Laugardagur 21.08.2010 - 12:31 - 18 ummæli

Icesave er ekkert rauðvín!

Icesave er ekki eins og eitthvað eðalvín sem batnar með árunum.  Nú stingur stjórnarþingmaður upp á því að við tökum enn einn snúninginn á þessu máli og setjum það niður í kalda geymslu.  Nú þurfa Íslendingar ekki að hafa forystu um þetta mál lengur, er sagt, vegna þess að ESB hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisábyrgð fylgi ekki á innistæðutryggingum.

Nú eiga orð ESB að vega meir en viljayfirlýsing íslensku ríkisstjórnarinnar vegna þess að þau henta betur.  Ekki virðist skipta máli að við höfum margsagt við alþjóðasamfélagið að við ætlum að borga þetta, aðeins sé deilt um vexti og kjör.  Við höfum barist fyrir því á öllum vígstöðum að þessi deila sé tvíhliða deila Íslands við Bretland og Holland og hafi ekkert með ESB að gera, nema, auðvita þegar það hentar okkur.  Er þetta trúverðugt eða uppbyggandi?

Er furða að deilan sé komin í þennan hnút þegar svona er að málum staðið.

Á meðan Icesave er óleyst verður ESB aðild sett á ís, erlendir fjármálamarkaðir verða áfram lokaðir og lánstraustið mun á endanum falla niður í ruslaflokk.  Útlendingar munu einfaldlega gefast upp á Íslandi.  Ekkert hagkerfi í heimi þarf á Íslandi að halda, útflutningur til Íslands skiptir engu máli fyrir önnur lönd.  Og hvers vegna að fjárfesta á Íslandi þegar menn geta fengið 10.5% vexti hjá gríska ríkinu!

———-

Eins og Íslendingar settu málið upp í byrjun deilunnar hefur tíminn ekki unnið með okkur.  Þegar Svavar náði vöxtum niður í 5.5% voru vextir á grískum ríkisskuldabréfum 4.5%.  Nú þarf gríska ríkið að borga 10.5% vexti en við höfum sama lánstraust og Grikkir.  Á meðan við deilum um vexti og kjör lækkar okkar lánstraust og áhættumetnir vextir hækka.  Bretar og Hollendingar geta nú sagt að þeir séu að taka á sig helming af vaxtakostnaði okkar miðað við markaðsvexti.  Nei, tíminn til að semja um vexti hefur aldrei verið verri en nú!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Baldur K.

    ESB-andstæðingar vilja hafa þetta mál óleyst sem allra lengst til að það þvælist fyrir mögulegri aðild Íslands, en ekki öfugt.

  • Ómar Kristjánsson

    þar að auki sagði þetta ekkert í því sem nú er vinsælt að vísa til. Spurningin var hvort tilskipunin segði að ríki ættu að fjármagna innlánstryggingakerfi. Svarið var fyrirsjánlegt náttúrulega, nei tilskipunin kvæði á um að fjármálastofnanir myndu fjármagna í aðalatriðum en alveg hugsanlegt að ríki kæmu inn til vara. Þetta ætti að duga til að uppfylla markmiðin o.s.frv. Spurningin og þ.a.l. svarið fór aldrei á það stig að spurning um ríkisábyrgð eða skaðabótaábyrgð ríkja væri greind. En varðandi tilfelli íslands var í svarinu sagt stuttlega að implementeringin væri ófullkomin og ennfremur að svarandi væri sammála lagalegu uppleggi ESA.

    Þetta er bara dæmigert fyrir umræðuna. 2-3 orð hent á lofti og spunnin upp einhver della en alltaf horft framhjá meginefni og eðli máls. Verulega þreytandi.

  • Ómar Kristjánsson

    Ps. jú, eg er sammála Baldri. Andsinnar vilja augljóslega hafa þetta mál í þeim tilgangi sem hann nefnir. Það er alveg augljóst.

  • Magnus Björgvinsson

    Er ekki full mikið að kalla Ásmundur Einar Daðason stjórnarþingmann? En er ekki rétt hjá mér að við höfum fram í september að svara ESA? Og eftir það fer málið fyrir EFTA dómstólinn. Og finnst furðulegt ef að eftirlitsstofnun með EES samningi og stofnun innan EFTA væri að fullyrða að okkur bæri að greiða innistæðutryggingarnar. Þeir hljóta ásamt sínum sérfræðingum í evrópulögum að vera búnir að skoða þetta ítarlega. Yfirmaður ESA var algjörlega viss um að við ættum að greða þetta.

    Síðan væri gaman ef menn áttuðu sig á að þegar við höfum verið dæmd til að greiða þetta þá höfum við um lítið að semja. Og með svo laka samningstöðu yrðum við væntanlega að taka því sem okkur væri skipað að gera.

  • Baldur K. – Það er reyndar eins og ESB-sinnar hafi verið tilbúnir að greiða hvaða upphæð sem er til þess að losna við Icesave sem inngönguhindrun.

    Auðvitað eigum við ekki að láta kúga okkur og borga það sem stórveldi og alþjóðabákn segja okkur að borga. Mér þykir það ömurlegur undirlægjuháttur að ætla að borga Icesave til þess að komast í ESB.

  • Ómar Kristjánsson

    Það sem er eftirtektarvert við álit ESA er þar er farið lið fyrir lið yfir afhverju skaðabótaábyrgð virkjast í þessu tilfelli með rökstuðnngi á hefðbundinn hátt í tilfelli skaðabótaábyrgðar samkv. evrópulögum. þ.e. með tilvísun í dómaforæmi lið fyrir lið.

    Að eg margbeðið menn um að koma með dómafordæmi sem ganga ge uppleggi ESA – án árangurs. Án árangurs. Ekkert svar. Zero, 0.

    Meir að segja Hr. Blöndal sem hefur nú verið í fararbroddi varðandi það að lagalega sé engin ábyrgð samkv. evrópulögum o.s.frv. – að hann hefur ekkert komið með en rauk í fjölmiðla þegar fyrirspurnin eða svörin frá Barníer voru til umfjöllunnar og: Aha! Svörum ESA með þessu!

    Meina, þetta er bara átakanleg vitleysa.

  • „Þegar Svavar náði vöxtum niður í 5.5% …“

    Ég veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta eftir að lesa svona setningar.

    Ef *við* eigum að borga Icesave lánið þá væri ágætt að fá það *útborgað* fyrst. Eða eigum við kannski að borga 100 milljarða til fórnarlamba hersetu breta og rukka þá síðan um upphæðina?

  • Ómar Kristjánsson

    Edit: ,,Að eg hef margbeðið menn um að koma með dómafordæmi sem ganga gegn uppleggi ESA“

    Ps. og ennfremur margútskýrði eg fyrir fólki hvernig skaðabótaábyrgð virkjaðist samv. evrópulögum. Að þar ættu menn ekki að leita að staðfestinfgu eða fyrirmælum ´sjálfri tilskipuninni helur líta á meginefni hennar og hvað þar væri í lög leitt! Lágmarksbæur til einstaklinga.

    Ég skoðaði málið á eigin spýtur og sá í hendi mér að samkv. fyrirliggjandi fordæmum evrópudómsstóls myndi kaðabótaábyrgð ríkis eiga við í þessu tilfelli. Og afhverju geta og gátu ekki alir séð það? Því í raun er það alveg augljóst og borðleggjandi – vegna amk. þriggja (3) veigamikilla ástæðna og/eða brota og bresta sem verða af hálfu Íslands með tilliti til EES. samningsins.

  • Sigurður G.

    Sammála hverju orði. Túlkun Ásmundar Daða er bæði bjánaleg og skólabókardæmi um hentistefnu. En það er líka rétt, hann er varla stjórnarþingmaður.

  • Þetta er dáldið undarleg framsetning.

    Í fyrsta lagi er vafasamt að tala um skilvirkt verðmat á baki kröfunni á grískum skuldabréfum í dag. Neyðarlán ESB og IMF voru veitt vegna þess að krafan var orðinn það há (800 punktar eða álíka í maí, man það ekki nákvæmlega)að ljóst var að greiðslufall blasti við í einni eða annarri mynd.Um 100 milljarða lán ESB og IMF var einmitt veitt til þess að gríska ríkið gæti fengið skjól frá mörkuðum og ekki þurft að endurfjármagna skuldabréf sín með útboðum næstu þrjú árin.

    Planið miðast við að opinberar skuldir Grikklands af landsframleiðslu fari úr ríflega 120% í um 145% á næstu þremur árum.

    Hafi verið litið á neyðarlánið sem einhverskonar traustsyfirlýsingu þá gerðist það ekki meðal fjárfesta. Þeir héldu áfram að dömpa grískum skuldabréfum og krafan hækkaði enn frekar.

    Þungavigtarmenn á sviði hagfræði telja einsýnt að gríska ríkið fái ekki greiðslufall umflúið.

    Í ljósi þessa er hægt að velta því fyrir sér hvaða innistæða sé fyrir þeirri fullyrðingu að trú erlendra fjárfesta á Íslandi aukist við að það sé formbundið að skuldir ríkisins séu margfalt það sem þær eru í dag. Ekki síst í ljósi þess að núverandi skuldir ættu að sennilega duga til þess að ríkið falli á gjalddaga.

    Lánshæfi íslenska ríkisins er á barmi þess að verða sett í ruslflokk vegna skuldastöðu þess. Ekki vegna þess að matsfyrirtækin telji einhvern skort á „greiðsluvilja“ ríkja hér á landi heldur vegna skorts á greiðslugetu.

    Icesave-skuldbindingarnar munu eðli málsins samkvæmt draga enn frekar úr þeirri greiðslugetu.

  • G.Kristjánsson

    Þetta er kannski ekki rétti vettvangurinn til að fara fram á að einhver sem vel er inni í Icesave málinu og er ritfær á dönsku og sænsku, skrifi greinar í dönsk og sænsk blöð.

    Ég bý í Danmörku og það litla sem um málið er birt í fjölmiðlum hérna er ákaflega afbakað. Ég hef oft rætt þessi mál við Dani, Svía og Norðmenn. Þar sem ég kem víða vegna atvinnu minnar er þetta talverður hópur fólks. Norðmenn finnst mér þó hafa meiri og réttari þekkingu á þessu.

    Það má segja að það sé rauður þráður í gegnum skoðanir fólks hérna á málinu, sem sé: Íslendingar fengu lán hjá Hollendingum og Bretum og nú neita þeir að borga!

    Þetta er uppistaðan í því sem almenningur hérna „veit“ um málið. Meira að segja blaðamenn á stóru blöðunum eru ekki með málið á hreinu.

    Svo nú skora ég á einhvern sem hefur vit á og getur valdið hlutverkinu að skrifa um það og senda fjölmiðlum í þessum löndum.

    Með kveðju

    G.K.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    GK,
    Þinn punktur er mikilvægur. Því lengur sem þetta dregst því öruggari verða útlendingar í sinni túlkun að Íslendingar vilji ekki borga sínar skuldir. Sama hversu röng þessi túlkun kann að vera þá berum við ákveðna ábyrgð á hvernig hún varð til.

    Vissulega er ekki bætandi á skuldir ríkisins, en ef ekki næst lausn á þessari deilu lokast fyrir fármögnun hjá OR og LV, þe. við fáum ekki fjármagn í arðbærar fjárfestingar í orkugeiranum en það er sá eini geiri sem gæti dregið okkur í land.

    Það verður ekki auðvelt fyrir fjármálaráðuneytin í Bretlandi og Hollandi að útskýra fyrir sínum skattgreiðendum hvers vegna ætti að fara að lækka vexti til Íslands á meðan vextir til Grikklands hafa tvöfaldast á sama tíma. Pólitík er pólitík, líka fyrir utan Ísland.

  • Sigurður #1

    Viljayfirlýsingar skipta engu máli þegar þær eru gefnar með breskar fallbyssur á gagnauganu.

    Fyrsta viljayfirlýsingin var gefin út með banka fjármálaeftirlit Seðlabanka og fleira á skrá yfir hryðjuverkasamtök í Bretlandi.

    Íslensk stjórnvöld voru á opinberum lista yfir hryðjuverkasamtök á borð við Alqaida og fleiri frjáls félagasamtök í þeim dúr.

    „viljayfirlýsingar“ sem eru settar fram undir slíkum þrýstingi eru ekki pappírsins virði.

  • Ólafur Elíasson, InDefence

    Sæll Andri Geir.

    Það gleymist gjarnan í þessari umræðu að eignir Landsbankans eru metnar á u.þ.b. 6.7 milljarða evra en samanlagðar innistæðukröfur Breta og Hollendinga (að 20 þús Evrum) eru „aðeins“ 3.9 milljarðar evra. Í samningunum sem þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu átti u.þ.b. helmingurinn af eignasafninu að renna til Breta og Hollendinga til að bæta þeim það sem þeir sjálfir bættu sínum innistæðueigendum umfram lámarkið sem er reyndar á ábyrgð breska innistæðutryggingasjóðsins þar sem Landsbankinn hafði „top up“ tryggingu í honum umfram 20.þús evrurnar. Eignir Landsbankans duga þannig vel fyrir innistæðutryggingum fái þær forgang . Ennfremur má benda á að líklega duga eignirnar langleiðina upp í 20 þús. á hverja kröfu, sé kröfunum ekki skipt í tvennt eins og bretar og hollendingar krefjast. Þ.e að hverri kröfu sé skipt í tvennt. Ein krafa sé fyrir það sem var fyrir neðan 20 þús. og önnur krafa sé fyrir það sem var fyrir ofan 20. Þús.
    Þetta er það sem Ragnar Hall lögfræðingur hefur verið að benda á.

    Kær kveðja.
    Ólafur Elíasson
    olaf@simnet.is

  • Ólafur E.

    Mjög góð ábending og því er ekki skynsamlegt að tefja uppbyggingu atvinnulífsins með því að þrjóskast við að taka ákvörðun í þessu Icesave máli. Tíminn er peningar.

    PS. Svo ein athugasemnd um vexti. Þegar Svavar tók við samningagerðinni var búið að legga upp með plagg þar sem vextir voru yfir 6%. Því er sú staðhæfingin að Svavar náði vöxtum niður, rétt, hvað svo sem menn vilja segja um þann samning eða framistöðu Svavars.

  • Ólafur Elíasson, InDefence

    Sæll Andri Geir.

    Ég held að við séum eitthvað að tala í kross hér.

    Ég er rétt að benda á að varnir okkar gagnvart kröfum breta og holllendinga eru ekki síður fólgnar í það að þeir hafa hingað til gert kröfu um hálft þrotabúið til sín vegna kostnaðar sem þeir sjálfir stofnuðu ti l og á eigin forsendum. Þeir ákváðu að tryggja umfram 20 þús. til að bjarga eigin kerfi, þær ákvarðanir byggja ekki á neinum lagaskyldum. Við í InDefence höfum á síðustu vikum verið að kynna okkur afstöðu evrópusambandsins varðandi uppgjör á föllnum bönkum og getum ekki betur séð en að það virðist vera skilningur sambandsins að eðlilegt sé að tryggðar kröfur fái forgang í eignir þrotabúa.
    Í þessu felst mikilvægur málstaður íslendinga gagnvart icesavekröfunni. Það að tala um að samninganefndin hafi náð að lækka vexti frá því sem áður hafði verið rætt um hljómar einkennilega í ljósi þess að samninganefndin samþykkti að um helmingur þrotabúsins gengi upp í kröfur umfram 20 þús.

    Þetta er eins og einhver sem væri að karpa um vexti á húsnæðisláni , segðist hafa náð góðum samningi vegna vaxtalækkunar. Hann hefði reyndar fengið helmingi minna og verðlausara hús fyrir sömu upphæð .
    Ég hygg að fæstir geri sér grein fyrir þessari hlið mála enda var samningurinn um þessa eignaskiptingu merktur sem trúnaðarmál í bak og fyrir. Það tók margar vikur og mikla vinnu að fá þetta plagg upp á yfirborðið. Ég get sent þér afrit ef þú kærir þig um.

    Hitt er svo annað mál að það virðist ekki nokkrum manni
    hafa tekist að rökstyðja það almennilega að eðlilegt sé að skattgreiðendur taki á sig ábyrgðina á falli einkabanka. Alla vega ekki með tilvísum í reglur Evrópusambandsins.

    Við erum held ég, algerlega ósammála um nauðsyn þess að klára icesave í hvelli. Það er mitt mat að betra sé að standa betur vörð um málstað íslendinga í þessu máli og þola einhver tímabundin óþægindi vegna aðgerða breta og hollendinga gegn okkur. Kröfurnar eru einfaldlega of illa rökstuddar og of háar.

    Svo skil ég ekki alveg viðkvæmni þína gagnvart alþjóðasamfélaginu. Hafa ekki Bretar beitt hryðjuverkalögum. Hafa ekki bæði bretar og hollendingar notað sér alþjóða gjaldeyrissjóðinn til að knýja fram kröfur sínar án dóms og laga. Gleymum heldur ekki að bæði breskir og hollenskir ráðherrar hafa opinberlega sagt að þeir muni nota áhrif sín til að koma í veg fyrir aðild íslendinga að Evrópusambandinu, gangi íslendingar ekki að kröfum þeirra. Þetta er eitthvað sem erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um og er á allra vitorði.

    Kær kveðja.
    Ólafur Elíasson
    olaf@simnet.is

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Sæll Ólafur,
    Takk fyrir útskýringuna sem ég skil mætavel. Hins vegar hélt ríkisstjórn Geirs Haarde hræðilega á þessu máli eins og svo mörgu öðru í kringum hrunið. Margendurteknar yfirlýsingar um að við ætlum að borga, aðeins sé deilt um vexti eru teknar trúanlegar erlendis. Á hvaða tímapunkti geta útlendingar treyst á orð Íslendinga?

    Það sem fer mest fyrir brjóstið á Bretum er brot á jafnréttisreglunni. þeir sem voru með sitt sparifé í innlendum útibúum fengu allt tryggt en ekki hinir. Þetta hafa Íslendingar aldrei útskýrt fyrir útlendingum. Er furða að þeir séu reiðir. Er ekki eðlilegt að búast við að stjórnmálamenn Breta og Hollendinga gæti hagsmuna sinna kjósenda?

  • Ólafur Elíasson, InDefence

    Sæll Andri Geir.

    Jú það er rétt að íslenskir stjórnmálamenn hafa sagt ítrekað að það sé ætlunin að sjá til þess að 20 þús. evrurnar séu greiddar. Hins vegar get ég fullvissað þig um að það datt engum í hug að Íslendingar ættu einungis að fá að nota helming eigna Landsbankas til að standa skil á þessu þegar því var lofað. Ég átti sjálfur í samskiptum við ráðherra og þingmenn eftir hrun þar sem ég var fullvissaður um að eignirnar myndu duga til og vel það. Allar þessar yfirlýsingar voru, að því er ég best veit, gefnar í þeirri fullvissu að „tryggða sparifjárkröfur“ væru mun lægri upphæð en sem nemur eignum bankans. Þess vegna kom samningurinn sem þjóðin felldi svona á óvart. Þar gaf samninganefndin eftir helming eignanna eins og hefur komið fram og hélt að hún gæti komist upp með að leyna því fyrir þjóðinni.

    Það merkilega er að breskir þingmenn sem við í InDefence höfum rætt þetta við hafa komið af fjöllum varðandi þessa eignaskiptingu. Þeir virðast taka undir okkar sjónarmið að slík eignaskipting sé ekki eðlileg. Við höfum ennfremur rætt þetta við á þriðja hundrað erlendra blaðamanna á undanförnum mánuðum og hefur það verið nánast alger regla að þeir hafi samsinnt okkar sjónarmiðum hvað varðar þetta atriði.

    Varðandi sanngirnisrök:
    Varðandi rök Breta og Hollendinga um mismunun, þá hefur þeim rökum verið ágætlega svarað af t.d. Stefáni Má Stefánssyni og Lárusi Blöndal í Morgunblaðinu.

    Ýmsir hafa hins vegar talið það veikleika á málstað Íslands að íslenskir sparifjáreigendur komi betur út úr falli Landsbankans en erlendir sparifjáreigendur.
    Þannig séu sanngirnisrök á móti aðgerðum Íslendinga. Þ.e. að þeir hafi bjargað sínum eigin verðmætum og bönkum á kostnað breskra og hollenskra sparifjáreigenda.
    Þegar eignir Landsbankans verða seldar er talið að allt að 90% náist upp í sparifjárkröfurnar í pundum og evrum talið. (Þessu hefur alla vega verið haldið fram af hálfu núverandi stjórnvalda ). Íslenskir sparifjáreigendur hinsvegar hafa vegna gengisfellingar þurft að horfa upp á sparifé sitt rýrna mun meira sé litið til raunverðmæta. Þegar litið er til þessara aðstæðna er afar hæpið að halda því fram að sanngirnisrök séu Íslendingum erfið þar sem íslenskir sparifjáreigendur ríða alls ekki feitum hesti frá falli þessa banka. Með neyðarlögunum urðu kröfur innlendra og útlendra sparifjáreigenda að forgangskröfum sem tryggir sparifjáreigendum forgang í þrotabúið. Þó þessar aðgerðir séu kannski ekki ýkja sanngjarnar gagnvart öðrum kröfuhöfum þá eru þær í anda þeirra viðbragða sem Evrópusambandið leggur sjálft til.

    Afstaða útlendinga:
    Það er skynsamlegt að fylgjast vel með afstöðu erlendra fjölmiðla gagnvart málinu og hlusta af athygli á það sem reyndir fjármálablaðamenn hafa um málið að segja, en þar sem þú hefur verið að vitna til þýskra fjölmiðla nýverið þá langar mig til að benda þér á að margir af virtustu fjölmiðlum hafa tekið undir málstað íslendinga gagnvart kröfum breta og hollendinga.

    http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,682346,00.html

    ‘The Icelanders Are Right to Hold Their Ground’

    In Monday’s newspapers, German commentators weigh in on whether the Icelanders have made the right choice.
    Süddeutsche Zeitung writes:
    „Icelanders are placing part of the blame for the crash of their banking system on shortcomings in Europe’s financial system. Many argue that the EU made this system itself. But Iceland chose to be part of that system. Before the crash, the island-nation’s politicians were more than happy to accept the rules of the game for European financial markets, and they even helped their banks. At best, they might have been starry-eyed — and possibly even corrupt. … Either way, they were elected representatives of the people, so the Icelanders bear some responsibility for the calamity.“
    „Still, the critics in Iceland are right about one thing, namely, that the body of international rules and regulations is full of holes. If it hadn’t been, bankers in Reykjavik would have had a much harder time plundering small-time investors overseas, with little oversight, and pushing their country to the brink of bankruptcy. European financial market regulations did not cause such activity, but they also did nothing to prevent it. As such, EU member states also bear some responsibility. A new Icesave agreement should reflect these facts and distribute the burdens between the affected states accordingly.“

    Die Tageszeitung writes:

    „(Iceland’s voters made) a wise decision. Otherwise, they would have destroyed their country. It’s bad enough that, two years ago, London and The Hague made up for the losses of their citizens who had invested in the collapsed Icesave bank. Why should a country compensate investors who voluntarily put their money at risk in the hopes of making exorbitant profits? Those who hand their money over to shady speculators do so at their own risk. Demanding the lost money from every single Icelander goes against the logic of market capitalism.“
    „Of course, Icelanders also bear responsibility for the fact that their banks were insolvent. Over the course of a decade, lured by the promise of becoming the world’s wealthiest island, Icelanders supported their government’s market-friendly policies, which in turn eliminated the Scandinavian-type welfare state it previously had. That’s enough for them to deal with already.“

    The business daily Handelsblatt writes:

    „Since the outbreak of the financial crisis, it has become fashionable for countries to privatize bank profits while collectivizing their losses. The Icelanders have dared to refute this principle. To point fingers at them now and complain is just plain wrong. What other Western population would have decided otherwise in a referendum?“
    „The Icelanders have held their ground — and are right to do so. Why should they foot the bill for the debts that a handful of financial oligarchs piled up …? Such a vote would have turned out the same in Germany, Great Britain or the United States, had their populations had been allowed to vote bank bailout measures.“
    „The Icelanders have put an important twist on the debate over how to work through the financial crisis. What’s tragic is that, in settling this matter of principle, they have created an obstacle to their future. The affront this causes to two EU member states might make their EU accession more difficult.“

    The center-right Frankfurter Allgemeine Zeitung writes:

    „As long as things were going well for them, British and Dutch Icesave customers pocketed high interest payments, so both sides are responsible. … For the next round of negations, there should be an independent mediator at the table. The law of the strongest should not hold sway when it comes to countries that are friends.“
    „Iceland is the testing lab of the financial crisis, and it brings up a lot of questions. What would happen if a population could vote on whether to bear the costs for its banks’ losses? Or the debts that its politicians have piled up? The question is not as crazy as it might sound. One of the core elements of any democracy is popular control over tax revenues. Bankers and politicians have a lot to be afraid of because, in the past, they have made so few efforts to explain to people the oft-invoked ‘systemic risk’ for which they are spending the money of other people and generations. But, for their part, citizens and consumers must also recognize that they tolerated this shortcoming for far too long.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur