Miðvikudagur 28.07.2010 - 07:04 - 37 ummæli

Klúðurskreppa

Ef klúður væri útflutningsgrein, væri Ísland á grænni grein!  Maður er farinn að spyrja sig hvort kreppan á Íslandi sé ekki fyrst og fremst klúðurskreppa?

Var bankahrunið hér ekki fyrst og fremst vegna samtvinnaðs klúðurs á öllum þjóðfélagsstigum?  Svo kom Icesave, Magma og gengislánin.

Eitt sem maður tekur eftir eru brenglaðar hugmyndir Íslendinga þegar þeir bera sig saman við útlendinga.  Yfirleitt er allt betra á Íslandi.  En er svo?  Ættum við ekki að staldra við og spyrja okkur hver er orsök alls þessa klúðurs?  Höfum við ekki ofmetið okkar þekkingu, kunnáttu og fagleg vinnubrög og vanmetið smæð okkar?  Er einfaldlega hægt að skrifa þetta allt á 20-30 útrásarvíkinga?  Hefur þetta ekki dýpri rætur?  Ættum við ekki að fara að athuga hvað gæti verið ábótavant í menntun, starfsþjálfun og starfsskipulagi á Íslandi?

Ég held að margir útlendingar geri sér oft betur grein fyrir ástandinu hér.  Hins vegar eru  þeir kurteisir og vilja ekki blanda sér í innanríkismál landsins.  Einangrun og kortur á sjálfsþekkingu getur stundum verið dýr.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

 • Hárrétt. Ég held að annað spili rullu í þessu efni. Það er óprófessíonalismi íslenskrar stjórnsýslu. Málum er stýrt af fólki sem hefur verið alið upp í fúlu feni stúdentapólitikurinna á Íslandi og ruglar pólitík við sandkassaleikinn milli Vöku og Röskvu.

 • Þið Teitur eruð komnir að kjarna málsins. Stjórnmálamennirnir kunna hvorki að vinna né skammast sín. Þetta kom afar vel í ljós í morgunútvarpinu á mánudaginn þegar rætt var við Ögmund og Sigurð Kára. Þeir voru mættir í sandkassann og jusu sandi hvor yfir annan – gömlu aðferðirnar í algleymingi. Þeir virtust ekki gera sér grein fyrir því að þetta er ekki það sem þjóðin þarf á að halda og alls ekki það sem hún vill heyra. Þjóðin vill heyra um áætlun til framtíðar – hvernig ætlum við að sigla út úr ruglinu.
  Það setti hreinlega að manni óhug.
  Joe

 • Góður pistill og góðar athugasemdir!

 • Margrét Sig

  Þetta eru allt þekktar stærðir. Og vankunnátta stjórnmálamanna í „diplómasíunni“, samskiptum við erlenda diplómata. Í milliríkjasamskiptum ríkja ákveðnir hættir sem Íslendingar í hroka sínum gefa skít í. Davíð hirti ekki um að svara erindum útlendinga í hruninu sem dæmi. Oft eru heilu íslensku ríkisstjórnirnar ótalandi á erlend tungumál. Og svo velja háu herrarnir aðstoðarmenn sem eru frændur, vinir eða flokksfélagar. Fagmennskan kemst aldrei að. Fagmennskan ógnar valdinu.
  Verður ekki að skipta út efstu 3 lögum embættismannakerfis? Stjórnmálamenn innfaldir?

 • Björn Kristinsson

  Andri Geir, batnar þetta með að fara í ESB. Sitjum við þá ekki þá enn uppi með sama vanhæfu stjórnmálamennina ? Fáum reyndar erlendan yfirfrakka en verða málefni Íslands ekki enn undir hælinn á sömu stjórnsýslunni ?

 • Hér gildir það sama um einstakling og þjóð. Vanþroskaður einstaklingur þarf af skilja vanþroska sinn ef honum á að takast að vinna bug á honum. Til hvorstveggja þarf hann hjálp. Til að pólitískt vanþroska þjóð nái áttum og leiti sér hjálpar þarf hún fyrst að viðurkenna eigið ásigkomulag.

  Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Almennt eru Íslendingar (ekki aðeins stjórnmálastéttin) ófærir um raunhæft mat á sjálfum sér sem þjóð meðal þjóða.

  Kannski er eina vonin að þeir nái einhvern tíma botni?

 • Ómar Kristjánsson

  Embættis og/eða stjórnmálamenn hljóta náttúrulega að spretta upp eða allavega vera veitt næring af rótunum, með einum eða öðrum hætti. Mætti því segja að embættism./stjórsnsýsla/stjórnmálamenn séu laufin í raun.

  ,,Dýpri rætur“ eru grunnurinn, undirstaðan, bottomlænið o.s.frv.

  Meina, það þarf ekki lengi að leita til að sjá að margt fólk er maður hittir/umgengst í dagsins önn – hefur furðulega sýn á land og þjóð. (Eða bara lesa spjallsíðurog komment á internetinu) Það er bara þannig og best að segja það eins og er. Á alveg sínar ástæður samt, td. þjóðerniststefi íslendinga sem mikið var ræktað á sínum tíma og hefur í raun viðhaldist allar götur. Það er í grunninn þannig að ísl. séu á einhvern mystískann hátt betri/snjallari en aðrir og útlendingar verri og ennfremur vilji alltaf illt. Þetta er bara staðreynd og þarf ekki annað en skoða sögubækur Jónasar frá Hriflu til að sjá það. Bækur sem kenndar voru í skólum hérna þangað til í gær (og jafnvel enn held eg)

  Ísl. eru alltaf frábærir sama hvað – og ef svo ólíklega vill til að hægt er að tengja eitthvað slæmt við ísl eða það sem af íslensku bergi brotið er – þá er það alltaf undantekning og einungis um fáa menn að ræða. Alltaf. Heildin er fábær en svörtu sauðina má samt finna ndrum og eins.

  Eins og hrunið hérna í fyrradag. Það var sýndist mér í mogga í gær vegna illgresis sem náði að festa rætur blómagarði ísl. frjálshyggju. Sýndist það. Nú er búið að reita illgresið svo allt er gott.

 • Hefði Samfylkingin skipað Runólf Ágústsson sem umboðsmann skuldara, ef við værum í ESB?

  Já.

  Mun ESB koma í veg fyrir að Samfylkingin velji flugfreyju í starf forsætisráðherra, og handavinnukennara í nefnd sem fer með erlendar fjárfestingar?

  Nei.

  Spurningin hlýtur að vera dæmalaust vitlaust, ef svarið við henni er ESB.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  ESB er engin töfralausn, það er bara eins og hvert annað vandmeðfarið tæki sem auðveldlega má misbrúka. Grikkir lærðu aldrei að fara með það en það gerðu hins vegar Finnar.

  Árinni kennir illur ræðar, og þannig er einmitt ESB umræðunni stillt upp af mörgum.

  Það eru auðvita talsverðar líkur á að við munum ekki kunna að fara vel með ESB aðild, en hitt sem vill gleymast, er að það að standa utan ESB verður enn erfiðar og vandmeðfarnara.

 • Ómar Harðarson

  Ég get tekið undir með pistlahöfundi. Klúðrið í íslenskri stjórnsýslu er afleiðing af mörgum þáttum. Hér má nefna tvennt. Ráðning embættismanna og dómara vegna flokkstengsla, frændsemi, vináttu eða annarra sjónarmiða en hæfnis (nú nýverið voru tveir bæjarstjórar ráðnir sem ekki höfðu sótt um – það að þeir voru heimamenn virðist hafa ráðið úrslitum). Þá hafa stjórnmálaflokkar ekki sinnt því verkefni að þjálfa og kenna upprennandi stjórnmálamönnum hvernig á að starfa í þingræðisþjóðfélagi, þar sem embættismenn eru alltaf settur undir stjórnmálamenn, jafnvel í faglegum málum.

  Ljósi punkturinn er hins vegar sá að Íslendingar eru líka sérfræðingar í að velta sér út úr klúðri og komast nokkurn veginn skakkir út. „Þetta reddast“ er ekki orðin tóm. Vandinn er sá að ein reddingaraðferðanna er að svíkja gerða samninga og standa ekki við orð. Það er von að útlendingar gapi þegar þeir standa frammi fyrir Íslendingum sem eru að redda sér út úr klúðri.

 • Iceviking

  Hvað eretta Ísland er best í heimi.

  Þetta reddast.

 • „Árinni kennir illur ræðari“

  Þú gerir ekkert með árinni einni, þú þarft fley til að geta kennt henni um.
  Ísland er náttúrulega eins og árabátur í hafsjó stórskipa.

  Það kann ekki góðri lukku að stýra, leggja árabátnum sem þú hefur ekki stjórn á, og hoppa upp í stórskip, og ætla að beita árinni betur en þú gerðir á árabátnum.

  Fyrst af öllu er að ná stjórn á því sem þú ert að gera.
  Innganga í ESB breytir nákvæmlega engu um vanhæfnina, spillinguna og sérgæskuna sem er í íslenska kerfinu. Spurðu bara Búlgari.

 • Það virðist líka vera sem svo að við Íslendingar vanmetum völd embættismanna. Það kann að vera ein ástæða þess að við gefum stjórnsýslunni ekki nógu mikinn gaum. Við þurfum að fara krefjast þess af pólitíkinni að hún beri ábyrgð á stjórnsýslunni – sem er og hefur alltaf verið hálfgerður skuggastjórnandi innan ráðuneytanna.

  Gott dæmi um slaka stjórnsýslu er að hafa þegar Seðlabanka Íslands hafði verið búinn að grátbiðja ríkissjóð um að gefa út ríkisskuldabréf á lengri endann til þess að virkja vaxtarófið – svo peningastefnan bankans yrði skilvirkari (meðal annars til að stytta hækkunarferli vaxtaog minnka neikvæð sveifluáhrifá hagvöxt) . Maðurinn sem stóð gegn því var Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri, eins og kemur fram á Skýrslunni. Það var s.s. von og vísa enda maðurinn lögmaður eins og stærstur hluti embættismanna og pólitíkusa sem undan rifjum MR hafa runnið. Of mikið ef (einsleitum) lögmönnum í íslenskri stjórnsýslu, sem illa haldnir af mikilmennsku“hubris“ á háu stigi.

 • Í Fréttablaðinu í dag segir heilbrigðisráðherra að Evrópska lyfjastofnunin hafi mælst til þess að „ríki þar sem fákeppni ríkir á lyfjamarkaði hafi á sínum snærum einhvers konar opinbera lyfjaverslun til að tryggja samkeppni í þágu þjóðarhags…“

  Þarna höfum við dæmi um að evrópskir stjórnmálamenn skilji að þeir eru fulltrúar umbjóðenda sinna og hugsa um þeirra hag.

  Íslenskir stjórnmálamenn hugsa yfirleitt um eigin hag, hag klíkuvina og hag flokksins síns. Síst af öllu hugsa þeir um hag umbjóðenda sinna. Þetta er fyrst og fremst íslenskum kjósendum að kenna því að þeim finnst svo notalegt að kyssa vöndinn og kjósa aftur og aftur sömu fíflin og arðræna þá á alla lund. Þetta sést best á því að um þriðjungur kjósenda ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt skoðanakönnunum.

  Það er íslenskum almenningi í hag að við höfum sem sterkust tengsl við Evrópu til að bjarga okkur frá okkur sjálfum.

 • Einar Jónsson

  Þetta er einhver misskilningur. Íslendingar eru ótrúlega vel af guði gerðir, hamingjusamastir og duglegastir allra, afar gáfaðir, framsýnir og áræðnir. Sérstaklega er stjórnmálastéttin að jafnaði vel heppnuð.

  Það er ekkert skrýtið þótt svona þjóð finnist hún eiga litla samleið með öðrum þjóðum.

 • Nákvæmlega, Einar Jónsson. Nákvæmlega!

 • Björn Kristinsson

  Sammála innlegginu. Það sem er annars áhugavert, Andri, varðandi Ísland er fámmennið og klúðrið sem við höfum komið okkur í. Ekki aðeins pólitískt séð heldur einnig viðskiptalega séð.

  Fámenni okkar gæti mögulega leitt til þess að:

  *Við getum ekki gert upp hrunið á réttmætan hátt
  *Við munum illa ráða við að taka á efnahagsþætti hrunsins
  *Við munum koma jafnvel verr út úr „endurreisninni“ en við fórum í hana

  Það sem ég er að koma að er að ef íslenskir stjórnmálamenn geta ekki unað sér að vinna saman sem eitt á þessum tímapunkti, hvenær þá ? Hvað þarf í rauninni að gerast hér á landi þannig að þessir aðilar fari að vinna saman ?

  Eitt að lokum Andri. Fámennið á Íslandi og markaðurinn. Gefum okkur að við förum í ESB eru þá ekki töluverðar líkur á því að vöruverð og vaxtakjör muni ekki verða þau sömu og á kjarnasvæðum mið Evrópu. Má ekki búast við því að það verði alltaf „Íslandsálag“ bæði á vöru og vöxtum. Í fyrra tilvikinu vegna flutningskostnaðar og markaðsaðgengi en ca 2% aukavaxtaálag á lán á Íslandi einfaldlega vegna undangenginnar sögu ?

 • Þorsteinn Úlfar Björnsson

  Hefur eitthvað breyst frá því að lýðurinn hrópaði: „Gef oss Barrabas.“?

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Hvort sem við ætlum inn í ESB eða ekki þá verðum við að fara að stjórna Íslandi á faglegan og skipulega hátt. Hér er stórt verk fyrir höndum.

  Ég held að verkið verði enn stærra og viðameira ef við ætlum að standa fyrir utan ESB. Hvernig breytum við Íslandi í dag svo það standi jafnfætis hinum EFTA löndunum hvað varðar efnahagslegan og fjárhagslegan styrk? Noregur og Sviss hafa sterka gjaldmiðla, hátt lánstraust og eru skuldlítil.

  Noregur og Sviss hafa hæfni og fjármagn til að segja Nei við ESB. Við höfum hvorugt. Það er himinn og haf á milli Íslands og hinna EFTA landanna, í raun liggja öll ESB löndin þar á milli.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Björn,
  Lánstraust í sjálfu sér breytist ekki þótt skipt sé um mælieiningu. Vaxtaálag Íslenska ríkisins yrði áfram átt og líklega alltaf hærra en stærri landanna, enda eru Þjóðverjar með lægsta álagið. Þetta snýst þó ekki bara um lánstraust, ef enginn vill lána skiptir lánstraust ekki miklu máli (eða maður getur sagt að þá sé það ekkert). Með inngöngu inn í ESB og með stuðningi Evrópska Seðlabankans munu markaðir smátt og smátt opnast og ef við sýnum ábyrga fjármála- og efnahagsstjórnum mun lánstraustið hækka og álagið minnka.

  Álagið innan ESB verður samt líklega alltaf lægra en utan ESB. Þetta skiptir miklu máli, því mismunurinn renndur beint í vasa almennings í formi lægri skatta, betri velferðarþjónustu og/eða hærri launa.

 • „Noregur og Sviss hafa hæfni og fjármagn til að segja Nei við ESB. Við höfum hvorugt. Það er himinn og haf á milli Íslands og hinna EFTA landanna, í raun liggja öll ESB löndin þar á milli.“

  Þetta er það sem svo erfitt er að draga upp úr ESB sinnum á góðum degi. Noregur og Sviss hafa peninga, við ekki, og því þurfum við að lúta yfirþjóðlegu valdi.

  Málið er bara að 80% þjóðarinnar hefur engan áhuga á yfirþjóðlegu valdi, sér í lagi þegar horft er til þess að Íslendingar eiga ekki séns á að stjórna eigin auðlindum. Innganga í ESB þýðir framsal.

  Má vera að Andri Geir hafi gefist upp. Má vera að Egill Helgason hafi gefist upp. Og má vera að 20% þjóðarinnar hafi gefist upp, en restin af þjóðinni hefur fullan þrótt.

  Og til marks um það sem við höfum að berjast gegn, er að innan þessara 20% er kerfisfólkið, latte-liðið í 101, sem oftast nær er á spena ríkissins, og oft í gegnum Samfylkinguna.
  Þessi 20%, stór hluti af því kerfi sem við þurfum að losna við, er nákvæmlega sama fólkið og vill draga okkur í ESB.

  Og hvað þýðir sú staðreynd?

  Ætlar latte-liðið að afsala sér stöðunni með inngöngu í ESB?

  Nei. Enda engar sérstakar kvaðir af hálfu ESB að Íslandi verði ekki stýrt af vanhæfum kaffihúsa-sumblurum.

 • Björn Kristinsson

  „Hvort sem við ætlum inn í ESB eða ekki þá verðum við að fara að stjórna Íslandi á faglegan og skipulega hátt. Hér er stórt verk fyrir höndum.“

  Gæti ekki verið meira sammála. Þú verður einfaldlega að fyrirgefa en það er ekkert í spilunum núna sem sýnir mér að eitthvað sé að fara breytast hér á landi að ráði. Ég spyr:

  Búum við í lýðræðislegu samfélagi í dag ?
  Virkar stjórnkerfið á Íslandi í dag ?
  Erum við í raun sjálfstæð þjóð í dag ?

  Er ekki málið að við erum enn föst á „Sturlungaröldinni“ ? Við „týndumst“ í tæp 800 ár, fórum aftur í víking, með derring og yfirlætissvip og horfum síðan framan í heiminn með vanþókknun.

  Er ekki alveg eins líklegt að framhaldið verði eins og frá Sturlungaröld hinni fyrri, að við missum sjálfstæðið og verðum næstu X ár að reyna að ná því aftur til baka ?

 • Björn Kristinsson

  Hilmar, ég er sjálfur ekkert mjög hrifinn af ESB en það breytir því ekki að við erum ekki eyland. Ísland er útflutningsland, það lifir á útflutningi, hefur alltaf gert það og mun alltaf gera það.

  Annað sem við verðum einnig að hafa í huga er að hagkerfi heimsins í dag er í grundvallaratriðum allt annað en það var fyrir um 20 árum síðan. Löndin og þjóðirnar eru enn háðari hvort öðru en þau voru. Bæði er það stjórnmálalega séð en ekki síður viðskiptalega og fjármálalega. Það sem þótti í lagi fyrir nokkrum áratugum er nánast óhugsandi í dag.

  Þannig lagað séð má í reynd fullyrða að hugtakið „þjóð“ hafi allt annað og veikari merkingu en fyrir 20 árum síðan. Hvað er þjóð í dag ? Hvað er það sem gerir okkur að Íslendingum ? Er það landið, tungan, saga eða IKR ?

  Við erum öll jarðarbúar og ættum ef til vill öll að hafa aðeins eitt vegabréf sem á stendur:

  Þjóðerni: jarðarbúi (earthling)

 • Andri Haraldsson

  Já, Andri Geir–rétt hjá þér.

  En spurningin hlýtur að vera: af hverju? Af hverju eru Íslendingar eins og þeir eru. Er það bara vegna þess að fámennið tekur þennan toll? Eða eru aðrar orsakir? Er einhver innansveitarkróníka byggð inní íslenskt samfélag, sem eins og illgresið er erfitt að uppræta?

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Hilmar,
  Ég skrifaði „hæfni og fjármagn“. Hvort sem okkur líkar betur eða verr lifum við í kapítalísku hagkerfi sem gengur á peningum. Fjármagn, aðgangur að því og kostnaður er undirstaða að lífskjörum hér í framtíðinni. ESB aðild eða ekki, breytir ekki þeirri staðreynd.

  Það er þunnt sjálfstæði sem ekki byggir á efnahagslegu sjálfstæði eins og forfeður okkar gerðu sér grein fyrir í sjálfstæðisbaráttunni á 19.öld.

  Innganga inn í ESB er yfirleitt eftirsóknarverð en draga verður lönd inn i AGS og flest lönd telja það hina mestu ógn við sitt sjálfstæði að þurfa að lúta AGS.

  Ef við göngum ekki inn í ESB er líklegt að AGS verði hér með annan fótinn í náinni framtíð í einu eða öðru formi.

  Það er rétt að við munum þurfa að gefa eftir í mörgum málum ef við göngum inn í ESB en það þurfum við líka að gera ef við stöndum utan við ESB.

  Það er nefnilega ekki nóg að stjórna auðlindunum maður þarf líka að fá arðinn af þeim. Utan ESB er líklegt að útlendingar fái stærri hluta af arðinum en annars, hreinlega af því að þeir ráða yfir fjármagninu og skammta okkur lánskjörin og þeir munu meta okkur sem stærri áhættu utan ESB en innan.

  Þannig munum við alltaf þurfa að gefa eftir sama hvor leiðin er valin.

  Betlarar hafa ekkert val, eins og sagt er, en í þetta skipti höfum við val og ættum að nýta það skynsamlega.

 • Örfárra ára eyðimerkurganga réttlætir ekki eilífðargöngu innan ESB.

  ESB er heldur ekki lausn á skuldavanda, eins og ESB sinnar láta skína í, Grikkland er áþreifanlegt dæmi. Sem og Ungverjaland, sem og Lettland, sem og Ítalía, sem og Írland, sem og Spánn……….

  Fjárfestar fjárfesta ef arðsvonin er fyrir hendi. Þeim er nákvæmlega sama hvort Ísland er í ESB eða utan. Við skulum hafa hugfast að íbúar ESB landa er innan við 10% af mannkyni. Rúmlega 90% eru sem sagt ekki í ESB.

  Og þá að stærsta málinu, auðlindunum. Hvernig í ósköpunum má það vera að Íslendingar séu ekki færir um að nýta fiskinn, raforkuna og vatnið, án þess að erlendir fjárfestar séu þar inni?

  Vandamál Íslands eru ekki tengd þessum gleðigjöfum, heldur Jóni Ásgeiri, Björgúlfsfeðgum og öðrum bankaræningjum.
  Það bætir svo sannarlega ekki stöðu sjávarútvegs, að framselja fiskinn til þess að við getum fengið meira lánað.

  Nú er komið að skuldadögum, ekki skuldbreytingum, lánalengingum og styttingu á hengingarólinni.

  Og svo maður endurtaki, ESB kemur ekki í veg fyrir að Samfylkingin raði fleiri óhæfum og spilltum flokksmönnum í opinber embætti.

  Hættið að ljúga því að þjóðinni að svo verði.

 • Adda Sigurjónsdóttir

  Ég er farin að halda að nú þurfi Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylkingin að taka við stjórnartaumunum og stefna í framkvæmdir og virkjanir. Atvinnusköpunin mun ekki eiga sér stað með VG á móti öllu. Það þarf að endurskipuleggja Heilbrigðiskerfið, fara í meiri einkavæðingu, nýsköpun og segja upp fjöldanum öllum af ríkisstarfsmönnum. Það gerist ekki á vakt VG því að þeir vilja ekki að þessir ríkisstarfsmenn noti kunnáttu sína og fari að vinna í einkageiranum.

 • Ómar Kristjánsson

  ,,„Noregur og Sviss hafa hæfni og fjármagn til að segja Nei við ESB. Við höfum hvorugt. Það er himinn og haf á milli Íslands og hinna EFTA landanna, í raun liggja öll ESB löndin þar á milli.“

  Þetta er það sem svo erfitt er að draga upp úr ESB sinnum á góðum degi. Noregur og Sviss hafa peninga, við ekki, og því þurfum við að lúta yfirþjóðlegu valdi.“

  Veit svo sem ekki hvernig Andri meinti tilvitnaða klausu upphaflega – en eg skildi hana ekki eins og þú. Eg skildi hana ekki þannig að eftirsóknarvert væri að vera utan ESB per se – heldur að í Noregi og sviss væru til staðar hæfni og peningar til að takast á og borga fyrir þessa sérvisku! Á íslandi er hvorugt.

  (Varðandi sviss sérstaklega, þá er það rendar svo að svissarar eru með samninga við esb, fleiri tugi ef ekki hundruð samninga semtugi nefnda sjá um að yfirfara árlega o.s.frv. – sem fjalla um eiginlega um það sama og ESB/EES sáttmálarnir. þetta er huge vinna og kostar geypilega peninga – sem þeir gætu auðveldlega sparað sér með því að vera einfaldlega aðilar að ESB eða EES. Bara tóm della í þeim og í nojara tilfelli munaði engu að þeir gerðust aðilar um árið)

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Ómar,
  Takk fyrir innleggið, það má vel túlka stöðu Noregs og Sviss sem ákveðna „sérvisku“, hún kostar sitt en ef menn hafa efni á því er það í lagi. Þegar menn eru hins vegar á betlispena AGS geta menn ekki leyft sér slíkan lúxus.

  Þegar afar og ömmur okkar drógu Ísland út einhverri mestu fátækt í velstand og álnir þá var það gert með erlendu lánsfé og íslenskri vinnusemi.

  Vinnusemin er vonandi enn til staðar en fjármagnið ekki.

  Auðvita fjárfesta aðilar aðeins í arðbærum fjárfestingum en sú fjárfesting er alltaf áhættumetin. Ef við stöndum utan ESB fer stærri biti af kökunni til að borga fyrir erlent fjármagn sem við þurfum og því verður minna til skiptanna innanlands. Þannig virka fjármálamarkaðir og þeim breytum við ekki.

  Það er einnig mjög eigingjarnt af minni kynslóð að segja við þá næstu, engar meiri fjárfestingar nú klárið þið að borga vitleysuna sem við stofnuðum til og svo fer restin í elliheimili og lífeyrir fyrir okkur. Það verður vinsælt ekki satt?

 • Sæll Andri
  Ég hef ekki beint mínum sjónum svo mjög að „útrásarvíkingunum“ svokölluðu, enda litið á þá sem einskonar „burðardýr“ í þessu máli öllu. Það fólk sem snemma á síðustu öld hófst handa við að byggja hér upp samfélagið, hafði nánast allt alist upp í mjög einandruðu samfélagi sjálfsþurftarbúskapar til sveita. Þetta fólk hafið margt liðið mjög mikinn skort á síðustu áratugum 19. aldar.
  Þjóðin var þá um 70 þúsund (1880) og öll kot setin. Fólk komið á vergang og Ameríkuferðirnar í algleymingi. Þegar svo er farið að byggja upp út um landið, verða Kaupfélögin til og þá fannst örugglega mörgum að nú væri þjóðin að komast á beinu brautina.
  Síðn er farið að fikra sig inn á aðrar brautir í atvinnumálum. Eins og víðar í veröldinni var hér rík hefðin um Húsbændur og hjú. Launagreiðslur voru í skötulíki og hörð kjarabarátta hefur einkendi okkar samfélag langt fram eftir 20. öldinni.
  Stórbændahugsunin var ríkjandi meðal allra þátta atvinnulífsins og það þótti bara sjálfsagt að skipta kökunni milli nokkurra stórbænda.

  Klíkumyndanir hafa komist á mjög snemma og þótt við hæfi eins og það var kallað. Klíkusamfélagið át sig að innan og að lokum út á gaddinn. Hverjir eru með skuldirnar á bakinu, það er fólkið í landinu. Við erum að mörgu leiti aftur í þeim sporum sem við vorum í um 1880. Öll kot setin og margir komnir á vergang. Nú er það ekki vegna grassprettu eða kulda, heldur vegna fjárhagslegra skógarelda sem víða skilja eftir sig sviðna jörð.

  Þetta er auðvitað ekki fræðileg úttekt, heldur hugleiðinga hálfsjötugrar konu sem hóf lífið í fastmótuðu bændasamfélagi aldanna, meira að segja í torfbæ

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Sæl Hólmfríður,
  Takk fyrir innlitin. Ég er að lesa ævisögu Dr. Valtýs Guðmundssonar sem fjallar mikið um stjórnarskrárdeiluna um aldamótin 1900. Þetta er stórskemmtilegur lestur og sláandi hvað lítið hefur breyst á heilli öld i stjórnmálaheiminum á meðan allt annað í okkar samfélagi er óþekkjandi.

  Valtýr kvartar undan hinni miklu korruptíon á Íslandi. Þar er tekið dæmi um Tryggva Gunnarsson bankastjóra Landsbankans sem var mikill andstæðingur Valtýinga. Kosningar til Alþingis á þessum árum voru ekki leynilegar og aðeins bændur, embættismenn og aðrir vel stæðir menn höfðu kosningarrétt. Sagt er að Tryggvi mætti á kjörstað með skuldabók Landsbankans og sat þar og horfið stíft á menn. Skuldugir bændur þorðu ekki annað en að kjósa eins og bankamaðurinn vildi! Já, það er ekkert nýtt undir sólinni.

 • Mikið rétt Andri Geir
  Afi minn Tryggvi Bjarnason var svona hérðashöfðingi, oddviti, hreppsstjóri og þingmaður fyrir bænda flokkinn. Hann vareinn af þeim sem höfðu forgöngu um stofnun Kaufélags V Hún. Munaði hársbreidd að hann yrði fyrsti Kaupfélagsstjórinn, hann og annar voru með jöfn atkvæði og dregið var á milli þeirra.
  Bændur stóðu lengi í þeirri trú að þeir ættu hlut í sínu Kaupfélagi og eignum þess. Þegar svo kaupfélögin fóru að hrynja koma annað í ljós. Man eftir málaferlum vegna Mjólkursamlagsins í Borgarnesi þar sem bændur töpuðu.
  Þegar sláturhúsið hér á Hvammstanga var selt KS – Þórólfi Gíslasyni á Sauðárkróki (hlutafélagi í eigu KS og KVH) voru haldnir nokkrir heitir fundir um málið hér á Hvammstanga. Einungis félagsmenn KVH máttu mæta. Ég gerðist því félagsmaður og upplifði þar mikla valdnýðslu sem er lögleg samkvæmt lögum um deildaskipt Samvinnufélög. Ætla að finna þær lagagreinar sem um ræðir og set þær hér inn síðar í kvöld

 • Kristján Gunnarsson

  Ég hef þá kenningu að það sem fyrst og fremst einkennir lönd og þjóðir, útskýrir aðgerðir þeirra, afstöðu þegnanna, o.sv.frv. er hefð og saga. Það skiptir ekki sköpum hvað kerfið er, heldur hverning menn hegða sér innan kerfisins. En hegðun innan kerfisins ræðst af uppeldi, og uppeldið af þeim gildum sem börnum eru kennd og þeim fyrirmyndum sem að þeim er haldið, á heimilum jafnt sem í skólum og seinna vinnu.

  Við Íslendingar erum fátækir að merkilegri sögu, sögu sem gefur góðar fyrirmyndir til að breyta eftir eða afleitar til að forðast. Fáir Íslendingar úr okkar sögu eru elskaðir og dáðir, en einnig fáir hataðir og fyrirlitnir almennt séð. Sem er hræðileg fátækt. Þeir sem vilja setja lög og reglur, eða „kenna“ stjórmálamönnum, embættismönnum, og forkólfum að gera hitt eða þetta eru á villigötum. Kerfið virkar eftir innræti þeirra sem eru kerfið. Því verður ekki breytt svo auðveldlega. Þetta er ekki flóknara en svo, og það er einmitt svona óflókið.

  Þó sagan sé rýr og óbreytanleg þá höfum við hefðir, jafnvel sumar góðar og nýjar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, er að skapa hefð fyrir forsetaembættið með kjarkmiklum inngripum sínum í lagagerð Alþingis. Þarna er mikil breyting á ferð, sem getur haft miklar afleiðingar í framtíðinni. Á sama hátt og Rannsóknarskýrsla Alþinigis hefur gefið fordæmi um hverning almenningur verður upplýstur um alvarleg mál í þjófélaginu héðan í frá. Það er mikil mildi að svo vel tókst til með þessa skýrslu.

  Við þurfum meira af fólki með góðan karakter og áræði til að setja góð fordæmi til eftirbreytni. Við þurfum að hvetja framámenn okkar til dáða og vona þeir svari kalli tímans. Þannig verður bylting til betri vegar í stjórnarháttum á Íslandi.

 • Í færslu minni frá því kl 18.27 talaði ég um valdnýðslu á lagalegum grunni sem ég upplifði á fundum félagsmanna í Kaupfélagi V Hún Hvammstanga í tengslum við sölu KVH á Sláturhúsi og kjötvinnslu.

  Það höfðu félagsmenn í KVH EKKERT um málin að segja. Fundirnir voru einungis til að upplýsa ÁKVARÐANIR sem í raun var búið að taka

  Í 19. grein laga umSamvinnufélög segir:
  19. gr. Félagsfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins með þeim hætti sem lög og félagssamþykktir ákveða.

  Í 22. grein laga umSamvinnufélög segir:
  22. gr. Í deildaskiptu félagi skal boðað til aðalfundar í hverri deild einu sinni á ári. Skal þar velja deildinni stjórn og félagsmönnum skal gerð grein fyrir hag félagsins og rekstri, fyrirhuguðum framkvæmdum og öðru því sem máli skiptir. Á fundi þessum skal fara fram kjör fulltrúa til að fara með umboð deildarinnar á félagsfundi (fulltrúafundi). Kjósa skal aðal- og varafulltrúa samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum félagsins. Framkvæmdastjóri (kaupfélagsstjóri) eða annar fulltrúi framkvæmdastjórnar og stjórnar félagsins skal jafnan sækja hinn árlega aðalfund deildarinnar með fullu málfrelsi.

  Stjórn deildarinnar boðar til annarra deildarfunda eftir því þörf þykir.

  Hér er slóðin á Samþykktir Kaufélags Skagfirðinga og kafli úr þeim
  Heimasíða KVH inniheldir ekki Samþykktir þess, en tel að þær séu samhljóða hvað varðar rétt félagsmanna til ákvarðanatöku um málefni félagsins.

  http://www.ks.is/fyrirtaekid/samthykktir_kaupfelags_skagfirdinga/

  Á félagsfundi eiga sæti með málfrelsi og tillögurétti, auk kjörinna fulltrúa deilda, félagsstjórn, framkvæmdastjóri og skoðunarmenn ásamt löggiltum endurskoðanda félagsins. Ennfremur hafa félagsmenn aðgang að félagsfundum. Fulltrúar eiga þó einir atkvæðisrétt og er hann jafn fyrir alla fulltrúa. úrslitum mála á félagsfundum ræður afl atkvæða nema þar sem lög eða samþykktir þessar kveða á um aukinn meirihluta. Tillaga telst fallin á jöfnum atkvæðum, en hlutkesti skal ráða við kjör í stjórn og nefndir, falli atkvæði jöfn.

  Tel að lög um Samvinnufélög sé veruleg þörf á að endurskoða miðað með tilliti til stöðu almennra félagsmanna

 • Hilmar er ómálefnalegur bullari. ESB er ekki nein allsherjarlausn á vanda Íslendinga og enginn sem er málefnalega hlynntur aðildarviðræðum hefur haldið því fram. Ástæða þess er t.d. vegna þess að vandinn er staðbundinn. Bullarar sem stunda orðhengilshátt, eins og Hilmar, eru hér en ekki í ESB. Þessir sóðar hafa vaðið hér um allt eins og logi yfir akur, eyðilagt og skemmt og rangsnúið flest sem máli skiptir. Þrátt fyrir hrun halda þeir enn áfram forkastanlegri iðju sinni. ESB getur ekki bætt það, svo dæmi sé nefnt.

  Á Íslandi stendur baráttan á milli almannahags, annars vegar, og harðra sérhagsmuna (LÍÚ/SA/ASÍ/Bankar/Fjármagnseigendur/Bændur osfrv) hins vegar. Fram að þessu hefur síðarnefnda liðinu veitt betur, en framtíðarheill Íslendinga er undir því kominn að almannahagur hafi betur. Skoðið andstæðinga ESB aðildarviðræðna. Þetta eru allt fulltrúar harðra sérhagsmuna sem vilja ekki sleppa fantatökum sínum á þjóðinni og vilja mergjúga hana áfram fáum til framdráttar og almannahag til skaða.

  Þetta megum við ekki láta yfir okkur ganga.

 • Ég vil benda þér á það Sérhver að ASÍ hefur lýst yfir fyldni við umsóknina að ESB. Þar eru heldur ekki neinir sérhagsmunir til að verja. Það verður trúlega launafólkið í landinu sem mest hagnast að inngöngu í sambandið

  Bændur eru ógnar sterkt afl miðað við fólksfjölda. Þeim var náttúrlega gert sérlega hátt undir höfði strax þegar þjóðin fór að rétta úr kútnum. Þá voru hlutföllin líka önnur. Kaupfélögin sáu um að halda utan um þeirra peninga og arðurinn af vinnu bænda safnaðist inn í Kaupfélögin og SÍS. bænda þetta og bænda hitt. Í raun voru bændurnir sjálfir valdalitlir um sín mál. Þeir tóku út á sitt innlegg og Kaupfélögin sáu um að vöruverðið væti nægilega hátt til svo eitthvað kæmi í kassann.
  Fáir voru reiðari þegar Bónus byrjaði, en kaupfélagsmenn. Ég man eftir verslunarstjóra sem þá var hjá KVH á Hvammstanga. Hann bókstaflega dansaði eftir búðargólfinu af bræði og hrópaði, „þetta gengur aldrei, það sér hver maður, þetta er ekki hægt, hann verður komin á hausinn eftir 1 til 2 mánuði“. Svo rauk hann í fússi inn á lager.
  Ekki gékk það eftir.

 • SA segist vera fylgjandi aðild og mörg samtök innan þeirra eru það virkilega. LÍÚ klíkan er auðvitað á móti og peningamennirnir

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur