Þriðjudagur 27.07.2010 - 07:47 - 5 ummæli

Landhelgisgæslan vísar veginn

Fá ríkisfyrirtæki og stofnanir virðast betur stjórnað en Landhelgisgæslunni.  Gæslan á heiður skilið fyrir skjóta og góða endurskipulagninu á síðustu tveimur árum.  Þær fréttir berast nú að rúmlega helmingur verkefna Gæslunnar komi erlendis frá. (Minni þjónusta við Ísland er áhygguefni en þar er ekki við Landhelgisgæsluna að sakast heldur ríkið.)

Þetta sýnir að Landhelgisgæslan veitir þjónustu á heimsmælikvarða og er eftirsóttur þjónustuaðili.  Ekki aðeins hefur verið dregið úr kostnaði innanlands, heldur er Gæslan farin að leggja myndarlegan hlut til gjaldeyrissköpunar þjóðarbúsins.

Hér er kominn vísir að nýjum tækifærum.  Það sem helst takmarkar „útrás“ Gæslunnar er skortur á fjármagni til tækjakaupa og þjálfunnar starfsmanna.  Ríkið getur auðvita ekki skaffað neitt nýtt fjármagn eins og staðan er í dag, því er eini möguleikinn ef starfsemin á að vaxa og dafna að finna Landhelgisgæslunni góðan og traustan erlendan samstarfs- og fjármögnunaraðila.  Þá þyrfti að aðskilja innlenda og erlenda starfsemi stofnunnar, en spurning er hvort pólitískur vilji er fyrir því?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Björn Kristinsson

  Það yrði hagur fyrir norsku strandgæsluna ef nánara samband yrði á milli þeirrar íslensku og þeirrar norsku og myndi þannig ná yfir lungan af norður Atlandshafinu.

 • Er ekki næsta skref að loka slysadeild og gjörgæsludeild á LSH og senda þær til New York að þéna pening? Þær eru báðar í úrvalsdeild. Svona má pikka út hin ýmsu fjöregg og lækka útgjöld ríkisins.

 • Sjómaðurinn

  Nýjasta útrásarævintýrið endar líklega með ósköpum fyrir þegna landsins sem treysta á þessa loftsjúkrabíla, varla er mikið eftirlit með landhelginni og „free for all“ stemming enda löggan í útrás.

 • Halldór Á

  Hver segir að Landhelgisgæslan sé svona mikilvæg? Þarf virkilega varðskip? Nú orðið er hver koppur á sjó í tilkynningaskyldunni og það koma samstundis upplýsingar ef eitthvað fer úrskeiðis. Líkurnar á að varðskip sé nærri til að aðstoða eru mjög litlar. Það skiptir heldur engu máli, því að í flestum höfnum eru hraðskreiðir björgunarbátar (björgunarskip) Landsbjargar og mannskapur sem getur farið til aðstoðar með skömmum fyrirvara.

  Spurningin er hvort það ætti ekki alfarið að hætta að gera út varðskipin, láta Landsbjörgu hafa hluta af peningunum sem annars færu í það, en styrkja flugdeild gæslunnar í staðinn.

 • Endalaust

  Er LHG svona vel stjórnað? Er ekki helmingurinn af starfsemi Gæslunnar erlendis vegna þess að hún hefur ekki efni á olíu/launum fyrir þessi farartæki sín og starfsmenn hér heima?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur