Mánudagur 31.05.2010 - 17:14 - 6 ummæli

Embættismenn fá völdin í Reykjavík

Nú mun reyna á æðstu embættismenn Reykjavíkurborgar sem aldrei fyrr.  Stærsti borgarstjórnarflokkurinn hefur nefnilega litla reynslu af borgarmálum og stjórnun. 

Í raun er borgarstjórnarflokkur Besta flokksins ansi einsleitur, allt er þetta fólk á svipuðum aldri sem flest ef ekki öll búa í 101.  Aðeins ein kona er í hópnum og ekki örlar fyrir sterkri stjórnunarreynslu í fjármálum hjá þessum hópi, að ég get séð.  Jón Gnarr viðurkennir að hann sé ekki talnaglöggur og kunni rétt plús og mínus samanber viðtal við hann í DV.  Þetta getur orðið vandamál því fjárhagsstaða borgarinnar og OR er erfið og flókin.  Hér verður Besti að reyna sig á ráð og útreikninga annarra.  Í svona stöðu skiptir öllu máli að menn velji rétta ráðgjafa.  Það verður athyglisvert að fylgjast með hvar og hvernig Besti sækir sín ráð.  Verður það Samfylkingin sem hvíslar í eyra Jóns Gnarrs, eða embættismenn eða kannski allt annar hópur sem enginn veit hverjir eru? 

Ef rétt er á spilum haldið geta leikarar orðið að sterkum og vinsælum stjórnmálaleiðtogum, eins og sagan sýnir okkur.  Kannski fetar Jón Gnarr í fótspor Ronald Reagans, það er aldrei að vita.  Hann gæti gert margt vitlausara.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Það eru tvær konur í hópnum, Elsa sem skipar 4. sætið og Eva í 6. sætinu.

 • Friðrik Tryggvason

  Ég held að feta í fótspor Reagans sé einhver vitlausati hlutur sem hægt er að gera.

  Á hinn bógin þá er ekki eins og að mótframbjóðendur Æ listans séu einhverjir sérstakir fjármálasnillingar með mikla reynslu.

  t.d Hanna Birna

  Starfsferill

  Borgarstjóri frá 21. ágúst 2008.
  Forseti borgarstjórnar frá 24. janúar 2008 – 21. ágúst 2008.
  Formaður skipulagsráðs frá 2006 – 2008.
  Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2002.
  Aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá 1999 – 2006.
  Framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna frá 1995 – 1999.
  Deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu frá 1994 – 1995.
  Starfsmaður Öryggismálanefndar frá 1990 – 1991.

  Það ekki eins og hún hafi unnið neins staðar nema hjá flokkinum og ríkinu, þetta eru ekki eldflaugavísindi.

 • Pétur Tyrfingsson

  Félagar!

  Það er kominn tími til að við tökum upp hið marxíska tungutak og höldum hátt á lofti kenningum Leníns og Marx. Hin sögulega skoðun sýnir svo ekki verður um villst að Karl Marx og Stalín höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu fyrir um það sem koma skyldi.

  Nú er tækifærið! Nú má enginn marxisti skorast undan þegar við nú hefjum byltinguna!

 • Björn Jónasson

  Það er gott að það voru talnaglöggir menn sem komu OR í ógöngur.

 • Sigurður Ingi

  Það er lítill munur á búsetu borgarfulltrúa Besta og hinna hefðbundnu flokka.

  Reyndar er eini borgarfulltrúinn í mínu hverfi úr Besta flokknum (Eina Örn Benediktsson)

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Takk fyrir leiðréttinguna Óli.

  Til hvers er verið að halda uppi 7 háskólum og stæra sig af háu menntunarstigi þjóðarinnar á meðan mottó þjóðarinnar er „ekki verður bókvitið í askana látið“?

  Það er ekki nóg að vera talnaglöggur, það þarf fyrst og fremst reynslu og dómgreind. Hins vegar ef maður er ekki talnaglöggur verður maður að reiða sig á aðra til útreikninga og þar er vandinn. Hver reiknar og út frá hvaða forsendum?

  Í guðana bænum, við verðum að fara setja markið hærra en hjá gömlu flokkunum. Vonandi að Besti flokkurinn falli ekki í þá gryfju, þá er ekki von á góðu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur