Föstudagur 23.07.2010 - 11:28 - 48 ummæli

Sjálfstæðisflokkurinn og ESB

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta og öflugasta stjórnmálaaflið á Íslandi.  Það er eðlilegt og rökrétt að gera þá kröfu að flokkurinn hafi forystu um málefnalega og opna umræðu um ESB aðild, eitt stærsta samfélagsmál samtíðarinnar.  Þetta er ekki einkamál Samfylkingarinnar né er það æskilegt að örfáir einstaklingar stýri og stjórni ESB umræðu og viðhorfum Sjálfstæðisflokksins innan frá sem í aðalatriðum virðist spegilmynd af stefnu VG.

Þetta ber hvorki vott um lýðræðisleg vinnubrögð né er þetta í anda sögu flokksins.  ESB umræða verður að vera lifandi og opin.  Efnahagslegt hrun hefur skapað hér óvissu um framtíð og sjálfstæði landsins.  Spurningunni um hvernig núverandi kynslóð ætlar að skila betra búi til sinna barna en tekið var við, er ósvarað.  Staða og framtíð Íslands í alþjóðasamfélaginu þegar hendi AGS sleppir er óviss. 

Stærsti stjórnmálaflokkur landsins verður að fara að taka af skarið og leiða umræðu og leit að svörum við krefjandi spurningum um hvernig við best stöndum vörð um sjálfstæði og fullveldi landsins.

ESB aðild getur hér skipt sköpum, en áður en við ákveðum að segja „já“ eða „nei“ er gott að gera sér sem besta grein fyrir því hvað muni felast í aðild og ekki síður hverjar verði líklegar afleiðingar af því að standa fyrir utan ESB.

Vonandi mun Sjálfstæðisflokkurinn bera gæfu til að geta tekið á þessu viðfangsefni af stillingu, yfirvegun og ró þar sem málefnaleg gagnrýni og opin umræða verði höfð að leiðarljósi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (48)

  • Kalli Sveinss

    Fylgist Andri Geir ekki með þjóðfélagsmálum ??
    Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkur þjóðarinnar sem tekið hefur ákveðna, eindrægna afstöðu gegn umsóknaraðild að ESB., skrímslinu.
    Stórt NEI !
    Þeim sé heiður !Vinstri-RAUÐIR hinsvegar svikið eitt sitt helgasta baráttumál fyrir 5 fallvalta ráðherrastóla.
    Þeim sé ævarandi skömm !
    Á Evrópuþinginu eru 751 þingsæti.
    Ísland fengi 6 sæti
    Jafngildir 0,45% atkvæðavægi !
    Fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, Össur „kallinn“ fullyrðir að innan ESB., fengi Ísland MIKIÐ VÆGI !
    Skömm þeim sem stóðu að “ 17.júní umsókninni“.
    Minni loks á orð Evrópuþingmannsins Nigel Farge þann 8.07.10. Orðrétt sagði Farge.:
    “ FISKVEIÐISTEFNA ESB., nær einfaldlega jafnt til ALLRA aðildarlandanna, og er skilgreind sem SAMEIGINLEG AUÐLIND sem öll ríki ESB.m, eiga JAFNAN AÐGANG AÐ.“
    Ofangreint er kjarni málsins gagnvart okkar þjóð. Flest annað HISMI í samanburði.
    Til hvers börðumst við harðri baráttu fyrir okkar 200 mílna FISKVEIÐILÖGSÖGU ?
    Sem betur fer hefur 70% þjóðarinnar séð ljósið !

  • Svartálfur

    Ég held varla að veiðiheimildir verði gerðar upptækar frá íslenskum fyrirtækjum og endurúthlutað. Hollenskar útgerðir halda þeim kvóta sem þær ráða yfir – veit ekki af hverju annað ætti að gilda um íslenskar.

    Nigel Farge er held ég ekki áreiðanlegasta heimildin um hvernig okkur muni vegna í Evrópusambandinu.

    En ef 70% þjóðarinnar eru eindregnir andstæðingar aðildar og ekkert gott kemur út úr samningaviðræðum þá verður þetta bara fellt.

    Skil ekki vandamálið. Evrópusambandið tekur þátt í kostnaði við umsóknarferlið og viðurkennir þar með að það sé dýrt og ósanngjarnt að umsækjandi greiði allan kostnað.

  • Leifur Björnsson

    Sjálfstæðissflokkurinn er ekki stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar .
    Samfylkinginn hefur 20 þingmenn á alþingi Sjálfstæðissflokkurinn ekki nema 16 mikilvægt er að fara rétt með staðreyndir Andri Geir.

    Síðasti landsfundur staðfesti að Sjálfstæðissflokkurinn er hægriöfga flokkur stjórnað af náhirð Davíðs Oddsonar miklu líklegra er að hann fari ofan í 10 til 15 % fylgi í framtíðinni en að hann veiti skynsamlega forystu í einhverjum málun .
    Líklegast er að þau öfl í flokknum sem eru hófsöm og hefur hálfpartinn verið vísað á dyr af harðlínuöflunum stofni nýja hófsaman evrópusinnaðan hægri flokk eða gangi til liðs við Samfylkingunna en hina skynsömu evrópusinnuðu miðju er hvergi annars staðar finna í augnablikinu.

    Það eru meiri líkur á því Andri að þér takist að kristna Talibana en að þú fáir Sjálfstæðissflokkinn til að veita vitræna forystu í einhverjum málun.

  • Sigþór J. Guðm.

    Eitt skil ég ekki (og reyndar margt annað ekki heldur): ef að ESB getur úthlutað öðrum aðildaríkjum sínum kvóta í kringum Ísland er þá ekki lógískt að Ísland fái kvóta á svæðum annarra landa í ESB? Varla yrði þetta einstefna ef landið gengi inn í þennan klúbb? Og ef fiskistofnar þar ytra eru það laskaðir að ekki sé hægt að auka veiðar á þeim þá hlýtur að vera hægt að semja um að við fáum aðgang að einhverjum öðrum auðlindum t.d. hjá Þjóðverjum eða Frökkum?
    Ég meina, þetta er það sem er í gangi er það ekki? ESB er að rífa til sín auðlindir og deila þeim niður á aðildaríki sín? Amk hljómar það svoleiðis hjá sumum.

  • Lux Perpetua

    Er ekki skynsamleg leið fyrir evrópusinnaða Sjálfstæðismenn að mynda einfaldlega kosningabandalag Evrópusinna með Samfylkingunni í næstu kosningum?

    Þannig bandalag yrði örugglega stærsti þingflokkurinn, með 24-28 þingmenn, þar af gætu 4-6 komið úr röðum þessa (miklu) skárri arms Sjálfstæðisflokksins?

  • Andrés Björgvin Böðvarsson

    Fanatískustu andstæðingar ESB, á borð við Kalla Sveinss hér að ofan, virðast líta svo á að ESB yrði mikið í mun að hrekja okkur úr sambandinu um leið og við kæmumst inní það með því að reyna að stela öllum fiskinum okkar og valta yfir hagsmuni okkar á öðrum sviðum í krafti atkvæðavægis. Kalli er gott dæmi um hvers vegna samfélagið þarf á upplýstri umræðu um ESB að halda. Ef 70% þjóðarinnar er á móti ESB hvers vegna vilja andstæðingar ESB ekki að Íslendingar kjósi um málið? Óttast þeir að með upplýstri umræðu kynni stór hluti þjóðarinnar að skipta um skoðun?

  • Þorsteinn M. Vigfússon

    Kalli Sveins hefur mikið til sín máls.

    Skil vel að þjóðin vilji ekki að lykiliðnaði þjóðarinnar, sjávarútveginum, verði stjórnað af kommissörum í Brussel sem varla þekkja haus né sporð á Íslenskum sjávarútvegi.

    Innan ESB er sjávarútvegur ekki skilgreindur sem sérstakur iðnaður, heldu fellur hann undir landbúnaðarmál og þar undir málaflokkinn „umhverfismál“.

    Flestir fiskistofnar innan ESB eru ofnýtittir skv. sjávarútvegsstefnu ESB. Það mun því yfir eitt ganga með sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sem Ísland þar að gangast undir, að úthlutanir veiðiheimilda við Ísland verðar byggðar á þeim rökum að allir stofnar séu ofnýttir innan ESB, og því þurfi líka að takmarka verulega veiðar við Íslandsstrendur af þeim ástæðum, þó svo að Hafró komist að annarri niðurstöðu skv. útreikningum sínum.

    Svo er ég með eina spurningu til ESB sinna (og reyndar ESB-andstæðinga líka):

    Olli Rehn fyrrverandi stækkunarstjóri ESB, sagði í nóv. 2008, að Ísland yrði mikill fengur fyrir ESB.

    Hvað átti maðurinn við með þessum orðum sínum?

    A. Að ESB liti á Ísland eins og hvern annan ránsfeng, sem ESB ætlaði að nýta sér?

    B. Að Ísland væri svo frábært að við ættum endilega að koma í ESB.

    Getið þið svarað þessu?

    Og annað: Af hverju ætti ESB að vilja okkur í ESB yfir höfuð?

    Hvað er það sem gerir okkur eftirsóknarverð í augum ESB?

    ESB er varla að vilja okkar inn af hreinni góðsemi.

    Ég veit ekki til þess að ESB séu einhver sérstök góðgerðarsamtök.

    Gott væri að ef einhver gæti svarað þessum vangaveltum mínum. Amk. ættu þið þessir áköfustu ESB-sinnar að hafa svör við þessum spurningum mínum.

  • Það er marg búið að svara þessu spurningum þínum Þorsteinn M. Þú vilt hinsvegar alls ekki hluta.

    Það væri kannski rétt fyrir þig að koma með erlenda textann af því sem Olli Rehn hafði að segja um þátttöku Íslands. Þessi túlkun þín er afar sérstök.

    Auðvitað er ESB ekki góðgerðarsamtök. Hvað kemur þér til að halda það?

    Það er ekki bara við sem þurfum að samþykkja samning ef af verður. ESB þjóðirnar verða að gera það líka – og það er ekkert gefið að það gerist.

    Ekki vera alltaf að spyrja sömu spurninganna ef þú hefur engan áhuga á að hlusta á svörin.

  • Jónas Tryggvi

    Rólegur Kalli Sveinss – sameiginlega fiskveiðistefna evrópusambandsins tryggir bara sameiginlegan aðgang að semeiginlegum auðlindum, eða þeim auðlindum sem tvö aðildarríki deila. Hér er fiskurinn okkar staðbundin auðlind sem við deilum með engum – og marg oft komið fram að við munum ein fá úthlutað kvótanum við Íslandsstrendur.

    Hættið þessum upphlaupum og upphrópunum, leyfið fólkinu að tala um kosti og galla aðildar án þess að festast í þessu fari að hér sé um landráðamenn að ræða sem vilja landinu allt vont – afhverju ætti fólk að vilja ganga í ESB ef allt sem þið haldið fram væri satt?.. þótt það væri bara hluti af því.

  • Hvers konar fábjánar eru ennþá á því að ESB sé eitthvað fyrir okkur??

    Hvað í andskotanum er málið?? Þarf að stafa þetta ofan í ykkur?

    Það eru STÓRFYRIRTÆKIN sem vilja komast í fiskinn, ekki ESB sjálft.

    Svona eins og fyrirtæki reddar pening í kosningarsjóð þingmanns, bara á miklu stærri skala.

    HAFIÐ ÞIÐ HEYRT UM MAGMA??? Ja… fyrir utan að þessi skítaríkisstjórn er nú bara að lána þeim mest af þessari upphæð.

    Að kalla þetta eitthvað annað en AÐLÖGUNARSAMNING ÍSLANDS AÐ ESB er annað hvort hrokalygi eða hrein heimska. Hvernig í andskotanum dettur ykkur í hug að við séu svo geggjuð og frábær að OKKAR samningur mun bara vera ALLT ALLT ÖÐRUVÍSI en allir aðrir álíka samningar?!?

    Við fáum engar undanþágur nema í besta falli litlar og tímabundnar. THAT´S IT!! Reynið að troða því í heilann á ykkur!!

    Fyrir utan hið meinta „lýðræði“ sem á að fyrirfinnast í ESB. Einn stór brandari.
    Ef ég hitti eða heyri í manneskju sem heldur því fram að fullveldi og sjálfstæði Íslands muni AUKAST við inngöngu, þá hef ég varann á henni. Hún gengur einfaldlega ekki heil til skógar.

    Er til betri skilgreining á FREKJU en framgangur Samfylkingarinnar í þessu trúarofstækis-ESB máli þeirra??

    Það er ekki hægt að velja verri hrokafyllri ríkisstjórn en þessa. Ég hata hana og bið Guð um almenna uppreisn svo það sé hægt að moka þessu flór út úr Alþingishúsinu.
    Ég hef aldrei kosið x-d, og mun aldrei, en ef valið væri bara á milli x-d og samspillingarinnar, þá væri það ekkert val. ALLT annað en þessa geðsjúklinga. Landráðapakk af gáleysi og heimsku, ef ekki eitthvað verra.

  • @Jónas Tryggvi

    Það er bara einfaldlega tíminn til að láta heyra í sér. Þið fljótið sofandi að feigðarósi og látið eins og það sé bara bull þegar einhver bendir á sannleikann.

    Hvað í andskotanum veist þú um framtíðarþróun ESB? Ekki skítabaun í bala. Talaðu við Englendinga sem kusu síðast um að taka þátt í „the common market“ 1975. Það var það síðasta sem þeir krossuðu við.

    Fólk vill ganga í ESB því það er annað hvort heimskt eða heilaþvegið, eða bæði. Fólk sem hefur ekki hugsað sjálfstæða hugsun alla sína ævi og lepur upp vitleysuna úr geðsjúklingunum í samspillingunni.

  • Alltaf jafn gott og skýrt dæmi um hrokann í Samspillingunni. Eru með aðild að ESB. ESB er svo frábært og hitt og þetta og svo framvegis…

    …en ef einhver er á annari skoðun, þá er sá hinn sami bara rugludallur því SAMNINGURINN liggur ekki fyrir!!!

    Þarf virkilega að stafa hlutina ofan í ykkur? Er ég að skrifast á við menntskælingja og aðra unglinga???

  • Jón Skafti Gestsson

    úff maður vorkennir bara fólki eins og þessum palla hérna.
    Haltu áfram að halda úti góðu bloggi Andri. Bestu þakkir fyrir góð skrif í gegnum tíðina.

  • Einar Jónsson

    palli,
    það er alltaf ánægjulegt að sjá svona málefnalega, rökfasta og hófstillta framsetningu í skoðanaskiptum….

  • Þorsteinn M. Vigfússon

    Sæll frimmi.

    Nei, þessum spurningum mínum hefur nefnilega aldrei verið savarð almennilega nema sama stíl og þú svarar, þ.e. menn hafa færst undan að svara mér beint.

    Spurningar mínar eru því enn opnar, hvort sem um er að ræða nýja lesendur eða gamla.

    frimmi, ég var heldur ekki að túlka neitt, setti þetta bara fram sem hugsanlegar skýringar sem mönnum er frjálst að svara eða túlka á annnan hátt.

    frimmi;
    Þessi spurning mín virðist hinsvegar fara askaplega í taugarnar á þér. Blessaður vertu ekki svona taugatrektur út af þessu.
    Svaraða bara málefnanlega og þið hin líka.

    Spurningar mínar eru því enn opnar og ég vænti vitrænna svara, ekki ergilegra viðbragða eins frá þessum frimma, (eða kannski krimma, eða hvað hann nú heitir þessi ágæti maður).

  • væl væl, er það ný lífreynsla að vorkenna öðrum en sjálfum sér? Djöfull eru þetta samspillingar-hrokapakk óþolandi.

    Vorkenni hálfvitum sem halda að þeir séu eitthvað annað en hálfvitar. Það eru jú til hálfvitar, alvöru hálfvitar í þessum heimi, ekki satt? Ég er að meina þá, ekki bara fúkyrði heldur alvöru hálfvitar. Hálfvitarnir eiga það allir sameiginlega að vilja ganga á hönd ESB, helst án frekar „tafa“.

    Fyrr mun ég dauður liggja. Ég er til í málefnalega umræðu. Þið samspillingar-rollur getið flett því upp í orðabók hvað „málefnaleg umræða“ þýðir. (Það þýðir t.d. ekki að fara að skæla og benda putta á sjálfstæðisflokkinn, og það þýðir ekki að væla um einhvern aðlögunarsamning sem á að opna fyrir dyr leyndardómanna um hvað esb er í raun og veru!!!! Því enginn ykkar hefur vit til að leita sér upplýsinga um þetta framandi fyrirbæri úr öðru stjörnukerfi)

    Hálfvitar!

  • Þorsteinn M. Vigfússon

    Þið hin hérna,

    palli hefur mikið til síns máls. Ekki vera svona ergileg yfir skoðunum hans.

    Að vera pirraður og reiður er dæmigert fyrir Samfylkingarfólk sem vill forðast rökræður og svara áleitnum spurningum af einhverju viti.

  • Einar Jónsson og aðrir

    EKKI VERA AÐ TALA UM AÐ VERA MÁLEFNALEGIR ÞEGAR ESB-AÐILDAR PAKKI SKILUR EKKI EINU SINNI HVAÐ ÞAÐ ÞÝÐIR!!!

    HEFUR EINHVER YKKAR KYNNT YKKUR „LÝÐRÆÐIГ Í ESB??

    Ég kalla hálfvita hálfvita. Ég þykist ekki vera í einhverjum málefnalegum umræðum við ykkur hálfvitana, ég er bara að fá útrás fyrir þessari botnlausu heimsku.

    Ég endurtek: Hvers vegna er Samspillingin svona rosalega með aðild en segir síðan gagnrýnisröddum að þegja bara og bíða eftir þessum samning, eins og hann geti nokkurn tímann breytt eðli ESB á nokkurn hátt.

    Helvítis Fokking Fokk!!!!! Ég vil uppreisn!!! Gegn þessu landráðapakki á Alþingi… niður með alla þessa helvítis flokka og helvítis þingmenn og konur. Þetta er mest allt sjálfsupphafið pakk sem hugsar um það eitt að maka krókinn en líta samt nóguvel út og saklaust að það sé hægt að plata ykkur í næstu kosningum

    …en nei, setjumst niður og fáum okkur kaffi, og pælum aðeins í áróðrinum sem vellur upp úr þessu liði. Þá erum við svo virðingaverðir og flottir.

    Afsakið á meðan ég ÆLI!!

  • Guðbjörn

    ESB er eina von þessarar þjóðar. Því fyrr sem menn átta sig á því því betra
    Hlustið á þá Íslendinga í þjóðmálaumræðunni sem erum með hæsta „æ kjúið“.
    Nú gildir einungis að fá sem hagstæðastan samning.
    Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að grafa sína eigin gröf.
    Það er að „prófílerast“ á og nei fylking í landinu sem mun dóminera alla stjórnmálaumræðu hér næstu 10-15 ár.

  • Ef þessi aumasta ríkisstjórn Íslandssögunnar hefði verið við völd í Þorskastríðunum, þá væri fiskveiðifloti landsins í dag í mesta falli nokkrar trillur.

    Án gríns!

  • Giuseppe Stardust

    „palli“:

    Sýndu okkur ef þú getur málefnalega umræðu af þinni hálfu, hef ekki séð hana enn þá.

    Þetta „hálfvita“ tal þitt er svo auðvitað frekleg móðgun við andlega þroskaheft eða andlega seinþroska fólk. Það á allra síst skilið að það sé stöðugt dregið í svaðið í ruddalegu líkingamáli.

    Sjálfur ertu greinilega alvarlega skertur hvað dómgreind og rökhæfni snertir og ættir því að „ganga hægt um gleðinnar dyr“…

  • HAHAHAHAHHA

    Guðbjörn er alveg gullsígildi. Er hægt að segja eitthvað hálfvitalegra en þetta?????? Og um leið sýna og sanna það sem ég er að æpa yfir ykkur????

    „Hlustið á þá Íslendinga í þjóðmálaumræðunni sem erum með hæsta „æ kjúið“.“

    HAHAHAAA Það er greinilega ekki Guðbjörn!!!

    HÁLFVITAR!!

    Guðbjörn.. ég myndi reyna að skoða málin sjálfur og prófa sjálfstæða hugsun. Þessir „snillingar“ sem þú talar um eru alveg jafn ólíkir og ósammála og við hin hundvitlausu.
    Reyndar er þetta ekkert flókið ef þú hefur yfirleitt öðlast sjálfstæða hugsun, sama á hvaða IQ-leveli hún er.

    Hitler var mjög greindur maður, og hann komst til valda í almenningskosningum. Hefðir þú fylgt honum að máli ef aðstæður væru aðrar?

    Hitler sagði líka: „What great fortune for those in power, that the people do not think.“
    …held hann hafi verið að tala um fólk eins og þig Guðbjörn. Málið er að maður þarf ekki að vera snillingur til að hugsa.
    Regla númer eitt: ALDREI trúa að óreyndu orðum sem koma upp úr stjórnmálafólki. ALDREI. Gerðu ráð fyrir því að það sé lygi uns annað er sannað.
    Regla númer tvö: Leitaðu þér sjálfur upplýsinga. Internetið er þarna úti, bíðandi eftir þér. Bara Googla orð og leita áfram.

    Heilinn í okkur er nefnilega dáldið eins og vöðvi. Use it or lose it.

  • @Stardust

    Voðalega ert þú upp á háum hesti. Gagnrýnir mig fyrir að kalla ykkur hálfvita og endar svo á:
    „Sjálfur ertu greinilega alvarlega skertur hvað dómgreind og rökhæfni snertir og ættir því að „ganga hægt um gleðinnar dyr“…“

    Þetta var t.d. mjög hálfvitalega skrifað af þér. Hvernig getur þú annars „greint“ mína dómgreind og rökhæfni, þegar ég er nýbúinn að segja að ég er ekki í neinni „rökræðu“ við ykkur. Það er tilgangslaust. Þið eruð með ykkar biluðu plötu um ágæti ESB, við hin erum með betri plötur.

    ..og af hverju ertu að blanda andlega þroskaheft og seinþroska í málið? Ég er ekki að tala um þau ágætisgrey, heldur ykkur sem haldið að þið séuð með mikið skárri vitsumi.

    Þú ert vitrænn hálfviti, málefnalega séð.

  • Fyrir þá sem yfirleitt hafa áhuga á að kynna sér ESB þá er þessi gamla heimildarmynd ágæt sem slík:

    http://video.google.com/googleplayer.swf?docid=2699800300274168460&autoPlay=true&playerMode=embedded

    Segir mest allt sem segja þarf. E

    Ekki nenni ég að stafa þetta ofan í ykkur, og þið flest eigið örugglega eftir að æpa „samsæri“ eða eitthvað álíka gáfulegt, svona á meðan þið pissið í buxurnar, vælið og skælið og bendið putta á Davíð Oddson.

  • Lux Perpetua

    …og þú ert málefnalegur hálviti, vitrænt séð…

    Ég sagði reyndar ekkert um ESB, og þá veistu varla mína afstöðu til þess félagsskapar???

    Ég var aðeins að gagnrýna ritstílinn þinn, sem aldrei mun verða þér eða þínum skoðunum til nokkurs framdráttar. 🙂

  • Var reyndar ekki að svara þér beint Perpetua, en jú, þú flokkast líka sem slíkur þegar þú segir:

    „ESB-sinnar allra flokka sameinumst í næstu kosningum, og þá kanski getum við fengið okkar átrúnaðar-áætlun í gegn á móti stórum hluta þjóðarinnar“

    ….og sagðirðu ekkert um ESB? Þú vilt sem sagt eitthvað svona í gang fyrir næstu kosningar… esb-sinnar sameinaðir eða álíka… en þú ert samt ekki með neina afstöðu til málsins??

    Týpískt fyrir litla sál sem fylgir leiðtoganum út yfir gröf og dauða, án þess nokkurn tíman að pæla í því sjálf/ur. Týpísk samspillingar-rolla.

    …en okey.. get ekki kalla þið málefnalegan hálfvita af fyrirliggjandi gögnum… aðeins esb-rollu.

    Happy?

    Þín rökfesta mun aldrei verða þér né þínum skoðunum til nokkurs framdráttar, greinilega 😉

  • Valinkunnur

    @palli // 23.7 2010 kl. 17:00

    Ég giska á að „stardust“ og „perpetua“ sé einn og hinn sami að tröllast í þér og hafi ruglast á eigin grímubúningum.

  • Gæti verið en skrifað undir Perpetua vel fyrir ofan, um einhvern esb-sinna draum fyrir næstu kosningar.

    Álíka líklegt og að Ísland gangi í ESB.

  • Andri Haraldsson

    ESB sinnar ættu að óska þess að @palli verði málsvari andstæðinga umsóknar.

    Það er oft mikilvægara fyrir þá sem tala fyrir málstað að þeir sem tali gegn honum séu eins og naut í flagi. Það eru einhverjir, en þó færri en hitt, sem fylgja hamstola fólki að málum.

    Takk annars Andri Geir fyrir bloggið. Ég veit enn ekki hvar mín skoðun liggur, enda ekki nægjanlegar marktækar upplýsingar fyrir hendi með eða móti aðild ennþá.

    En það er rétt hjá þér held ég að „null hypothesis“ núna er aðild að ESB, og einungis ef staðreyndir fást til að afsanna „null hypothesis“ ættum við að kasta þeirri leið frá okkur. En það þýðir samt að allir flokkar ættu að leita að slíkum staðreyndum meðan tími er til. En á einhverjum tímapunkti þá verður fólk að skilja að það er ekki hægt að sanna fyrirfram að ESB sé besta leiðin fyrir landið. Það er bara hægt að afsanna að núverandi leið sé betri. Með tímanum mun sílétt buddan afsanna núverandi ástand.

  • Guðbjörn

    Palli minn
    Sumt er vel sagt úr þínum ranni og fróðlegt en passaðu orðfærið sem gerir auðveldlega menn marklausa.
    Norðmenn (og Svisslendingar)geta vel staðið fyrir utan ESB en því er og verður ekki til að dreyfa hjá Íslendingum. Þetta er búið spil fyrir nokkru síðan.
    Tími Þorsteins Pálssonar er heldur betur að renna upp. Þó hann hafi gert það endasleppt á sínum tíma í flokknum virðist hann ætla að skipa sér sæti með 2-4 áhrifamestu hugmynda- og stjórnmálaskörungum þessa þjóðar með yfirburða málflutningi síðustu misseri.
    Saga krónunar er hryllingssaga. Það má aldrei gleymast.

  • Já Guðbjörn, það er rétt. Mikið er skapið, enda hef ég engan áhuga á að vera eins og andlegur ikea-búðingur, eins og flest þetta esb-lið.

    Andri Haralds talar um skort á staðreyndum. Ég tala um skort á viti. Eins og sagt er þá er ESB ekki í öðru stjörnukerfi. Það þarf enga snilligáfu til að skoða ESB og hvað það þýðir í raun (svo ekki sé talað um framtíðina í þessu apparati).

    Þorsteinn Pálsson er á svipuðu leveli og Benedikt Jóhannesson. Báðir frammúrskarandi grunnhugsandi baunateljandi bjánar. Yfirburða málflutningi?? Ég hef varla heyrt málflutning, hvað þá meir, frá öllu þessu liði.

    Ef evran er á fallandi fæti… og hún átti jú að vera ástæða aðildar… hver er þá ástæðan hjá ykkur?? Er ástæða yfirleitt?? Fyrir utan að maður hættir ekkert við né skiptir um skoðun, eins og einhver grasasni! Hvað myndi fólk halda þá?!?

    Gott dæmu um veruleikafirringuna sem hefur tröllriðið þessu landi um árabil er sú hugmynd að yfirleitt setja krónuna á flot. Svona lítinn gjaldmiðil… á floti??? Mig skortir orð til að lýsa heimskunni!!
    …en líklegast hafið þið varla burði til að hugsa annað en boðað er að ofan.

    Að segja að við þurfum staðreyndirnar á borðið er líka pure-heimska. Þær blasa allar við.. ja nema smáatriði varðandi AÐLÖGUN Íslands að Evrópuríkinu… en nei… ef Össur yfirstrumpur segir eitthvað annað þá hefur það erkifífl alltaf rétt fyrir sér… er furða að ég kalla ykkur rollur??

    Þið ætlið að lympast niður eins og einhverjir þræla-aumingjar, og leyfa hnatt-peningaöflunum að ryðjast hérna inn og kaupa allt sem hægt er að kaupa á slikk..
    …því samspillingin er búin að troða ofan í kokið á ykkur áróðri um að við séum svo vonlaus og miklir aumingjar, getum ekki staðið ein.. verðum að vera í hópi „siðaðra þjóða“ og væl væl væl væl…

    Horfið þið í spegill þegar þið vælið, svo einhver hlusti á ykkur, eða komið þið saman og vælið í kór?
    Eruð þið fullkomlega heilaþvegnir??

    Við erum sjálfstæð fullvalda þjóð og þið viljið fleygja því út um gluggann eins og ekkert sé, til að sameinast verðandi Evrópuríkinu, þar sem öll völd verða tekin af okkur (fyrir utan smáatriði sem við getum ákveðið á Alþingi… vei!!), erlend stórfyrirtæki komast í auðlindirnar á meðan okkur er stýrt með fjarstýringu með reglurgerðarflóði frá Brussel.

    Hvað í helvítinu er málið með ykkur? Eruð þið algjörir fávitar?

    Allar undangengnar kynslóðir þessarar þjóðar munu snúa sér í gröfinni!
    Landnámsmennirnir hefðu aldrei getað ímynda sér að þjóð undan þeim myndi afsala sér völdum á jafn léttvægan hátt.
    Jón Sigurðsson myndi lemja ykkur í plokkfisk ef hann gæti!
    Þið viljið taka allt sem stendur undan þessari þjóð og setja það á eitthvað spilaborð, sem þið greinilega hafið ekki hundsvit á, og gleypið áróðurinn hráan eins og hann leggur sig.

    Megi skömm ykkar vera ævarandi.

  • Sem betur fer eruð þið í miklum minnihluta. Ekki að það lækki eitthvað hrokann í ykkur. Ó nei. Þið eruð svona andlegt samansafn af Georgum Bjarfreðarsynum.

    Það breytir engu hvað oft þið segið við sjálfa ykkur hvað þið hafir rétt fyrir ykkur, og hvað þið ætlið sko að koma Íslandi inn í ESB.
    Þið eruð í minnihluta. Það eru fleiri og fleiri að opna augun fyrir þessu öllu, nema auðvitað lið eins og þið.

    Þegar stórt feitt NEI kemur út úr þessu (þó ég voni að umsóknin verði bara dregin tilbaka. Þið getið kanski farið fram á þjóðaratkvæði um umsókn eða ekki (og ekki koma með „verðum að sjá samninginn“-gubbið aftur)), ..þegar NEI-ið er komið, þá er þetta búið. Ef þið ætlið að halda áfram þessum áróðri þrátt fyrir niðurlægjandi tap í kosningunum, þá fer maður bara að beita handafli. NEI þýðir NEI!

  • Ef ég man rétt þá gerði einn andstöðuaðili ESB um daginn merkilega skoðanakönnun. Hún sýndi vissulega meirihluta ESB-andstæðinga meðal þjóðarinnar.

    Hins vegar var meirihluti landsmanna HLYNNTUR ESB-aðild, ef yfirráð Íslendinga væru áfram tryggð yfir sjávarauðlindinni.

    Þetta segir okkur, að nei-ið verður auðveldlega að já-i, náist góður aðildarsamningur, sem tryggir okkur áframhaldandi yfirráð yfir fiskimiðunum.

    Það er auðvitað þetta sem ESB-andstæðingar óttast, að það náist svo góður aðildarsamningur, að aðild verði samþykkt.

    Þeir gætu haft gilda ástæðu til að vera hræddir.

    Þess vegna geta þeir,flestir, ekki beitt neinum skynsemisrökum gegn ESB-aðild. Aðeins froðufellt, „farið í manninn“, ekki málefnið, og talað á uppskrúfuðum tilfinninnganótum.

    Köld hugsun, rökhyggja og skynsemi leiða nefnilega aðeins til þeirrar niðursstöðu að ESB-aðild sé það eina rétta fyrir Íslendinga á næstu árum. Sem fyrst.

  • @Spinoza

    Það lýsir þinni vankunnáttu og heimsku best að yfirleitt halda að við höfum yfirráð yfir nokkru. Við fáum svona heimastjórnunar-dæmi fyrir staðbundna stofan (sem gæti breyst whenever og hvað ætlar þú að gera þá??)

    Erlend stórfyrirtæki mynu sópa inn peningum og kaupa upp stóran hlut af sjávarútvegnum.
    Það nákvæmlega sama gerðist í Bretlandi og þeir fóru með málið fyrir dómstóla, og skíttöpuðu. Aðallega spænsk stórútgerðir ruddust inn á bresk mið, og sjáið síðan árangurinn. Fiskurinn er horfinn… og þótt hann væri til staðar þá græða ekki Bretar á honum heldur ríkir Spánverjar.

    Ég held að það sé ekki mikið að stóla á hvað þig manst eftir og ekki. Þú sýnir og sannar að „köld rökhugsun, rökhyggja og skynsemi“ sé ekki alveg þín sterkasta hlið, en hey… þú ert á meðal jafningja í esb-hjörðinni.

    Sem betur fer eru fávitar eins og þið í miklum minnihluta, og haldið þið virkilega að þið getið sópað „lýðræðinu“ í ESB undir teppið. Þið vitið væntanlega ekki einu sinni sjálf um hvað þið eruð að tala, búið að mata ykkur af öllu sem þarf til heilaþvottar.

    Já og er ég núna froðufellandi?? …og þú ferð ekkert „í manninn“.

    Hvernig er þetta hægt? Þið segið eitthvað og svo skjótið þið ykkur í fótinn í næstu, jafnvel sömu setningu!! Það þarf yfirburða heimsku til þessa!!

    ..og „ekki talað um málefnið“??? MARGUR HELDUR MIG SIG!!! Ertu fokking þroskahefur?? Það eru ESB-sinnar sem geta ekki talað málefnalega og fara alltaf í manninn. Þið hafið komið þessari tækni í nýjar hæðir!!
    …og áróður er ekki málefni, by the way. Málefni er ekki að endurtaka möntruna sína aftur og aftur.

    Hefurðu eitthvað til málanna að leggja? Ég hef fært fram nokkur málefni, t.d. „lýðræðið“ í ESB. Hvað finnst þér um það? Hefðurðu eitthvað skoðað það almennilega? Nei, hélt ekki. (..og ekki koma með áróðurs-setningu til að svara mér og „keep face“)

    „uppskrúfuðum“? Uppskrúfaður! Þú ert uppskrúfaður!! ESB-sinnar eru uppskrúfaðir hálfvitar!

    Það er ekki nóg að segjast tala málefnalega, asshole.. þú þarft að gera aðeins meira en að segjast gera það, þú þarft að gera það.

    Ég get talað málefnalega, annað en þú, en eins og ég segi þá er það tilgangslaust. Þið getið ekki talað um þetta. Þið eruð svo langt úti á túni að þið eruð komnir í aðra heimsálfu. Ég er bara að hrauna yfir heimskuna og heilaþvottinn í ykkur, og takk fyrir að sýna nákvæmlega hvað ég á við.

    Það þarft greinilega ekkert I.Q.-próf til að vera ESB-rolla.

  • „Er ekki skynsamleg leið fyrir evrópusinnaða Sjálfstæðismenn að mynda einfaldlega kosningabandalag Evrópusinna með Samfylkingunni í næstu kosningum?“

    Við fyrstu sýn líst mér fantavel á þessa hugmynd hjá Lux Perpetua kl. 13:38 – eða er það Giuseppe Stardust? … he he, skiptir ekki máli úr hvaða barka góðar hugmyndir koma. 😉

  • Guðbjörn

    Auðvitað er þetta rakin leið Systa.
    Vandamálið við hana er einungis sú ramma taug sem rekka dregur heim í Sjálfstæðisflokinn sem á jú að draga vagninn í þessari umræðu eins og sannur frjálslyndur hægriflokkur. Það er mörgum þ.m.t mér verulega sárt að yfirgefa flokk sem forfeðurnir tilheyrðu. Sjáðu Þorstein og Benedikt og ræturnar sem þeir hafa í flokknum. Þetta er alls ekki einfalt mál.

  • Hafið þið heyrt um persónukosningar og beint lýðræði?

    Ykkur er smalað í réttirnar þar sem þið básúnið um ykkar sjálfstæðu flokkahugsjónir, sem by the way eru ekki lengur til.

    I rest my case.

    PS – Ég held með Liverpool.

  • @Spinoza
    „Köld hugsun, rökhyggja og skynsemi leiða nefnilega aðeins til þeirrar niðursstöðu að ESB-aðild sé það eina rétta fyrir Íslendinga á næstu árum. Sem fyrst.“

    …og það án þess að hafa séð svokallaðan „samning“?

    Ef útlendingar fá heimild til að eignas allt að 100% í Íslenskum útgerðum eftir inngöngu í ESB þá skiptir engu hver er með „yfirráð“ yfir auðlindinni.

    Það virðist almenn skoðun ESB sinna að það sé hægt að taka eindregna afstöðu með því að ganga í ESB en það sé ómögulegt að taka afstöðu gegn ESB AF ÞVÍ að við eigum eftir að sjá samninginn, þessi skoðun virðist vera rauði þráðurinn í skrifum Andra þ.e það er hægt að ákveða að ESB aðild sé best fyrir okkur en ef þú ert á móti þá verður að fara fram „málefnaleg gagnrýni og opin umræða“.

  • Íslendingurinn

    @Guðbjörn // 23.7 2010 kl. 19:48

    Ég fékk sjálfstæðishugsunina með móðurmjólkinni og afi minn er einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins, ég er viss um að allt þetta landsölutal ESB-sinna sé búið að snúa honum marga hringi í gröfinni, eitt sem þessir gömlu hugsjónamenn höfðu, sem stofnuðu flokkinn, var einmitt sjálfstæði landsins, það var alltaf áréttað í mínum ungdóm að aldrei yrði ástandið svo aumt að þjóðin þyrfti að framselja sjálfstæði sitt á einn eða annan hátt aftur.

    Fyrir mér virðist sem þú hafir verið í Sjálfstæðisflokknum af röngum forsendum og mér finnst þínar ESB innlimun og landsölutal bara móðgun við sjálfstæða Íslendinga.

  • Guðbjörn

    Hægri flokkar á Vesturlöndum hafi alla tíð verið leiðandi afl og mótað þar varnar- og ríkjabandalög.
    Sterkir hagsmunahópar eru hins vegar á góðri leið með að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn. Orðræða og consensus finnst ekki í þeirra orðabók.
    Síðan eltir flokksforystan LÍÚ-hópinn og gamla framsóknar-íhaldið í flokknum. Þvert á eigin sannfæringu og uppsker svefntruflanir og óyndi.

  • Úlfar Bragason

    Ágætt innlegg – nema sú villa að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkur landsins, það er hann ekki lengur, a.m.k. ekki á alþingi!

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Úlfar,
    Stærð flokkanna er jú alltaf matsatriði sérstaklega í þeim pólitíska ólgusjó sem við erum í. Fjöldi alþingismanna segir auðvita sitt en er meira mat á stærð flokkanna á þeim degi er kosningar fóru fram en síðan hefur margt breyst.

    Hið undarlega ástand sem ríkir á Íslandi er að hér er enginn stjórnmálaflokkur hægra megin við miðju sem leiðir ESB umræðuna.

    Svo er það skilgreiningin á fullvalda og sjálfstæðu ríki. Er efnahagslegt sjálfstæði ekki hluti af sjálfstæð þjóða? Er Ísland „sjálfstæðara“ en t.d. Danmörk af því Danir eru í ESB þó að Ísland sé í gjörgæslu AGS og hafi hvorki alþjóðlega viðurkenndan gjaldmiðil eða aðgang að fjármálamörkuðum? Mun þetta allt reddast þegar AGS fer?

    Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að innganga inn í ESB sé okkar besta leið til að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands.

    Þetta ætti að vera hin nýja sjálfstæðisbarátta Sjálfstæðisflokksins.

    Við fáum hins vegar ekki svar við þessari spurningu fyrr en eftir 30-50 ár!

  • „Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að innganga inn í ESB sé okkar besta leið til að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands.“

    Þurftirðu að fara í aðgerð þar sem stór hluti af heilanum á þér var numinn brott til að komast að jafn heimskulegri niðurstöðu, eða fæddistu bara svona heimskur?

  • Guðbjörn

    „Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að innganga inn í ESB sé okkar besta leið til að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands.“

    Þetta er auðvitað heila málið og það sem umræðan næstu misseri verður að snúast um.

  • Palli heldur því greinilega fram að allar þær þjóðir sem á undan okkur hafa gengið í ESB séu vitskertar, sbr þennan málflutning => ,,Ég tala um skort á viti. Eins og sagt er þá er ESB ekki í öðru stjörnukerfi. Það þarf enga snilligáfu til að skoða ESB og hvað það þýðir í raun (svo ekki sé talað um framtíðina í þessu apparati)“. Svona málflutningur er ekki þess virði að vera svarað. Reyndar er það fínt að svona sé í gangi, því þessi málflutningur hlýtur að snúa hörðustu ESB andstæðingum til aðildar.

  • Isla Bonita

    „palli“ er AUGLJÓSLEGA á háum launum frá Brüssel við að eyðileggja málstað ESB-andstæðinga með því að sýna fram svoleiðis fólk sé vangefið og innræktað lágstéttarlið með ofgnótt af genum Neanderthals-manna.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Saga annarra þjóða ætti að vera okkur víti til varna. Saga Nýfundnalands og Cook eyja á síðustu öld er ein sorgarsaga smáríkja sem misstu sjálfstæði sitt eftir skuldavanda. Þessi lönd áttu ekkert ESB val. Við höfum tækifæri sem þessar þjóðir höfðu ekki. Líkurnar að við endum eins og Nýfundnaland eru ekki núll. Það væri heimsulegt og óábyrgt að skoða ESB möguleikann ekki vel. Ef ekki okkar vegna, þá ber okkur að gera það fyrir hönd næstu kynslóðar.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Palli,
    Hvers vegna í ósköpunum skrifar þú ekki undir fullu nafni. Orðbrag þitt er fyrir neðan allar hellur. Ég er ekki hrifinn af því að ritskoða mína síðu og banna fólk en ég verð að virða velsæmismörk.

    Það er í besta lagi að þú hafir aðrar skoðanir en ég, en ég bið þig vinsamlegast að skrifa á málefnalegum grunni og vanda þitt orðaval.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur