Föstudagur 09.07.2010 - 15:37 - 16 ummæli

Nýtt bankakerfi?

Rekstur banka er í grundvallaratriðum einfaldur.  Bankar taka við sparifé sem þeir síðan lána í arðbærar fjárfestingar.  Mismunur á milli útlánsvaxta og innlánsvaxta stendur undir rekstrinum.  Því betur sem bankar eru reknir því minni er þessi munur, m.ö.o. best reknu bankarnir geta boðið hæstu innlánsvexti og lægstu útlánsvexti og á sama tíma skilað hagnaði til eigenda.  Þetta eru undirstöðuatriði í rekstri viðskiptabanka og sparisjóða.

Bankahrunið og nú dómur hæstaréttar hefur grafið undan þessu viðskiptamódeli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og kostnaði.  Ekkert nútímahagkerfi getur búið við ósamkeppnishæft og öfugsnúið bankakerfi.  Það gefur auga leið að enginn banki getur haft útlánsvexti lægri en innlánsvexti.  Slíkur banki missir fljótt traust og trúverðugleika innlánseigenda.  Og hér liggur vandinn sem fær litla umræðu.

Íslenska bankakerfið nú og í næstu framtíð er og mun verða að mestu leyti fjármagnað með innlánum.  Þó að ríkið og kröfuhafar hafi lagt bönkunum til eigið fjármagn eru það innlánin sem fjármagna rekstur bankana og munu standa undir uppbyggingu atvinnulífsins.  Án þeirra væru bankarnir ekki starfhæfir enda lítill sem enginn aðgangur að öðru fjármagni um þessar mundir.

Framtíð íslensks bankakerfis er því í höndum innlánseigenda.  Þeir hafa val.  Þeir geta auðveldlega flutt sig til og í skuldsettu hagkerfi þar sem aðrir lánamarkaðir eru lokaðir er mikil eftirspurn eftir sparifé.

Nú er talað um að ef allt fer á “versta veg” með gengislánin gæti kostnaðurinn numið um 300 ma kr.  Þetta er kostnaður sem fer yfir á skattgreiðendur, kröfuhafa, innlánseigendur og lántakendur í íslenskum krónum.

Hér sem fyrr hafa innlánseigendur val, þeir geta reynt að lágmarka sinn hluta í þessum reikningi og sagt, nei takk og bless.  Þeir einfaldlega bindast samtökum og stofna eigin sparisjóð eftir gömlum og traustum gildum.  Þessi nýi sparisjóður hefði engin fortíðarvandamál, engin gengislán, engin kúlulán, engin lán til eignarhaldsfélaga.  Hann gæti eytt 100% af sínum tíma í að laða til sín bestu og traustustu kúnnana og veitt þeim góða þjónustu.

Smátt og smátt myndi svona sparisjóður vaxa.  Ný kynslóð sparifjáreigenda myndi líklega velja bankastofnun sem hefði engin fortíðarvandamál en hugsaði fyrst og fremst um öryggi innistæðna og sanngjarna innláns- og útlánsvexti.

Hvernig núverandi bankakerfi eftir dóm hæstaréttar ætlar í framtíðinni að keppa við slíkan sparisjóð og ef til vill aðra nýja banka er spurning sem menn ættu að velta fyrir sér?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

 • bitvargur

  Þetta er nákvæmlega það sem þarf að gerast, nema að ríkið á ekki að setja eina krónu til viðbótar í bankana, og að innlánsvextir lækki í framhaldinu og peningarnir leiti út í atvinnurekstur og fjarfestingar.
  Vilji sparifjáreigendur velja áhættuminni ávöxtun heldur en að fjárfesta í samfélaginu og að skapa atvinnu þá ættu þeir að stofna nýjan banka eða sparisjóð og flytja allt á milli.
  Gamla bankakerfið er allt of stórt, dýrt og fjölmennt. Á því er engin þörf.
  Þannig losna Íslandingar við fortíðina.

 • Haukur Logi

  Þetta er í sjálfu sér rétt svo langt sem það nær. Þú þarft hinsvegar að horfa aðeins lengra aftur í tímann til að fá heildarmyndina. Í fyrsta lagi til stofnunnar nýju bankanna þegar innistæðunum var bjargað og fyrir þær borgað með lánum sem gömlu bankarnir höfðu sennilega með ásettning stökkbreytt með gengisfellingu. Ef lánunum hefði ekki verið stökkbreytt og þau látin gilda sem slík sem eignir á móti innistæðunum væru í dag væntanlega litlar innistæður eftir til að stofna sparisjóðina sem þú nefnir. Það eina sem væri eftir væru annarsflokks kröfur í þrotabú gömlu bankanna og gjaldþrota tryggingarsjóð innistæðueigenda.

  Í öðru lagi þá var bönkunum í sjálfsvald sett að veita þessi lán í upphafi á lágum vöxtum og ég efast um að forsendan fyrir því að lánin hafi átt að bera sig hafi fólgist í að fella ætti gengið um 100%. Líklegra er að lánin hafi verið veitt á góðum kjörum til að fá fólk til að taka þau. Axlaböndin og beltin fólust síðan í að unnt er að breyta vöxtum lánanna á ákveðum árafresti einhliða og þannig vinna til baka meðgjöfina til að byrja með. Þetta er ennþá hægt og því ætti ekki að þurfa grípa til neinna aðgerða þó gengistryggingin hafi fallið út. Bara bíða eftir næsta vaxtabreytingardegi

  Ef hinsvegar Landsbandsbankinn stendur þetta ekki af sér þá á að sjálfsögðu bara að gera hann upp og leyfa innistæðueigendum að berjast um bitana í þrotabúinu, nú eða skerða innistæður yfir línuna eins og átti að gera í upphafi við hrunið þannig að rétt jafnvægi náist í eignir og skuldir bankanna eftir dóm Hæstaréttar.

 • Sammála.
  Eina leiðin til uppbyggingar heilbrigðs samfélags á Íslandi er með stofnun nýrra banka eða sparisjóða og enn fremur nýrra lífeyrissjóða.
  Ég hef aldrei getað sætt mig við eða skilið tilraunir stjórnvalda til að endurreisa alræmd glæpafyrirtæki úr rústum. Það stappar nærri geðveiki.

 • Einar Jónsson

  Hæstaréttardómurinn eða bankahrunið hafa síður en svo grafið undan viðskiptamódeli hefðbundinnar viðskiptabankastarfsemi. Ef bankarnir hefðu fylgt lögum og ekki tekið óhæfilega áhættu (og ekki ræningja sem eigendur) hefði ekki orðið bankahrun.

  Stærsti hluti af „íslenskri bankastarfsemi“ í dag er að stærstum hluta að innheimta útistandandi kröfur á íslenska skuldara af mikilli kappsemi og leggja afraksturinn inn í seðlabankann þar sem fást langhæstu vextir í heimi miðað við áhættu. Afraksturinn af þessari innheimtustarfsemi mun síðan fara að stærstum hluta til erlendra kröfuhafa.

  Jafnvægi innlána og útlána í bankakerfinu er langt undan

 • Halló, basics strákar basics. Hafið þið heyrt um „bindisskyldu“??

  10% bindisskylda þýðir að ef þú átt milljarð og stofnar banka, þá geturðu lánað út 9 milljarða og tekið vexti fyrir það. Peningarnir eru búnir til úr lofti. Þetta er kerfið sem við búum við.

  Betra fyrir ykkar að átta ykkar á grundvallarmálinu í þessu!!! Halló??

 • Gunnar Tómasson

  Varðandi eftirfarandi:

  Íslenska bankakerfið nú og í næstu framtíð er og mun verða að mestu leyti fjármagnað með innlánum. Þó að ríkið og kröfuhafar hafi lagt bönkunum til eigið fjármagn eru það innlánin sem fjármagna rekstur bankana og munu standa undir uppbyggingu atvinnulífsins. Án þeirra væru bankarnir ekki starfhæfir enda lítill sem enginn aðgangur að öðru fjármagni um þessar mundir.

  Umsögn:

  Í nútíma bankakerfi eru heildarútlán uppspretta heildarinnlána en ekki öfugt.

  Útlán á eignahlið kerfisins endurspegla innlán á skuldahliðinni og aukning útlána er forsenda aukningar innlána.

 • Jóhannes

  Eru bankarnir eitthvað að lána út í dag? Ég hef ekki heyrt um dæmi þess. Bankakerfið virðist fyrst og fremst vera að innheimta útistandandi lán eða endursemja um þau.

  Held að það sé rétt að efnahagsreikningur bankakerfisins á eftir að minnka allverulega á næstu árum og það nettó fé sem bankarnir ná inn fer fyrst og fremst til erlendra kröfuhafa, því miður.

 • ,,Í nútíma bankakerfi ..“

  Hvað er nútíma bankakerfi ?

  Er það sem fór á hausinn þar sem eigendurnir stálu öllum peningunum , eða er það sem fékk milljarðana gefins til að getað starfað áfram ?

  Það sem hefur einkennt banka, um alla veröld, eru gráðugir eigendur sem fá stjórnvöld, allra landa, til hjálpa við að stela öllum peningum frá venjulegu fólki !

  Er það ekki einmitt ,,nútíma bankakerfi“ ?

 • Gunnar Tómasson

  Bretton Woods kerfið var gamaldags peningakerfi – tengt gulli.

  Nútíma bankakerfi, sem fór í kjölfar Bretton Woods kerfisins, er ekki tengt gulli.

 • Sammála, en það virðist Skafta (bloggara) og Guðmundi 2) athugasemdarmanni erfitt að skilja.

  Stundum held ég að þeir séu sami maðurinn.

  En þetta er eins og maður segir, basic reikningur.

  Þú lánar 10 krónur, og færð greiddar 12, þú ert í hagnaði, þú borgar 0,25 aura í laun, 0,5 aura í vexti af lánum sem þú fékkst, og leggur 0,25 aura til hliðar og 0,25 aura í kostnað svo má greiða arð af afgangnum.

  Bankastarfsemi er „öruggur“ business, ekki áhættu, þannig með tíð og tíma og skynsemi byggir fólk upp gott, öruggt bankakerfi.

  Þetta einfalda reikningsdæmi virtist vera Björgólfum, Jóni Ásgeiri og Bakkabræðum ómögulegt að skilja

 • Gunnar Tómasson er með þetta: Fractional Banking er á útleið. Í raun myndu ábyrgðir gera sama gagn og lán.

 • Gunnar Tómasson

  marat – hér er umsögn um málið sem ég setti inn á Gang8 fyrir nokkrum dögum.

  Dear Gang.

  I. World monetary arrangements: A closed system

  Yesterday I made the following comment in an email to Michael:

  The role of the U.S. dollar in world monetary arrangements in the post-Bretton Woods era was essentially that of Unit of Account for the key players in a multi-centered world money cartel as distinct from that of a symbol of Monetary Hegemony built on a U.S. „domestic economic surplus“ which has been notable by its absence throughout the period.

  Since the key players operate within a closed world monetary system, there was/is no limit on the amount of nominal purchasing power which they could/can collectively create in exchange for the IOUs of their customers.

  I put this point to Samuelson in the late 1970s – he thought that „governments“ would not let that happen!

  II. The Fallacy of Composition

  In the 1976 edition of his Economics (p. 14), Samuelson wrote these words of caution:

  „At this point it is just as well to note that [certain] paradoxes hinge upon a single confusion or fallacy. It is called by logicians the „fallacy of composition.“ In books on logic, this is defined as follows:

  Fallacy of composition: a fallacy in which what is true of a part is, on that account alone, alleged to be also necessarily true of the whole.“

  III. A case in point

  „The main function of legal reserve requirements is not that of making deposits safe and liquid, payable on demand. Their vital function is to enable the Federal Reserve authorities to control the amount of demand deposits – or bank money – that the member banks can create. By imposing fixed legal reserve requirements, the Fed can limit the growth of bank deposits to its desired target.

  We shall soon learn just how this all works.“ (Samuelson, p. 299).

  „We now turn to one of the most interesting aspects of money and credit, the process called „multiple expansion of bank deposits.“ Most people have heard that in some mysterious manner banks can create money out of thin air, but few really understand how the process works. Few understand that all our money arises out of debt and IOU operations. Actually, there is nothing magical or incomprehensible about the creation of bank deposits. At every step of the way, one can follow what is happening to the banks’ accounts. The true explanation of deposit creation is simple. What is hard to grasp are the false explanations that still circulate.

  According to these false explanations, the managers of an ordinary bank are able, by some use of their fountain pens, to lend several dollars for each dollar deposited with them. No wonder practical bankers see red when such power is attributed to them. They only wish they could do so. As every banker knows, he cannot invest money that he doesn’t have, and money that he invests in buying a security or making a loan soon leaves his bank.

  Bankers, therefore, go to the opposite extreme, and sometimes argue that the banking system cannot (and does not) create money. „After all,“ they say, „we can invest only what is left with us. We don’t create anything. We only put the community’s savings to work.“ Bankers who argue in this way are wrong. They have become enmeshed in our old friend the fallacy of composition: what is true for each is not thereby true for all.

  The banking system as a whole can do what each small bank cannot do: it can expand its loans and investments many times the new reserves of cash created for it, even though each small bank is lending out only a fraction of its deposits.

  Our answer, then, to the basic question is in the affirmative: Yes, the banking system and the public do, between them, create about $5 of bank deposits for each new dollar of reserves that is created for the banks.“ (Samuelson, pp. 300-301)

  [Given a legal reserve requirement of 20 per cent of total deposits, Samuelson goes on to state]: „We begin with a brand-new input of $1,000 of high-powered (reserves) money brought to a bank. Where it came from is not important. It could have come from someone’s having deposited the proceeds received from his selling a government bond to the regional Federal Reserve Bank (which may have paid for it by printing off 20 fifty-dollar bills. We shall see that in the end the banking system is going to manufacture $5,000 of new demand deposits out of this, thus taking in $1,000 of one kind of high-powered M and converting it into $5,000 of another kind of M (checkable demand deposits) – for a net gain of $4,000!

  [Now consider Bank 1 that buys a bond or some other asset]. „Like everyone else, it had to write out checks to those who sold the bond or signed the promissory note. If all such promise not to cash the bank’s check – or what is the same thing, to hold all these moneys frozen on deposit in Bank 1 – then, of course, it could buy all it wanted to without losing any cash.

  But, in fact, no one will borrow money at 7 or 10 per cent just to hold it all in the bank. The borrower spends the money on labor, on materials, or perhaps on an automobile. The money will very soon, therefore, have to be paid out of Bank 1. And if – as is likely – the bank is but one of many banks serving that city, county, state, and country, only a fraction of the sums withdrawn will ever come back to the original bank in another customer’s deposit.“ (Samuelson, pp. 302-303).

  IV. A case in point – cont.

  For the world’s banking system as a whole, deposit money spent by borrowers „on labor, on materials, or perhaps on an automobile“ remains on deposit with the system.

  Gunnar

 • Stærstu lántakendur eru opinberir aðilar. Þessi sparisjóður myndi því í byrjun fara japönsku leiðina og fjárfesta í ríkisskuldabréfum, innistæðum hjá Seðlabankanum og lánum til aðila sem hafa sterkustu greiðslugetuna og veðin.

  Það er ekkert lögmál sem segir að við getum ekki breytt núverandi bankakerfi og stofnað nýjar bankastofnanir.

  Það er hefð fyrir því að félagasamtök og byggðahlutar stofni sparisjóði. Ef afar og ömmur okkar gátu þetta þegar lífskjör voru aðeins brot af því sem þau eru í dag, af hverju ekki núverandi kynslóð?

 • Er ekki bara jákvætt að losna við fortíðarvandan? Þe. greiða út allar innistæðurnar og stofna nýjan „skuldlausan“ banka. Þessi nýji banki gæti svo tekið yfir „mikilvæg lán“ og keyrt brakið sem eftir stendur í þrot. Á því tapa aðalega erlendir „drullusokkar“ og það er bara besta mál.

  Annað er svo það að bankakerfi framtíðarinnar er ekki það sem búið er að keyra undanfarin 40 ár. Þetta verður að færast yfir í sparisjóða-menningu þar sem allar afleiður, framvirkir samningar, veðmál og önnur spákaupmenska verður bönnuð þe. öll fjársestingabankastarfssemi á ekki framtíðana fyrir sér því hún leiðir til vandamála.

  Á næstunni verður áhættulaus bankastarfsemi það sem almenningur vill og ofurlaun og brask verður fyrirlitið.

 • Einar Guðjónsson

  Hvað verður um þann fjölda sem er í atvinnubótavinnu í hinum s.k. nýju bönkum ?
  Held reyndar að íslenska viðskiptamódelið standi ekki undir neinum vöxtum. Í landinu er sáralítil verðmætasköpun og gildir það um eiginlega allan rekstur þó að fákeppnis og samantekin ráð rekstur kunni að skila hagnaði vegna þess að brotin eru lög. Það getur ekki verið viðvarandi ástand og hlýtur að enda með því að margir íslendingar munu sækja í annað menningarástand en það sem Ræningjabælið Ísland býður upp á ?

 • Stofnum nýjan banka. Banka fyrir fólk og sem þjónar fólki. Þetta hljómar einsog vinstri útópía. Ég er með.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur