Laugardagur 28.08.2010 - 15:05 - 14 ummæli

Besti flokkurinn gerir illt verra

Lengi getur vont versnað og það á svo sannarlega við um OR.  Hækkunin þar á bæ var meiri en flestir reiknuðu með en þó ekki, þegar betur er að gáð.  Áður en þessi hækkun var tilkynnt var ákveðið af hinum nýja borgarmeirihluta að OR með sinn gríðarlega skuldabagga hætti við stóriðju og leggja því hlutfallslega meiri byrðar á herðar almennings.

Þessi stefnubreyting skýrir að hluta til hækkun taxta OR umfram 20%.  Stóriðja er jú arðbærasti hluti OR, taxtar þar eru í erlendri mynt og hafa snarhækkað miðað við taxta í krónum.

Í þeirri stöðu sem OR er í dag kæmi best við buddu borgarbúa að auka hlutdeild stóriðju, fá þar inn fleiri stóra kúnna sem borga í alvöru gjaldmiðli.  Þar með væri verið að dreifa skuldaklúðri fortíðarinnar yfir á fleiri herðar en ekki færri og ná meira jafnvægi og stöðuleika í fjármálin.

Stefnu og stöðu OR átti að ræða fyrir kosningar, þar áttu flokkarnir að setja fram sínar áherslur og plön.  Þá hefðu borgarbúar haft a.m.k einhverja hugmynd um hvað þeir væru að kjósa mælt í krónum og aurum, í stað þess að þurfa að afhenda flokkunum enn eina óútfyllta ávísun.

Stefna Besta flokksins er vissulega mjúk, græn og hugguleg en hún er dýr og mun kosta hækkanir og niðurskurð sem margir hafa kannski ekki gert sér grein fyrir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Björn Kristinsson

    Andri þann 23. maí 2010 sendi ég til þín eftirfarandi færslu. Virðumst vera að feta svipaða braut og gott betur.

    Björn Kristinsson
    23.05 2010 kl. 12:20 #
    Afdrif OR eru háð árangri við endurfjármögnun erlendra lána. OR hefur þegar gefið út að það muni hækka verð til neytenda á næsta ári:

    http://www.visir.is/article/20100320/FRETTIR01/154779204/1202

    Við þessa hækkun bætist síðan orkuskattur sem hefur þegar verið lekið út að verði settur á. Ég geri ráð fyrir því að orkuverð frá OR til almennings að viðbættum auknum sköttum muni hækka um 40% á árunum 2011 til 2012.
    Þetta mun fara beint út í verðlagið. Verðbólgan er því ekki á niðurleið nema tímabundið.

  • þessi pistill er bara vitleysa.
    Hvernig er hægt að kenna besta flokknum nánast að orkuveitan var nánsts gjaldþrota eins og þú veist og skrifaðir um fyrir kosningar.
    Eiríkur Hjálmarsson skrifaði að þú færir með vitleysu, þannig að starfsfólk og stjórnendur hafa þagað um stöðu orkuveitunar í langan tíma. þannig að það var ekki hægt að fjalla um stöðu orkuveitunar fyrir kosningar og Hanna birna sagði alltaf staðan væri bara fín
    Stóriðju osftækisfólkið hefur sagt að orkan til stóriðju væri á svo frábæru verði að við ættum að selja meira og meira til stóriðju.
    4 flokkurinn ber alla ábyrgð,þá sérstaklega framsókn og sjálfstæðisflokkur, en ekki besti flokkurinnn.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Albert,
    Eitthvað hefur þú misskilið þessa færslu og kannski var þetta ekki nógu skýrt sett fram hjá mér. Auðvita ber 4 flokkurinn eins og þú segir ábyrgð á fortíðinni en Besti ber ábyrgð á framtíðinn á meðan hann er við völd.

    Þegar sjóðsflæði er reiknað fram í tímann þarf að taka tillit til allra viðskiptavina og hvaða tekjur þeir mynda. Ef ekki koma fleiri stóriðjukúnnar í framtíðinni verður að reikna meir á almenning sem þýðir meiri hækkanir til þeirra.

    Skynsamleg nýting orku er málið, ef vel er staðið að stóriðju getur hún verið mjög arðbær. Hins vegar er rétt að öllu má klúðra.

  • Magnus Björgvinsson

    Hvernig sérð þú fyrir þér að fyrirtæki sem þarf að endurfjármagna lán sín á næstu árum en hefur ekki tekjur til þess, geti farið í að fjárfesta meira í orku til stóriðju? Eins þá bendi ég á að öll lán OR eru í erlendri mynt og flest vegna stóriðju því ætti hækkun eða lækkun krónunar ekki að hafa áhrif á stöðu fyrirtækisins ef að það er að hagnast svona á orkusölu til stóriðju. Ætli málið sé ekki að orkuverð til stóriðju er bundið t.d. verði á áli sem sveiflast. Og eins þá bauð orkuveitan í samkeppni við Landsvirkjun og HS orku í sölu á orku til álvers Norðuráls. Og er því ekki mjög ábatasamt.

    Ef að OR væri að hagnast svona mikið á sölu orku til Norðuáls þá ættu þær tekjur að standa undir lánum sem tekin voru til að skaffa þá orku. Og þá væru engin vandamál í dag.

    Og að lokum að skv. talsmönnum OR hafa lánveitendur lýst því yfir að þeir láni ekki meira eða aftur nema að OR auki tekjur sínar strax með hækkun gjaldskrár.

  • Ómar Kristjánsson

    Fólk er líka að vanmeta icesavefaktorinn (eða það má ekki minnast á það) það að íslendingar sumir hafa hagað sér eins og þeir hafa gert varðandi alþjóðlegar skuldbindingar og þarf ekki að skýra frekar, er að stofna endurfjármögnun lykilstofnanna í stórvoða. Þetta telur allt hægt og bítandi. (En nei nei, fólk mun eigi skilja þetta)

  • Magnús,
    Auðvita þurfti að hækka taxta of það hefði átt að gera áður en lánshæfni OR féll niður í rulsaflokk (LV og ríkið eru enn í fjárfestingarflokki)

    Við megum ekki láta fortíðarvandann villa okkur framtíðarsýn. Við eigum að leita allra ráða til að stækka tekjuhlið OR og létta á buddu borgarbúa. Það er ekki gert með því að útiloka arðbærar stóriðjuframkvæmdir. Hvernig væri að taka pólitíkina út úr OR og reka fyrirtækið á viðskiptalegu forsendum.

  • Baldur Ragnarsson

    Eins og Jónas Kristjánsson (jonas.is) bendir á er útþensla OR þeim sjálfum að kenna. Stjórn OR kunni ekki fótum sínum forráð í græðisvæðingunni þegar endalaust átti að virkja í þágu framtíðaráliðnaðar. Annað sáu menn ekki. En virkjanir kosta fokdýrar fjárfestingar. OR var því steypt í skuldir sem almenningur þarf að borga.

    Stóriðja er ekki valkostur við þessar aðstæður. Allra síst á því hræbillega orkuverði sem henni er boðið.

  • Ég er sammála þessu bloggi.

    Það er enginn að segja að staða OR er Besta flokknum að kenna. Heldur er hann að gera illt verra einsog fyrirsögnin bendir á.

  • Besti flokkurinn er bara að gera það sem þarf við gjaldþrota fyrirtæki.
    Fyrirsögnin hefði kannski mátt vera,
    „Hvers vegna sögðu Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur okkur ekki satt fyrir kosningar“?

  • Nú ertu kjánalegur, arðbærasti hluti OR er smásalan til almennings í landinu þar sem þrefalt verð er borgað….

    það kostar kannski pening að setja upp netið í öll húsin en eftir að það er komið er endalaust peningastreymi inn í orkuveituna með lágmarkskostnaði…

    Helvítis bull, svo eru miðlungs fyrirtæki sem borga fullt orkuverð mun verðmætari en stóriðja…

    Þú hlýtur að vera mjög illa að þér í reikning ef þú sérð ekki þessar staðreyndir

  • Sófaröflari að skjóta sendiboðann. Slæmri stöðu Orkuveitunnar hefur verið haldið leyndri þangað til það er svo komið að fjandans báknið er að fara á hausinn, já það var logið upp í opið geðið á okkur. Helstu ástæður fyrir lántökum OR er vegna virkjanaframkvæmda sem eru að sliga fyrirtækið, nú þarf að draga í land og hætta þessu stórkalla pungabulli og gera það sem OR var stofnað til að gera þ.e. að þjónusta heimilin og fyrirtækin í sveitafélögum sem eru eigendur OR. þú veður í villu að segja að sú stefna að moka undir stóriðju hafi verið hugsunin bak við stofnun OR, nei, við almúginn áttum að fá rafmagn og vatn á hóflegu verði og OR átti fyrst og fremst að þjónusta okkur en ekki peningakallanna sem við erum núna eins og alltaf að borga fyrir.

    Það væri áhugavert að vita hvort þú hefur einhverjar raunverulega lausnir á þessari stöðu OR, annars er þetta bara tilgangslaust röfl í þér um hvað asnarnir í Bestaflokknum eru miklir aular. Hver er þín lausn og hvar myndir þú finna peninga til að virkja fyrir stóriðjuna?

  • Nær allar skuldir OR eru í gjaldeyri svo nauðsynlegt er að fá tekjur inn í sömu mynt. Erlend lán verða ekki borgðu með krónum. Hvar á OR að fá gjaldeyrir til að borga sín lán? Þetta er hluti af fortíðarvandanum og það er ekkert vit í að loka á möguleika á meiri erlendum tekjum.

    Það sem ég er að segja er að halda verður öllum möguleikum opnum til að lágmarka taxtahækkanir til almennings í framtíðinni. Að loka á einhverja af þessum möguleikum út frá pólitískri hugmyndafræði kostar peninga.

    Fyrsta skerfið er að koma lánstrausti upp í sama flokk og LV og ríkið sem verður nú aðeins gert með taxtahækkunum og traustri fjármálastjórnun. Síðan verður að athuga þann möguleika að fá norrænt orkufyrirtæki inn í OR sem eignaraðila, aðila sem nýtur trausts á erlendum fjármálamörkuðum og getur komið með fjármagn á verði sem Íslendingar hafa ekki aðgang að. Þetta er auðvita hægt, en hugmyndafræði VG leyfir þetta ekki og sama virðist eiga við hugmyndafræði Besta.

    Það er lítill vandi að finna fjármagn í orkuvinnslu hér á landi svo framalega sem við gerum okkur grein fyrir að við verðum að gefa eftir í okkar stífni og þrjósku hvað varðar eignarhald og stjórnun. Allt er hægt ef viljinn og kunnátta er fyrir hendi. OR, Magma og HS orku málin eru allt afsprengi íslensk klúðurs, það eru til önnur vinnubrögð ef fólk aðeins vill hugsa og leita.

  • Er ekki alveg sáttur við þá fullyrðingu að stóriðjan sé arðbærasti hlutinn. Allt snýst þetta um framsetningu. Nesjavallarvirkjun var nánast afskrifuð þegar orkuframleiðslu var bætt við. þeas orkuframleiðslan var aukageta miklu stærri fjárfestingar. Fór sú orka ekki til stóriðju. Nú er hellisðheiðarvirkjun búin að kosta 90 milljarða. Nýting á heitu vatni er viðbótarafurð. Hvernig þetta er svo fært í bókhaldi ætti að vera mikilvægt að upplýsa. Ef farið hefði verið að stað með Hellisheiðarvirkjun vegna öflunar á heitu vatni þá er næsta víst að viðbótargetan til orkuframleiðslu væri mjög ódýr og hagkvæm. Varðandi skólpið þá er OR að greiða niður yfirtöku á skólpinu frá Reykjavíkurborg. Á hvaða verði það var gert er eitt sem þyrfti að skoða en þar myndast óeðlileg skuld. KauP OR á sumahúsaveitum er einnig ámæliverð og verðlagning út úr kortinu. Á meðan verið er að bóka þetta á smásölu þá gæti niðurstaðan verið sú að fullyrðingin stenst

  • SAS,
    Auðvita er alltaf álitamál hvernig þessi hagnaður er reiknaður og þá sérstaklega hversu mikið af gömlum kostnaði er sett inn í dæmið.

    Hins vegar verður að líta á jaðarhagnað af stóriðju. Á þeim grundvelli ætti stjóriðja að vera mjög arðbær.

    Það sem auðvita ruglar allan reikning hjá OR er bruðlið og vitleysan í fortíðinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur