Föstudagur 23.07.2010 - 00:08 - 14 ummæli

Ég og hin heila brú hjá AMX

Hinn mikli veraldarvefur AMX heldur því fram að ekki sé heil brú í mínum ESB málflutningi.  Þegar maður er kominn á radarskjá hjá fuglahvísli AMX er maður farinn að stuða Sjálfstæðisflokkinn og hans heilögu þrenningu.  En hver stendur flokknum nær,  AMX eða ég?   

Friðrik Eggerz frá Ballará og síðar Akureyjum var afi Sigurðar Eggerz fyrrum forsætisráðherra og stofnanda Sjálfstæðisflokksins og Friðrik var langalangafi minn.  Jón Magnússon forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn var giftur afasystur minni Þóru Jónsdóttur.   Faðir minn var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins.   Ég er því kominn af einhverjum mestu íhaldsættum Íslands.   Svo lengi sem ég man hafa allir í minni ætt kosið Sjálfstæðisflokkinn.   Frænkan mín Svava Brands verslaði aldrei við KRON eða Sambandið.  Þannig var ég alinn upp.

Ef ég er farinn að agitera fyrir ESB þá skil ég vel að AMX vefurinn sé farinn að panikera.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

 • Það má líka segja að þegar maður er kominn á radarskjá hjá fuglahvísli AMX þá er maður að gera eitthvað rétt 😉

 • Ég er líka búinn að lenda á listanum hjá þeim. Það gerðist í fyrra þegar sótt var um ESB aðild Íslands. Það mun örugglega gerast aftur að ég lendi á listanum hjá innsta kjarna sjálfstæðisflokksins.

  Enda er ég mjög öflugur í því að kynna ESB með réttum upplýsingum, þó svo að þær kynningar mínar fari hljótt. Þá eiga þær sér engu að síður stað, og hafa áhrif.

  Þeir sem vilja kynna sér málflutning minn um ESB geta gert það hérna á facebook, og síðan á bloggsíðunni minni.

  http://www.facebook.com/group.php?gid=201844374530

  (Ég afsaka þessa „auglýsingu“.)

 • Já, blessaður vertu, það eru allir að panikera yfir þínum skoðunum.

  Það er eins gott að þú ert ekki sjálfhverfur uppskafningur sem ofmetur sjálfan sig.

 • Svava Brands – hétu foreldrar hennar Þór og Elísabet.

  Þú ert sem sagt vel ættaður, en með „slæmar“skoðanir. Ekki góð blanda fyrir fuglahvíslara

 • Brottfluttur

  Ef þú rekur ættir þeirra á AMX er sennilega stutt í Neanderthal, nema þeir séu sjálfir af því kyni.

 • Persónulega finnst mér augljóst að það er Friðbjörn Orri, ritstjóri AMX, sem skrifar þessi fuglahvísl.

  Þannig má benda á að hann er mikið að velta fyrir sér hvaða flugleyfi Ómar Ragnarsson hefur (Friðbjörn er flugmaður) og þá pípa fuglarnir í dag að ekkert ofbeldi sé fólgið í vændi (Mikið áhugaefni Friðbjörns).

  Hann Friðbjörn verður náttúrulega að eiga það við sjálfan sig hvaða orðspor hann vill byggja upp.

 • Svartálfur

  Það er hrós ef manni er hallmælt á AMX.

 • Er svar þitt við fuglahvísli AMX að rekja ættir þínar?

  Hvernig væri að útskýra frekar?

 • Björn Kristinsson

  Sæll Andri,

  Ætla mér ekki að blanda mér í þessa umræðu. Veit að þetta er ótengt þessum þræði en efni fréttarinnar sýnir allavega klárlega vandann sem Ísland er í. Ég er nokk viss um að Landsmenn geri sér ekki allir grein fyrir þeim vanda sem ríkið þarf að kljást við:

  http://www.vb.is/frett/1/60619/sjounda-hver-krona-i-vexti-hja-rikinu

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Af gefnu tilefni vil ég minna á að ég svara yfirleitt ekki spurningum nema fólk skrifi undir fullu nafni.

  Björn,
  Góður punktur. Þetta er vandinn í hnotskurn ekki aðeins hjá ríkinu heldur flestum fyrirtækjum landsins. Ríkið bregst við þessu með því að hækka skatta og skera niður en fyrirtækin reyna að hækka verð og lækka laun. Þetta verður gríðarlegur dragbítur á lífskjör hér í framtíðinni. Þess vegna er svo mikilvægt að reyna að lækka þennan fjármagnskostnað.

  Við getum ekki byggt upp samkeppnishæft velferðarþjóðfélag með lánstraust í ruslaflokki.

 • Já, undirritaður er á sama reiki. Það er eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi hreinlega tapað sál sinni og ömurlegt að eini hægriflokkurinn á Íslandi skuli nálgast það að vera trúfélag.
  Í stað þess að fá alvöru hagstjórn auka þeir ríkisumsvif um meira en 40% á síðustu 9 árum og fjölga opinberum starfsmönnum um meira en 25% aða 1/4.
  Eru ekki með neinar tillögur um niðurskurð og tala um að „koma hjól atvinnulífsins af stað“ en hver vill/getur stofnað rekið fyrirtæki með ónýtan gjaldmiðil bak við gjaldeyrishömlur í skjóli IMF. Fjármálakerfið stendur á brauðfótum óvissa ríkir um grundvallaratriði, aðgerðarlítil og sundurlaus ríkisstjórn sem er klárlega að kikna undan álaginu. Þetta er hreint ömurlegt af hverju skrá þeir sig ekki sem hagsmunasamtök kvótaeigenda?
  Þeir hafa í raun enga samleið með öðrum frjálslyndum mið/hægriflokkum í Vestur Evrópu.

 • Já, undirritaður er á sama reiki og þú Andri Geir.
  Það er eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi hreinlega tapað sál sinni og ömurlegt að eini hægriflokkurinn á Íslandi skuli nálgast það að vera trúfélag.
  Í stað þess að fá alvöru hagstjórn auka þeir ríkisumsvif um meira en 40% á síðustu 9 árum og fjölga opinberum starfsmönnum um meira en 25% aða 1/4.
  Eru ekki með neinar tillögur um niðurskurð og tala um að „koma hjól atvinnulífsins af stað“ en hver vill/getur stofnað rekið fyrirtæki með ónýtan gjaldmiðil bak við gjaldeyrishömlur í skjóli IMF. Fjármálakerfið stendur á brauðfótum óvissa ríkir um grundvallaratriði, aðgerðarlítil og sundurlaus ríkisstjórn sem er klárlega að kikna undan álaginu. Þetta er hreint ömurlegt af hverju skrá þeir sig ekki sem hagsmunasamtök kvótaeigenda?
  Þeir hafa í raun enga samleið með öðrum frjálslyndum mið/hægriflokkum í Vestur Evrópu.

 • Leifur Björnsson

  Þú hefur skrifað af miklu viti um efnahagsmál og ESB árásir AMX sýna að þú ert á réttri braut.

 • Takk fyrir áhugaverðan pistil!
  Mér finnst merkilegt hvað kjósendur xD eru seinir að átta sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn þröngsýnn þjóðernishyggju- öfgaflokkur sem þolir ekki mismunandi skoðanir á málum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur