Sunnudagur 11.07.2010 - 14:44 - 13 ummæli

Velkominn Lenin

Ísland í dag er farið að líkjast senum úr kvikmyndinni „Good Bye Lenin“ þar sem móðir sem féll í dá þegar austur-Þýskaland var upp á sitt besta, vaknar upp eftir að múrinn er fallinn.  Fjölskyldan reynir hvað hún getur að milda sjokkið með því að halda fram að allt sé óbreytt og reynir af fremsta megin að snúa klukkunni við og halda í gamla austur-Þýskalands nostalgíu.

Sama má segja að sé að gerast hér á Íslandi.  Keppst er við að kalla fram Ísland 1970, þegar ekkert EES eða verðtrygging var til.  Á þeim dýrðartímum voru Sambandið og kaupfélögin við völd og ríkisumsjá á flestum sviðum.  Olían kom frá Rússlandi og herinn var á Miðnesheiði.  Gjaldeyrishöft, bjórbann og innflutningshöft voru daglegt brauð sem festir tóku sem sjálfsagðan hlut.  Þá fengu aðeins útvaldir lán í bönkunum á neikvæðum vöxtum og lítið vesen var gert út af því.

Svo virðist sem margir reyni nú að endurvekja Ísland 1970.  Það þykir aftur sjálfsagt að sumir fái lán á neikvæðum vöxtum, ekki vegna þess að það sé sanngjarnt gagnvart náunganum heldur vegna þess að aular gerðu mistök.  Eins og áður, gengur allt út á að finna smugur og mistök sem réttlæta óréttlætið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Uni Gíslason

    Það skiptir engu á hvaða ‘kjörum’ s.k. gengistryggð lán eru. Það var ljóst þegar þau hækkuðu um 100%, afborganir eftir því og þessi ‘mistök’ urðu þess valdandi að greiðslubyrði varð miklu þyngri en þau áttu að vera.

    Þrátt fyrir það að þeir sem hafi haft gengistryggð lán fái núna ‘neikvæða’ vexti, þá mundi ég ekki telja þá heppna er höfðu svona lán. Í um tvö ár hefur þetta fólk lifað við skertan kaupmátt sem auðvitað hefur skaðað það í þessi ár.

    En mikið mátt þú vera á jaðrinum til að halda það að einhver hafi tekið gengistryggt lán 2008 sérstaklega til þess að nýta sér ‘smuguna’ sem felst í því að borga fáránlega vexti og afborganir, missa kannski eignina sem veðsett var og fá svo TVEIM árum síðar að vita það að þessi gerð verðtryggingar er og var óheimil.

    Bera það saman við ástand það sem ríkti á Íslandi 1970 er með öllu óskiljanlegt – enda ekkert sameiginlegt með þeim tímum og Íslandi í dag.

    Ekki skiptir það nokkru máli hvort einhverjir einstaklingar reyni að kalla fram Ísland þegar ‘ekkert EES’ var til. EES er til og Ísland er meðlimsland.

    Hitt er annað að verðtrygging á ekki að vera til. Hún er mikill skaðvaldur íslensks efnahagskerfis og kemur í veg fyrir ábyrga efnahagsstefnu, bæði heimila og ríkis. Hún er apinn á bakinu eins og Kaninn segir.

    Það hefur nákvæmlega ekkert með einhverskonar 1970 nostalgíu að gera að fólk vill sökkva verðtryggingu. Heldur hefur það ekkert með það að fólk vill sökkva verðtryggingu að gengistrygging á íslenskri krónu er og var óheimil.

    Þú skilur einfalt mál? Óheimil. Má ekki. OK? Má ekki. Skamm.

  • Eina sanngjarna er að færa erlendu lánin yfir í verðtryggð íslensk lán á því gengi sem gilti þegar lánin voru veitt. Þar með gengur jafnt yfir alla.

  • Quo Vadis

    Hæstiréttur dæmir ekki eftir sanngirni eða siðferði, heldur bókstaf laganna.

  • Ég tek þessi rök þín ekki til mín Andri Geir.

    Ég er ánægð með Dómana 3 sem Hæstiréttur hvað upp þann 16. júní. Ég er eindregin stuðningsmaður aðildar að ESB og þess að við verðum frjáls og fullvalda þjóð í bandalagi með öðrum frjálsum og fullvalda þjóðum.

    Þú ert að rugla saman eplum og appelsínum ef þú heldur virkilega að allt það fólk sem styður lántakendur gengistryggðara ólöglegra lána, vera fylgismenn Bjarts í Sumarhúsum.

  • Uni Gíslason

    Eina sanngjarna er að færa erlendu lánin yfir í verðtryggð íslensk lán á því gengi sem gilti þegar lánin voru veitt. Þar með gengur jafnt yfir alla.

    Í rauninni ekki, því það voru hvorki kjörin sem fjámálafyrirtækin þóttust selja, né kjörin sem neytendur héldu að þeir væru að kaupa.

    Greiðsluaðferð venjulegra verðtryggðra lána er einnig frábrugðin þessum, þar sem venjuleg verðtrygging leggur hækkun vegna vísitölu við höfuðstól lánsins og eru svo vextir miðaðir við hina hækkuðu höfuðstóls-upphæð.

    Eðli lánanna er ólíkt. Það sem er réttlátt í víðasta samhengi er að láta vexti lánanna endurspegla þær forsendur sem voru þegar lánin voru tekin. Hrunið og sú staðreynd að fjármálafyrirtæki grófu sérstaklega undan krónunni geta ekki talist hluti af þeim forsendum.

    Réttlátast í þrengra samhengi, i.e. samhengi akkurat þessara samninga, er að þeir hlutar samningsins sem reyndust vera óheimilir falli niður og málið þar með. Þannig hefur verið gert hingað til í svipuðum málum samningaréttar.

    Þú stillir þessu upp eins og lántakendur hafi ekki raunverulega skaðast fjárhagslega á því að þessi óheimila gerð verðtryggingar hafi verið notuð hiklaust í nær tvö ár.

    Það er ljóst að töluverður skaði hefur orðið og fjármálafyrirtækin skapað sér skaðabótaskyldu þess vegna, því þau vissu eða máttu vita að gengistrygging sú er þau buðu var óheimil, en ákváðu samt að fylgja henni eftir eins og um lögmætan samningslið væri að ræða.

    Þannig eiga allir þeir neytendur möguleika á að sækja rétt sinn gagnvart fjármálafyrirtækjum, sér í lagi ef að ‘venjuleg’ verðtrygging er sett á viðkomandi lán eftir að skaðinn er skeður.

    Hins vegar er líklegra að málið endi bara gagnvart neytendum sé liðurinn um verðtryggingu einfaldlega felldur niður, eins og gert var, og ekkert frekar aðhafst í málinu. Annars veltur þetta aftur yfir á neytendur og önnur tvö ár líða þar til skorið verður um skaðabætur.

    Skaðabætur kosta ríkið líka og samfélagið, ef það er það sem þú hefur áhyggjur af.

    En lög eru lög. Það er best að hrófla ekki við þessu meira og læra af þessu. Þetta endar aldrei vel fyrir fjármálafyrirtækin. Sama hvernig málinu er snúið.

    Afturvirkni samninga eða laga eru einnig almennt óheimil. Það gengur ekki heldur.

    Þú vilt byrgja brunninn eftir að barnið er dottið útí.

  • Sanngirni í viðskiptum er það þegar menn uppskera einsog þeir sá. Bankarnir gerðu mistök, þeir klúðruðu framleiðslu og markaðssetningu vörunnar og súpa nú seyðið af því. Það er sanngjarnt.

  • Einar Guðjónsson

    Þetta er svo sem rétt hjá þér svo langt sem það nær. Hinsvegar standa heimilin og fyrirtækin hér ekki undir þessu verðtryggingarskoti né íslenskum vöxtum. Því skildi hið lamaða og illa skipulagða Ísland standa undir 10 sinnum hærri vöxtum en Evrópa ?

  • Gunnar Tómasson

    Erlendir kröfuhafar hafa nú þegar afskrifað nokkur þúsund milljarða króna af lánum sínum til íslenzkra banka og annarra fjármálastofnana.

    Þessi fjármálafyrirtæki geta ekki kinnroðalaust teflt fram allt-gangi-jafnt-yfir-all mælikvarðanum á réttlæti til að neita eigin lántakendum um breytingar á höfuðstól gengisbundinna lána í samræmi við íslenzk lög.

  • Bankarnir fara eins og OR, öllu verður á endanum velt yfir á almenning. Þessi reikningur verður að borga, það getur tekið áratugi ef ekki öld. Mest af honum lendir á næstu kynslóðum. Viðskiptalega afleiðing dóms hæstaréttar er allt annar handleggur en hin lagalega. Þar verða menn að gera greinamun á.

    Erlendir kröfuhafar hafa fengið nóg, þeir munu ekki leggja eina evru í þessa vitleysu.

  • Andri Haraldsson

    Allt sem er íslenskt eiga heimilin í landinu. Svo það er bara rökvilla að tala um að þessi dómur geri eitthvað fyrir heimilin sem heild. Sum heimili munu standa betur, önnur verr. Eins og Andri Geir bendir á er bara verið að færa peninga til. Erlendir lánardrottnar munu ekki taka frekari skuldir á sig, það liggur fyrir. Í stað heildstæðra lausna sem reyna að tryggja samræmi og réttláta úrlausn, þá er tilviljun látin ráða um hver fær happadrættisvinning í Bananalýðveldislottóinu. Það sem eftir er af þjóðarsáttinni mun endanlega rifna þegar hún kemst að því að eina leiðin til að borga tapið af gengistryggðu lánunum er með því að seilast í ríkisvasann, lífeyrisvasann, eða taka lán og læðast í vasa barnanna.

    Ísland hefur ekki enn horfst í augun við hrun sitt. Þangað til að það gerist þá heldur þetta áfram að vera erfitt.

    Megin vandamálin standa eftir: í landinu eru tveir gjaldmiðlar, hvor hinum hverri (krónur og verðtryggðar krónur); í landinu er ekkert fé til að fjárfesta í verkefnum sem gætu nýtt sér lágt gengi; í landinu er ekki aðgengi að erlendu fé, sem nú um stundir er ódýrt, þar sem stoðir þjóðfélagsins og skipulag laða ekki að sér erlenda aðila; í landnu er ekki lengur fjöldi fólk hefur þegar flust erlendis, og ekkert bendir til annars en það haldi áfram; í landinu er stjórnsýslan áfram í lamasessi og stjórnmálin snúast einungis um hver nái völdum til að hygla sínum.

  • Allt rétt hjá þér Andri. Þú skilur svona hluti vel.

    Merkilegt að Mörlandinn mótmæli aldrei þegar þjófar taki sér t.d. lán á neikvæðum vöxtum eins og í gamla daga. Nú vilja mótmælendur sjálfir komast í spor þjófanna og stunda óeðlileg og ósanngjörn viðskipti.

    -Auðvitað á að taka tillit til ofgreiddra afborganna í fortíðinni Uni Gíslason. Það á að reikna allt dæmið upp á nýtt maður !

    En engum nema íslenskum almenning og e.t.v. íslenskum dómurum dytti það í hug að setja evru eða jena-vexti á íslenskt krónulán !

    Hvergi í heiminum. Spurning um hvort ESB vilji taka við svona óþjóðalýð sem er með allt niður um sig.

  • Úr hvaða dái varst þú að koma, ágæti maður? Finnst þér allt í lagi, eins og ráðamönnum og stjórnsýslu, að fara á svig við íslensk lög?

  • DROPLAUGUR

    En hvers vegna er í orðana hljóðan er , samningsrétturinn svona sterkur. OG ÞRÓAST SVONA STERKT EFTIR 500- 1000 ÁRUM FRÁ LAGABÓKUM JÁRNSÍÐU JÓNSBÓK , GRÁGÁS. OG viðmiðum danskra laga og þetta stendur óbreytt í dag Það er vegna þess að samningar er mjög einf0ld gjörð, þ.e. allir samningar fjalla einfaldlega um réttindi og skildur. Forsendu -bresturinn var búinn til bönkunum sem er nauðgun á réttarstöðu eftir að ráðist var á krónuna. En dómurinn fjallar bara raunverulega um leiðréttingu á allt og lítillri réttarstöðu lántakenda. EN ÞAÐ ER ENGINN TILVILJUN AÐ RÉTTARSTAÐA Í SAMNINGSGERÐ ER SVONA STERK FYRIR LÁNTAKENDU. þVÍ ÞAÐ ER ÁBYRGÐ AÐ LÁNA PENINGA . Og hvorugur getur brotið á hinum með því til dæmis að ráðast svona gróft á krónuna. Það er stór glæpur, og þeir menn sem það gerðu eiga að vera í fangelsi. OG munið það glæpamenn bankana,,,,,,,,,,,,,,, með þvi að viðurkenna ekki dómana núna og una við ,,BÍÐA YKKAR ENN HARÐARI ÁMINNINGAR DÓMAR HÆÐSTARÉTTAR Í HAUST. MEÐ UMRÆÐU SILFUR EGILS Í BAKHÖNDINNI FYRIR ALMENNING!!!!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur