Fimmtudagur 29.07.2010 - 08:18 - 16 ummæli

Uffe, ESB og Icesave

Það er varla hægt annað en að vera sammála Uffe Ellemann-Jensen í greiningu hans á ástandinu hér á landi.  Á milli línanna má lesa að Uffe telur Íslendinga skorta vilja, getu og trúverðugleika til að sækja um ESB aðild.

Hér er virtur fyrrverandi danskur ráðherra sem þekkir landið vel og nýtur trausts erlendis, óbeint að segja að þó Ísland sé landfræðilega hluti af Norðurlöndunum á það að öðru leyti heima fyrir utan Grikkland.  Grikkir gengu allt of snemma inn í ESB og fengu evru áður en þeir voru tilbúnir að ráða við sterkan gjaldmiðil.  ESB aðild er eins og vandmeðfarið tæki sem auðveldlega má misbrúka.  Mörg lönd sunnar í álfunni hafa brennt sig á þessu en það á ekki við hin Norðurlöndin sem eru innan ESB.

Icesave deilan styrkir erlenda aðila í þessari trú.  Það er ekki að þeir séu endilega að tengja þessi mál saman en þeir spyrja sig, ef Ísland getur ekki leitt Icesave samninginn til farsællar lausnar hvaða líkur eru þá á að þeir geti tekið að sér miklu flóknara verkefni sem er ESB aðildarsamningur?

Og lausn Ellemanns, jú, að Íslendingar hengi sig aftan í Norðmenn þegar þeir ákveða að ganga inn í ESB.  Þetta er óskaniðurstaða Norðmanna, þeir óttast ekkert meir en að Íslendingar gangi fyrst inn og semji um fiskveiðar í  Norður-Atlantshafi (eða líklegra að þeir klúðri samningum um fiskveiðar) sem setji norskar viðræður seinna í mjög erfitt ferli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

 • Góður pistill.
  Við höfum sýnt það og sannað að við erum ófærir um að standa á eigin fótum.
  Værum betur komnir í ríkjasambandi við norðmenn eða dani.

 • P. G. Geirsson

  Hjartanlega sammála þér.

  Ef við horfum ískalt á stöðu mála eins og þau eru í dag, þá er þetta einfaldlega staðan.

  Við verðum að vinna úr þessari stöðu og byggja okkur upp efnahagslega þannig að þjóðarsálin rétti úr kútnum og öðlist sjálfstraust.
  Þvínæst ættum við að skoða alvarlega og þá í samvinnu við Norðmenn, hvort þessi tvö lönd (Ísland og Noregur) ættu að ganga til viðræðna við ESB.

  Í dag er Ísland einfaldlega ekki tækt í ESB.

  Þetta sem Uffe nefnir, er ástæðan fyrir því að ég er á mót aðild Íslands (nú þessa stundina) og hef verið að tjá mig um þessa afstöðu mína hér á bloggsíðu þinni.

  Kveðja og góða Verzlunarmannahelgi.

 • Að Íslendinga skorti trúverðugleika?

  Nei góði minn, það er Samfylkinguna sem skortir trúverðugleikann í þessu máli.
  Ef þjóðin hefði bara verið spurð, þá hefði hún sagt hátt, skýrt og greinilegt NEI við aðildarviðræðum.

  Samfylkinguna skortir hins vegar ekki viljann, en getan er takmörkuð, jafnvel þó hún hafi greiðan aðgang að öllum fjölmiðlum landssins, nema Mogganum (eftir að Ólafi Steph var sagt upp) til þess að dæla út áróðri án umræðu.

  Það er vonandi að við í meirihlutanum náum aftur völdum í þessu þjóðfélagi, og getum komið sannleikanum til Brussel.

  Þið í minnihlutanum þurfið síðan einhver veginn að sætta ykkur við lýðræðið.

 • „Og lausn Ellemanns, jú, að Íslendingar hengi sig aftan í Norðmenn þegar þeir ákveða að ganga inn í ESB.“

  Og hvenær skyldi það verða? Eftir 15 ár? 30? Aldrei?

  Norðmenn eru ekkert á leiðinni inn í ESB.

  Þetta er því engin „lausn“ á vanda Íslands.

 • Elítan, sem er stjórnmála-, embættismanna- og viðskiptastétt á Íslandi, sér um sig og er alveg til í að halda uppteknum hætti: rífast og þykjast vera að berjast fyrir bættu Íslandi og hafa það gott á meðan.
  En almenningur þjáist og sífellt fleiri opna augun fyrir nekt keisarans sem er: VANHÆF STJÓRNSÝSLA Á ÍSLANDI.
  Ef hægri mönnum tekst ekki að koma íslenskri stjórnsýslu til nútíma- og lýðræðishátta og vinstri mönnum ekki heldur, þá hlýtur íslensk alþýða að vilja stöðva þjáningu sína með því að vilja fara í Evrópusambandið.

 • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

  Mæli með þessarri ágætu grein Friðriks Jónssonar

  http://fridrik.eyjan.is/2009/08/alkinn-island.html

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Sigmundur,
  Takk fyrir þessa ábendingu. Hittir beint í mark.

 • Haukur Kristinsson

  Við höfum ekki tíma til að bíða eftir Norðmönnum. Þjóðin er í gjörgæslu og það eina sem getur bjargaði henni er EU, eins fljótt og auðið er. Því miður. Stjórnsýslan er ónýt. Horfum bara til forystumanna flokkanna;
  Bjarni Ben, Sigmundur Davíð og Jóhanna. Aumt lið og vanhæft með öllu.

 • Ég vil ekki bíða með aðlildarviðræður. Það er einfaldlega ekki í boði fyrir okkar hrunda samfélag.

 • Bið verður okkur og þá sérstaklega næstu kynslóð dýrkeypt. Hætta er á að ef Ísland gengur ekki inn í ESB muni hreynlega stór hluti ungu kynslóðarinnar flytja til ESB landanna.

 • Ísland er í klemmu. Annars vegar er það ljóst að uppbygging á nýjum verðmætaskapandi fyrirtækjum til að vinna landið upp úr kreppunni verður mjög erfið utan ESB. Þessu til staðfestingar vísa ég í Svönu formann samtaka sprotafyrirtækja:
  http://www.sa.is/frettir/almennar/nr/4833/
  Skv. þessu þá höfum við því miður ekki tíma til að bíða með aðildarumsókn.

  Hins vegar er lítil skilningur á þessu hjá stjórnmálamönnum flestum og þeir draga frekar taum kvótaelítunar og bænda. Þessir menn skulda þjóðinni útskýringar hvernig koma á samkeppnisfæru umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki.

  Það hefur komið fram að Ísland sækist fyrst og fremst eftir hagstæðara efnahagsumhverfi með aðild, en í Noregi hefur pólitískar ástæður verið meira uppi á borðinu þ.e. að vera ekki endalaust áhrifalaus áskrifandi
  að lagasetningum ESB heldur að taka þátt í því að móta framtíð álfunnar.
  Eins og Þorsteinn Pálsson hefur bent á þá hefur pólitísk staða Íslands veikst mikið eftir brotthvarf varnarliðsins og Ísland þarf að leita nýrra leiða til að styrkja stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Þessi hlið málsins hefur heldur ekki verið rædd af andstæðingum ESB aðildarumsóknar.

  Hvað þarf meira að koma fyrir Ísland til að menn taki sönsum, hafísár, brotthvarf fiskistofna, kjarnorkukafbátaslys, ný móðuharðindi allt atburðir sem ekki ólíklegir eru til að gerast. Hvenær kemur rétta augnabilkið fyrir smáríkið Ísland að styrkja stöðu sína?

 • Ekkert í grein UEJ bendir til að hann telji að Ísland og Noregur eigi að vera samferða í EBS.
  http://uffeellemann.blogs.berlingske.dk/2010/07/27/island-bliver-vanskelig-at-fa-pa-krogen/

  Aftur á mót telur hann almenningsálitið svo neikvætt að af þeim sökum verði inngangan felld.
  Hann skrifar hér um viðhorfið til Icesave:
  „Men den holdning kommer Island ikke langt med. Der skal findes en ordning på Icesave-gælden, hvis Island skal kunne begå sig i forpligtende internationalt samarbejde. Problemet er bare, at de fleste politikere synes at have låst sig fast i opfattelsen af, at landet ikke har råd til at betale sin gæld – og at det derfor vil være urimeligt af omverdenen at kræve det.“

  Ætli hann hafi ekki rétt fyrir sér?

 • Já Íslendingar hafa engan trúverðugleika í erlendum samskiftum. Það er ekki bara Andsinnum að kenna. Þetta er karakterleysi þjóðarinnar í hnotskurn. Oflæti þegar vel gengur og magnlaust þunglyndiskast þegar illa gengur. „Ég er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu því mér finnst við geta gert miklu betur. Ég tel að Ísland hafi ótal mörg tækifæri til að skara framúr í alþjóðasamfélagi án þess að vera bundið við ESB.“ las ég hérna á blogginu áðan.

 • Andri Haraldsson

  @Pétur
  Mjög góðir punktar þarna í lokin um hversu viðkvæmt Ísland er fyrir óáran. Mætti bæta við að heimsmarkaðsverð á áli er mjög mikilvægt fyrir Ísland vegna Landsvirkjunar.

  Auðvitað hverfur það ekki við ESB aðild, en með tíma myndu tekjustofnar hugsanlega breikka.

 • @Andri

  Já fyrir mér er aðalmálið þetta, Ísland er harðbýlt land á mörkum hins byggilega heims. Við erum af náttúrunnar hendi miklu viðkvæmari en önnur lönd álfunnar vegna þess hve stór hluti okkar framleiðslu er beint tengdur náttúrunni. Það verða alltaf verðlags sveiflur á öllum vörum og atvinnugreinar þróast, en við búum við þessa viðbótar áhættu. Verandi innan ríkjasambands eins og ESB er ákveðin trygging fyrir aðstoð og stuðningi þegar (ekki ef) eitthvað virkilega slæmt kemur fyrir eins. Eins skapast þá betri aðstæður að byggja upp fleiri atvinnugreinar sem myndi minnka áhættu samfélagsins.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Gísli,
  Það er rétt að Uffe segir ekki beint að Ísland eigi að hanga í Norðmönnum enda getur hann ekki sagt slíkt beint. En hann gefur það sterklega í skyn sbr.

  „Selv om jeg er varm tilhænger af at få Island og Norge med i EU – og selv om jeg tror på, at det vil være en enorm fordel for begge lande at komme med – så tror jeg alligevel på, at det kan være det bedste at vente til situationen er en anden.“

  (ég viðurkenni að þetta er túlkunaratriði)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur