Miðvikudagur 15.09.2010 - 08:37 - 4 ummæli

Mannlegur breyskleiki

Nú virðast endurskoðendur hafa bæst í hóp stjórnmálamanna, bankamanna, eftirlitsaðila, embættismanna og annarra sem brugðust fyrir hrun.

Það er æ betur að koma í ljós að það var ekki hugmyndafræðin eða lagaramminn sem brást.  Það var fólkið við völd sem brást.  Fólk sem hafði ofurtrú á sjáflu sér, blindaðist af eigin heimi og viðhlæjendum.  Fólk sem sýndi taust en gleymdi að sannreyna. 

Varnir valdsmanna fyrir hrun eru farnar að líkjast vörnum varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfelds fyrir Íraksstríðið.  Eða eins og Rumsfeld sagði:

„There are known knowns. These are things we know that we know.  There are known unknowns. That is to say, there are things that we know we don’t know.  But there are also unknown unknowns. There are things we don’t know we don’t know.“

Eini munurinn er að hjá Geir og Ingibjörgu virðist allt íslenskt samfélag hafa verið  „unknown unknowns“, eða var það kannski „known unknowns“?. 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • „He that knows not,
    and knows not that he knows not
    is a fool.
    Shun him

    He that knows not,
    and knows that he knows not
    is a pupil.
    Teach him.

    He that knows,
    and knows not that he knows
    is asleep
    Wake him.

    He that knows,
    and knows that he knows
    is a teacher.
    Follow him.“

    (Arabic proverb)

  • Þarna er Rumsfeld ekki frumlegri en svo að hann vitnar beint í Churchill.

    Ég held að íslensku stjórnmálamennirnir ættu að geta bætt við þetta „there were things I knew that I wish I didn’t have known“.

  • I know you think you understand what you thought I said but I’m not sure you realize that what you heard is not what I meant – Alan Greenspan

  • Andri Haraldsson

    Aldrei þessu vant þarf nú ekki einu sinni að leita út fyrir landsteinana til að finna ráð sem hefðu gagnast íslenskum ráðamönnum. Horskir menn íslenskir hafa lengi lesið Hávamál sér til innsæis og upplyftingar. Hér eru nokkur erindi sem eiga ágætlega við.

    1.
    Gáttir allar,
    áður gangi fram,
    um skoðast skyli,
    um skyggnast skyli,
    því óvíst er að vita,
    hvar óvinir
    sitja á fleti fyri

    5.
    Vits er þörf,
    þeim er víða ratar;
    dælt er heima hvað.
    Að augabragði verður,
    sá er ekki kann
    og með snotrum situr.

    6.
    Að hyggjandi sinni
    skyli-t maður hræsinn vera,
    heldur gætinn að geði.
    Þá er horskur og þögull
    kemur heimisgarða til,
    sjaldan verður víti vörum,
    því að óbrigðra vin
    fær maður aldregi
    en manvit mikið.

    18.
    Sá einn veit,
    er víða ratar
    og hefir fjöld um farið,
    hverju geði
    stýrir gumna hver,
    sá er vitandi er vits.

    20.
    Gráðugur halur,
    nema geðs viti,
    etur sér aldurtrega;
    oft fær hlægis,
    er með horskum kemur,
    manni heimskum magi.

    26.
    Ósnotur maður
    þykist allt vita,
    ef hann á sér í vá veru.
    Hittki hann veit,
    hvað hann skal við kveða,
    ef hans freista firar.

    27.
    Ósnotur maður,
    er með aldir kemur,
    það er best, að hann þegi.
    Engi það veit,
    að hann ekki kann,
    nema hann mæli til margt;
    veit-a maður,
    hinn er vætki veit,
    þótt hann mæli til margt.

    37.
    Bú er betra,
    þótt lítið sé,
    halur er heima hver;
    blóðugt er hjarta,
    þeim er biðja skal
    sér í mál hvert matar.

    40.
    Fjár síns,
    er fengið hefir,
    skyli-t maður þörf þola;
    oft sparir leiðum,
    það er hefir ljúfum hugað,
    margt gengur verr en varir.

    55.
    Meðalsnotur
    skyli manna hver,
    æva til snotur sé;
    því að snoturs manns hjarta
    verður sjaldan glatt,
    ef sá er alsnotur, er á.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur