuga og einhvern skilning á fjárhagsstöðu OR.

  En tækifærismennskan er slík að þeir neita að segja kjósendum hvað þeir neyðast til að gera eftir kosningar.

  Og áfram munu þeir kjósa í stjórn sínar pólitísku silkihúfur sem enga reynslu hafa af rekstri og lítið vit á orkumálum.

  Spurningin er hver fær OR fyrir slikk þegar gjaldþrotið blasir endanlega við.

  Magma Energy?

 • Tek undir með þér Magnús Jónsson.

  Hvað gerist í Reykjavík, Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt skýran vilja til þess að selja orkuna úr landi, og hvað er því til fyrirstöðu nú þegar þeir eru búnir að keyra OR í þrot að selja hana áfram, og segja Reykvíkingum að þetta sé það eina sem hægt er að gera í stöðunni þar sem skuldabagginn er of mikill.

  Þetta er hættuspil, og bara vegna þessara óvissu er nauðsynlegt að brjóta upp fjórflokkinn svo að þeir fari nú loksins að hlusta á fólk í borginni.

 • Gott að þú skulir tala um OR Andri..þessi umræða má halda meira á lofti og ætti að ræða mun meira en hvort framboð besta flokksins sé grín éður ei..ég tel að með vonandi góðum sigri besta flokksins..verði kafli skrifaður í sögu stjórnmála á Íslandi..og Ísland verði draumalandið mitt…eins og ég hef lengi haldið fram.

 • Hættan er að íslenskir stjórnmálamenn treysti sér ekki að taka á OR og velji auðveldu leiðina, að selja hana til 3. flokks útlendinga sem síðan skrúfi orkuverð upp úr öllu valdi.

 • Björn Kristinsson

  Afdrif OR eru háð árangri við endurfjármögnun erlendra lána. OR hefur þegar gefið út að það muni hækka verð til neytenda á næsta ári:

  http://www.visir.is/article/20100320/FRETTIR01/154779204/1202

  Við þessa hækkun bætist síðan orkuskattur sem hefur þegar verið lekið út að verði settur á. Ég geri ráð fyrir því að orkuverð frá OR til almennings að viðbættum auknum sköttum muni hækka um 40% á árunum 2011 til 2012.

  Þetta mun fara beint út í verðlagið. Verðbólgan er því ekki á niðurleið nema tímabundið.

 • Þórarinn Einarsson

  Stefna Besta flokksins (stefnumál nr. 7) er að fella niður skuldir. Spurning hvort nýr borgarstjórnarmeirihluti þeirra kæmist einfaldlega upp með það að fella niður allskonar skuldir borgarinnar einhliða. Neita bara að borga og setja spennandi fordæmi fyrir aðra.

  Efnahagsvandi heimsins verður hvort eð er ekki leystur öðruvísi en að fella niður skuldir og leiðrétta og jafna lífskjör. Það þarf eitthvað hugrakkt stjórnmálaafl til þess að ríða á vaðið. Niðurfelling skulda er BESTA leiðin og því tilvalið að Besti flokkurinn byrji á þessu dómínó ferli gegn alþjóðafjármálakerfinu.

 • Einar Guðjónsson

  Smáflokkarnir SDVBF eru líka svo gjörsamlega menningarlausir en Besti flokkurinn verður ekki sakaður um það.

 • Það hefur verið mjög skrítinn mórall meðal stjórnenda OR í mörg ár. Vandamálið er ekki bara pólitíkusarnir sem skipa stjórn. Það verður erfitt hjá Besta að taka til þarna.

 • Það verður vonandi ekki reynt að toppa síðasta kjörtímabil í Reykjavík. Held raunar að skoðanakönnunin muni ekki ganga eftir.

 • Magnús B.

  Einar Örn Benediktsson og Óttar Proppé, að öðrum ólöstuðum þá eru þeir ekkert síðri en aðrir stjórnmálamenn sem hafa setið í stjórn OR. Þetta eru allavega menn sem hafa staðið í rekstri og skilja kannski hvað þarf að gera.

  Ég myndi óska þess að þessi flokkur sýni þróun yfir í borgaralegt samfélag þ.s. hvaða borgari sem er getur tekið þátt í stjórnmálastarfi á sínum forsendum, án þess að þurfa að gera þetta að ævi starfi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur