Miðvikudagur 21.07.2010 - 22:16 - 6 ummæli

Búrbónskur uppruni Íslendinga?

Kunningi minn, erlendis, spurði  mig um daginn:  eru Íslendingar nokkuð komnir af Búrbónum, þeirri merku konungsætt í Evrópu?

Ha, sagði ég, hvers vegna spyrðu?

Jú, Íslendingar eru alveg eins og Búrbónar, gleyma engu og læra ekkert!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Það skildi þó aldrei vera að hluti okkar sé af Breskri konungætt

  • Hvaða þjóð gleymir þá öllu og lærir allt?

  • Íslendingar voru fljótir að læra og tileinka sér speki fyrrverandi formanns LÍÚ. Að koma á kvótakerfi og frjálsu framsali kvóta, „svo að hægt væri að hagræða í greininni“ Framhaldið ættu landsmenn að þekkja, árangur er enginn, en skaðinn þvímeiri, landsmenn taldir ómerkilegir og ekki treystandi, af nágrannaþjóðum, fjármál öll í rústum, himinháar skuldir hvert sem litið verður, öll alvöru fyritækin farin á hausinn, stórþjófar fela sig í Englandi og víðar, þeir gætu þessvegna verið vel tengdir við kónga frá gamla Englandi.

  • Andri Haraldsson

    Mark Twain sagdi um Washington DC ad hun vaeri sambland af thokka nordurrikjanna og skilvirkni sudursins.

    Kannski er Island sambland af bandariskri hogvaerd og evropskri hagkvaemni.

  • Það vantar samhengið við þessi ummæli kunningja þíns.

    Kæmi mér ekkert á óvart að þessi kunningi þinn gleypti hugsunarlaust við öllu og lærði því ekki neitt.
    Kannski var þetta skot á þig, kannski alveg örugglega, þú ert örugglega eini Íslendingurinn sem hann þekkir.

  • Pískurinn

    Líklega hefur hann gleypt allt sem þú taldir honum trú um sem útskýrir spurninguna, hið rétta er að við þekkjum ekkert annað en að vera þrælar og þrælsóttinn er í genunum(hjá sumum), það skiptir engu hvaðan pískurinn kemur bara að hann sé Evrópskur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur