Fimmtudagur 09.09.2010 - 08:32 - 21 ummæli

Þjóðhagslegur stöðuleiki: 138. Ísland – 139. Simbabve!

Þá er komin erlend staðfesting á því að þjóðhagslegur stöðuleiki á Íslandi og í Simbabve eru þeir verstu í víðri veröld.  Í nýju riti Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir samkeppnisstöðu 139 ríkja 2010-2011 lendir Ísland í 138. sæti hvað varðar þjóðhagslegan stöðuleika (stability of the macroeconomic environment). Neðstu fimm sætin verma:

135. Malaví

136. Gana

137. Jamaíka

138. Ísland

139. Simbabve

Grikkland er ekki langt undan og lendir í 132. sæti.

Nú byggir þessi skýrsla á 10 samkeppnisþáttum og þjóðhagslegur stöðuleiki er aðeins einn af tíu.  Sem betur fer skorar Ísland hærra á hinum níu þáttunum nema þegar kemur að samkeppnisstöðu íslensk fjármálamarkaðar (financial market development) þar lendir Ísland í 122. sæti tveimur sætum neðar en Íran og 29 sætum neðar en Grikkland.

Þessi skýrsla verðu eflaust afgreidd á hinn klassíska íslenska hátt:  útlendingar misskilja stöðu Íslands, þetta er byggt á gömlum tölum, algjör viðsnúningur hefur átt sér stað síðan þetta var sett saman, hvað vita útlendingar um Ísland og ef þetta dugar ekki, þá er þetta samantekið samsæri til að ná yfir íslenskum auðlindum með því að sverta gott nafn Íslands.

Sama hvernig þetta verður matreitt innanlands, þá lesa menn þetta í hinum stóra heimi og hér er á ferðinni vönduð og vel unnin skýrsla samin af óháðum aðilum.  Það er erfitt að sjá að margir erlendir bankamenn geti afgreitt lán til Íslands með svona staðreyndir í höndunum.  Við komumst ekki út úr svona stöðu nema með mikilli erlendri hjálp fyrst frá AGS og svo í gegnum aðild að ESB.  Að reyna að standa ein og toga sig upp úr 138. og 122. sæti mun taka áratugi  ef það yfir höfuð mun takast.

Það er gjörsamlega óforsvaranlegt að leggja svona byrgðar á næstu kynslóð sem verður þá kynslóð hinna tapaðra tækifæra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • sigthor jonsson

    Þetta er algjörlega rétt, hrokinn hefur ekkert minnkað við fallið…

  • Úff þetta er sláandi!
    Nú er spennandi að sjá hvort fjölmiðlar fjalla um þetta eða hvort þetta verði afgreitt með „out of sight, out of mind“ aðferðinni.

  • Runólfur G

    Þú og þinn endalausi ESB áróður

  • Við þurfum fyrst að sjá hvernig ESB höndlar sín vandamál sbr. Grikki. Hugmyndir eins og B gjaldmiðill fyrir óæðri lönd ESB og svo framvegis. Allt frekar óspennandi prospect fyrir Ísland sem myndi klárlega lenda í B hóp.

  • Það er návæmlega sama hvaða rök eru framborin, fólk viðurkennir ekki neitt nema eigin örmjóu sjónarmið, samanber ummæli frá Runólfi G.
    Þessi skýrsla er enn ein sönnunin um okkar ömurlegu stöðu

  • Runólfur G. er með þetta. Þetta er ekkert annað er skrælingjaálit sem ekki skilja snilli hinnar íslensku stjórnsýslu og óendalega framsýni og visku hins íslenska fjármálageira. 🙂
    Kveðja að norðan.

  • Björn Kristinsson

    Kalt mat, hvernig fór ein ríkasta þjóð í heimi að enda á þessum stað ?

    Þurftum við nokkuð hjálp til þess ?

    Það er svo mikilvægt að skilja hvernig í ósköpunum við fórum að því að klúðra málum svo mikið. Það má ekki rugla hér saman ESB og þessu mikilvæga lærdómsferli. Það eru tvo ólík málefni.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Við þurfum erlenda hjálp, einu aðilarnir sem geta og vilja hjálpa okkur eru AGS og ESB. Það væir óskandi að við hefðum aðra möguleika en hverjir eru þeir?

    Við erum í miklu meiri vanda en margir vilja viðurkenna, að halda að við getum allt sjálf og að tíminn vinni með okkur er ekkert annað en blekking.

    Þetta er sú kynslóð sem eyddi sparnaði foreldar sinna og rústaði þeirra uppbyggingu og núna vill velta öllu yfir á börn sín og ræna þau sínum atvinnutækifærum.

    Ef ekkert er gert munu þessir tveir þættir draga hina 8 niður þannig að menntun, heilsa og innviðri samfélagsins mun hraka hlutfallslega gagnvart okkar nágrönnum á næstu 15-20 árum.

    Við eru nú í skjóli AGS sem hjálpar okkur að halda í norræna velferðarkerfið eða það sem eftir er af því. Eftir 15 ár ein og óstudd verður ansi lítið eftir af því.

  • Einar Guðjónsson

    Þetta hefur auðvitað legið fyrir lengi en nú er greinilega um eigin athugun að ræða en ekki byggt á “ upplýsingum“ frá Fjármálaráðuneytinu í Reykjavík.
    Þetta er auðvitað fúskaraþjóðfélag á öllum stigum.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Er þetta ekki enn eitt dæmið um hinar „séríslensku aðstæður“ sem eru ef maður fer að skoða þær aðeins tvær, lega landsins og tungumálið. Og hvoru tveggja er „handicap“.

  • Björn Kristinsson

    Ég er hjartanlega sammála þér enda hef ég bent á það reglulega á síðunni þinni að við þurfum mikla hjálp. Vandi okkar stendur okkur svo nærri, er partur af þjóðarmeini okkar. Þess vegna þurfum við erlenda aðstoð til að koma okkur á legg.

    Í þessu felst einnig tækifæri, að hanna „protokoll“ sem gæti verið fyrirmynd fyrir þjóðir í áþekkri stöðu, og miðað við listann þinn þá eru nokkuð margar sem eru á „færibandinu“.

    Það eru margar leiðir sem koma til greina hér og þú nefnir nokkarar Andri. Það væri mjög spennandi leið að við myndum breyta um fókus, líta á stöðu okkur sem einstakt tækifæri fyrir umheiminn að læra að komast út úr „extreme“ hruni. Alþjóðleg nálgun, sérfræðingateymi, ekki aðeins frá Evrópu, heldur einnig frá USA og Asíu. Lítum á það sem gerðist á Íslandi sem einstakt „pílot case“ fyrir teymi hagfræðinga, stjórnmálafræðinga, siðfræðinga o.s.frv. til að móta nýtt og betra samfélag.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Þegar svona skýrslur koma út sést best hversu slæmt er að hafa ekki sjálfstæða Þjóðhagsstofnun.

  • „Þetta er sú kynslóð sem eyddi sparnaði foreldar sinna og rústaði þeirra uppbyggingu og núna vill velta öllu yfir á börn sín og ræna þau sínum atvinnutækifærum.“

    Sannari setning hefur sjaldan verið sögð.

  • Andri Haraldsson

    Þetta er áhugaverð skýrsla. Sem betur fer stendur Ísland miklu betur á ýmsum öðrum þáttum sem metnir eru — en þess þá heldur ætti þjóðin að hafa kjark til að leita sér aðstoðar hjá þeim sem geta hjálpað við að endurreisa þá þætti sem mestu skipta fyrir litla þjóð sem stendur í miklum erlendum viðskiptum.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Nafni,
    Þeir 2 þættir sem hafa hrunið geta gert það hratt, hinir átta síga niður en hrynja ekki. Hættan er að þeir munu hægt og bítandi síga næstu 15 árin. Við megum ekki verða eins og froskurinn sem var settur í kalt vatn sem síðan var hitað hægt upp að suðu.

  • Ég skil vel einkunnagjöfina fyrir financial market development, þar sem algert kerfishrun varð á því sviði. En að setja okkur á sama stað og fátækustu ríki heims hvað varðar „stability of the macroeconomic environment“ er nú ansi langt gengið. Á Íslandi er þrátt fyrir allt ein mesta verðmætasköpun á mann í heiminum og ég bara skil ekki hvernig hægt er að setja slíkt ríki svo neðaralega í þessum flokki. Er einhver útskýring á þessari einkunn?
    Við skulum hafa það í huga að álits og einkunna gjafar erlendis hafa nú oft skitið á sig líka, t.d. þegar Ísland var í toppsætunum á þessum listum.

  • nei nei hvað sér maður. erum við sæti fyrir ofan Zimbabwe í þjóðhagslegumstöðugleika. landi þar farið var fyrrningarleið á helstu frumframleiðslugrein landsins. eitthvað sem stjórnvöld hér vilja fara. ekki skrítið að menn setja okkur sæti fyrir ofan Zimbabwe, þeir fóru þessa leið, hér vilja stjórnvöld fara á eftir þeim.

    erlendir aðilar þýða það sem stjórnmálamenn segja hér á landi. umræðan um fyrrningarleiðin hefur áhrif og menn sjá úti hvurslags vitleysa er í gangi hjá þessum stjórnmálamönnum sem reyna með sama hætti og stjórnmálamenn í Zimbabwe gerðu, vinna sér inn vinsældir með því að tala illa þá sem vinna við frumatvinnugrein landsins um og fara svo fyrrningarleið til að endurúthluta auðlindinni. sama orðræðan hér og var í Zimbabwe.

    árangurinn verður einnig sá sami.

  • Andri Haraldsson

    Andri-

    Er alveg sammála þér. En það virðist að flestir Íslendingar vilji láta á það reyna að fara íslenskar sérleiðir í að endurreisa landið, frekar en þora að taka beinan þátt í umheiminum í krikngum sig.

    Það er það sem ég átti við með kjarkleysi. Aðhafast ekkert, en lifa í þeirri bjargföstu trú að Ísland sé svo æðislegt að stúdentar í námi komi alltaf heim, og að þeir sem eru á Íslandi flytji ekki burtu — alveg óháð kaupmætti launa og hvernig atvinnutækifæri bjóðast.

    @fannarh
    Annað hvort veistu lítið um það sem hefur gerst í Zimbabwe eða þú veist lítið um þær hugmyndir sem búa að baki breytingum á kvótakerfinu, eða kannski sem er líklegast að þú vitir ýmislegt um bæði en sért bara að reyna að vera sniðugur.

    Samkvæmt fyrningarleiðinni verður núverandi útgerðarmönnum ekki meinað að halda áfram í útgerð, heldur þurfa þeir að leigja aðgang að miðunum, í stað þess að þeir hafi ókeypis aðgang. Það má alveg deila um hvort þetta sé skynsamlegt–en þetta á ekkert sameiginlegt með ofsastjórn Mugabe, eignaupptöku hans og hans kóna, eða því hvernig stjórnarandstaðan þar í landi hefur með skipulögðum hætti verið myrt af sérsveitum hersins.

  • stefán benediktsson

    Við þurfum bara að loka nokkrum bókabúðum til að standa jafnir Malawi, þeir eru bara með eina.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Pétur,
    Ég hef farið aðeins dýpra í þessa skýrslu og er með nýja færslu sem vonandi svarar þínum spurningum.

  • Andri. í Zimbabwe var sama umræðan. fyrir kosningar eitt árið leit út fyrir að ríkjandi stjórnvöld myndu missa völdin. þau höfðu bara ekki lengur neitt fram að bjóða til fólks. þá var farið í haturs herferð gegn landeigendum og því lofað að rétta ranglætið og afhenta þjóðinni aftur landið. það var í meigin dráttum sama orðræða þar og er hérna í dag.

    síðan hafa komið æði misjafnar sögur um það hvernig fyrrningarleiðin yrði útfærð. sjávarútvgurinn greiðir nú þegar fyrir aðgang að auðlindinni. það er auðlindagjald í dag og við það bætist að útgerðin greiðir alla skatta eins og aðrir. ofan allt saman þá eru þeir sem fengu úthlutað í upphafi farnir úr greininni. þeir sem eftir eru hafa kept nánast allt sitt. Eins og kom fram hjá Sigurjóni M. Egilssyni í viðtali við frægan aflaskipstjóra á suðurnesjum þá er nánast ekkert eftir af upphaflega kvótanum sem hann fékk úthlutað vegna aflasamdráttar og endalausra kerfisbreytinga og tilfærslna frá t.d. honum yfir í smábátakerfið sem var nánast ekki til 1983, strandveiðar, byggðarkvóta og línuívilnun. þarna eru tonn sem hafa verið færð frá einum til annars. þarna er í raun um fyrrningu að ræða.

    sem betur fer er munurinn á Íslandi og Zimbabwe að hér berjast menn með orðum en ekki sveðjum.

    svona til fróðleiks þá hefðu menn mátt kynna sér reynslu annara ríkja á því að fara svona leiðir. vil benda mönnum á hvernig þeir í Namibíu hafa gert þetta. þar er hefur verið mikil krafa frá almenningi að fara sömu leið og farið var í Zimbabwe. stjórnvöld hafa engan áhuga á slíku en settu í lög ákveði sem kallast „willing seller, willing buyer“. ef þeir sem eiga auðlind, í þessu tilfelli land, vilja selja hana frá sér, þá hefur ríkið forkaupsrétt á henni. ríkið getur síðan selt þeim sem það vill selja til landið. hvort sem það í bútum til margra aðila sem vilja verða smábændur eða til eins aðila á markðsverði eða undir markaðsverði. það er algjörlega pólitísk ákvörðun.

    því miður þá hefur alltaf verið lítill áhugi á Íslandi að læra af mistökum annarra. við þurfum alltaf að framkvæma þau sjálf tvisvar þrisvar áður en við lærum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur