Miðvikudagur 15.09.2010 - 22:58 - 28 ummæli

Pólitískur forseti

Ólafur Ragnar Grímsson segir í Kína, hvers konar klúbbur er ESB?  Nær væri að spyrja, hvers konar forseti er ÓRG?

Þegar forseti Íslands er farinn að gagnrýna ESB, samtök sem eru eitthvað sterkasta aflið í heiminum sem berjast fyrir mannréttindum, í landi eins og Kína þar sem mannréttindi eru fótum troðin hefur Lýðveldið Ísland ná enn einum lágpunkti.  Lengi getur vont versnað, er það eina sem maður getur sagt.

Hér er forseti sem viðurkennir að hann gapti allt of mikið upp í ginið á spilltum útrásarvíkingum farinn að mæra Kína og gagnrýna Evrópu.  Alveg er það ótrúlegt hvað Íslendingar eru svagir fyrir einræðisöflum!

Eitt er víst, ÓRG hefur gjörsamlega tvístrað embætti forseta Íslands, það er ekkert sameiningartákn lengur.  Embættið er orðið hápólitískt og Ísland fátækara fyrir bragðið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (28)

  • Nú, eða ríkara.

  • Hákon Jóhannesson

    …spilltum útrásarvíkingum… Framkoma umræddra „útrásarvíkinga“ hefur ekkert með spillingu að gera. Þessir drengir eru flestir frammi fyrir dómurum, hér á landi eða á erlendri grundu. Fyrirlitnir af almennum borgurum vegna eigin brota. Orðræðan verður furðulegri með degi hverjum; enda mikið í húfi. Ég vil ekki vera ókurteis, en mér finst mjög sérkennilegt hvaða áhrif flutningur bloggara yfir á „eyjuna“ hefur. Séð það hjá mörgum. Mér finnst framsetning þín hafa breyst. Mildast öll. Máske hef ég rangt fyrir mér. Er moggabloggið kanske betri vist þegar upp er staðið?

  • Ja, forsetinn hefur allavega ástæðu til þess að gagnrýna mannréttindabrot ESB ríkis Frakklands, sem hann hefur ekki gert hingað til.

    Vonandi fer hann nú ekki í heimsókn til Sarkozy, og mígur utan í hann og hans samtök.

    Gerast nú ESB sinnar selectívir á fréttir sem aldrei fyrr…..

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Hákon,
    Ég þakka þér fyrir athugasemdina. Ég hef oft velt því fyrir mér að skrifa á mínu eigin svæði, en hef ekki tæknilega yfirsýn eða þekkingu til að gera það upp á eigin spýtur. Moggabloggið var mjög gott og tæknilega það besta, en mogginn ekki frekar en fréttablaðið eru varla forsvaranlegir fréttamiðlar með aðalpersónur RNA við stýri. Þetta er mikið vandamál.

    Þessi færsla er um forseta Ísland og hans ferð til Kína en ekki útrásarvíkinga. Ég hef hins vegar tekið eftir að í mjög mörgum athugasemdum taka menn upp atriði sem ég tel fillingaratriði eða aukaatriði og gera að aðalatriðum. Þetta er nokkuð sem ég þarf að athuga og kannski þarf ég að skrifa mun knappari stíl. Ég hefði t.d. getað sleppt orðinu „spilltum“ og þar með hefði þín ath. orðið á annan hátt.

    Það verður líka að segjast að það er erfitt að skrifa blogg í 18 mánuði um sömu málin trekk og trekk og láta þau hljóma frísk og spennandi. Kannski er þetta vísbending um að hlutirnir eru ekki að ganga eins hratt fyrir sig og menn vildu. Eða að menn eru orðnir hundleiðir á mér.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Hilmar,
    Það er alveg rétt að ESB er alls ekki ánægt með framferði Sarkozy, en það er efni í aðra færslu. Ég held nú að ef þú athugar það land í Evrópu sem hefur tapað flestum málum fyrir mannréttindadómstóli Evrópu miðað við höfðatölu er Ísland þar ekki langt frá.

    Auðvita er ég selektífur á hvað ég skrifa um því ég hef ekki tíma til að skrifa um allt, en þú ert nú líka selektífur, skrifar ekki undir fullu nafni og gefur í skyn að mannréttindi í Frakklandi séu á sama stigið og í Kína. Það í rauninn segir allt sem segja þarf og er í fullu samræmi við efni færslunnar.

    QED

  • Sigurður Sigurðsson

    Nei Andri ég held að lesendur séu ekki búnir að fá leið á þér. Ég hef gaman af því að lesa pistlana þín þó að ég sé stundum alls ekki sammála. En hver sagði að þetta ætti að vera fullkomin heimur

  • Tek undir með Sigurði. Les ævinlega mér til ánægju, en þakka kannski of sjaldan fyrir mig.

    Hvað Ólaf varðar undrast maður vissulega skammsýnina. Næsta forseta gæti dottið í hug að tala fyrir innrás í Íran, eða eitthvað álíka krassandi. Með því að klappa fyrir Ólafi í dag, hafa viðkomandi aðilar gefið grænt ljós á pólitísk afskipti forseta til framtíðar – burtséð frá hver situr í stólnum.

  • Hefur Ísland einhvern tímann unnið mál fyrir Mannréttindadómstólnum?

  • Það setur að manni hroll þegar Ólafur Ragnar byrjar að tala um málefni Íslands erlendis. Þessi ummæli hans um ESB sýna líka að hann virðist ekki hafa skilning á einu af megin hlutverkum sambandsins sem eru mannréttindi og friður.
    Var í skírnarveislu barnabarns míns í Noregi í vor, og var þar spurð hvort við værum ekki hrædd við það ÞEGAR (ekki ef) KATLA færi að gjósa. Við verðum semsagt að stamda vaktina hvar og hvenær sem er til að leiðrétta bullið í manninum.
    Mikið var ég ánægð að hlusta á ESB konuna (í rauða kjólnum) gagnrýna aðför Frakka að Sígaunum. Þar var talað á skýrann hátt.

  • Úlfar Hauksson

    Ég held að Hilmar hér að ofan hafi nú ekki alveg fylgst með þessari sígunaumræðu í Frakklandi. ESB hefur harðlega gagnrýnt Frakka hvað þetta varðar – eins og fram kemur hér í annari færslu. Það er nefnilega þannig að ESB veitir ríkjum aðhald í mannréttindamálum sem og öðrum málum.

  • Andri, þú ert einn af fáum bloggurum sem ég a.m.k. tek mikið mark á. Haltu þínum stíl og framsetningu. Okkur veitir ekki af gagnrýni.
    Kveðja að norðan.

  • Haukur Kristinsson

    Ólafur Ragnar breytist ekkert. Ekki frekar en Davíð Oddsson. Þú kennir ekki gömlum hundum að sitja. Spurningin er því sú, hvernig má stöðva kallinn, áður en hann skandalíserar enn meir.

  • Ég þakka þér Andri fyrir þetta frábæra blogg sem ég les eignilega alltaf, ég er ekki leiður og vill endilega fá meira…

    Þetta er MJÖG góður pistill, forsetinn sýnir enn og aftur hve skelfilegur hann er. Það er með hreinum ólíkindum að hann skuli enn sitja í embætti þessi maður.

    Íslendingar eru þó held ég ekki svag fyrir einræði en það er tækifærissinninn og forsetinn ÓRG afturámóti (þeas ef það kemur honum persónulega vel). Sælla minninga er kunningsskapur hans við sjálfan Nicolae Ceausescu sem hann hafði víst mætur á…

  • Gjörsamlega óþolandi hvernig hann misnotar embætti sitt á kostnað okkar borgaranna.

  • Haltu þínu striki Andri, einn af fáum sem maður finnst skrifa á hlutlausan hátt. Það sem fyrst kom í huga minn þegar ég las fréttina um ORG var “ skítlegt eðli“ greinilega fleiri en einn sem er vel sæmdur að þeim titli.

  • Sæll Andri og takk fyrir góð blogg, núna sem endranær.
    Verð að segja að þótt Ólafur Ragnar hafi legið eins og útspítt hundskinn fyrir útrásarglæpamönnunum (eins og Dabbi hrunstjóri) þá má hann eiga það að hann þorir að opna munninn og svara fyrir sig og landið. Ekki veitir af með þessa aumingja ríkisstjórn sem þorir ekki að gera neitt og druslast einhvern veginn áfram með því að ganga á bak orða sinna í öllu sem snýr að velferð og hagsmunum almennings í landinu.
    Það er ekkert smámál að hella Icesave á almenning í landinu, óverðskuldað, með okurvöxtum, eins og Bretar og Hollendingar vilja hafa það.
    Af hverju er ekki löngu búið að veðsetja Actavis og fleiri eignir Bjögga yngri fyrir þessu?
    Ég efast ekki um að þegar þessu máli lýkur verður auðveldara að fá fjármagn inn í landið.
    En er það áhugavert? Hefur það ekki í för með sér að álóðir stjórnmálamenn og aðrir mútuþegar raða jarðvarmavirkjunum frá Reykjanestá til Hveragerðis. Mér finnst það ekki áhugavert að margfalda útblástur af baneitruðu brennisteinsvetni á þéttbýlasta svæði landsins. Það er einfaldlega þannig að meðan brennisteinsvetni og öðru eitri er dælt óhindrað frá jarðvarmaviskjunum eru þær ekki umhverfisvænar. Við höfum ekki ennþá náð nægilega góðum tökum á þessari tækni. Og meðan svo er: engar frekari virkjanir.
    Og hananú…

  • Andri, alveg sama hvort menn eru með eða á móti ESB, þá er þessi forseti því miður fyrir löngu hættur að vera sameiningartákn þjóðarinnar.

  • Ólafur Bjarni Halldórsson

    Ég get vel skýrt út fyrir nafna mínum og gömlum sveitinga hvers konar klúbbur Evrópusambandið er. Þetta eru samtök lýðræðisrikja sem hafa stofnað til ríkjasambands vegna ýmissa sameiginlegra hagsmuna. Það má alltaf deila um hvernig á þeim hagsmunum er haldið eða gæðum deilt út en óumdeilanlega er þetta þéttriðnasta net mannréttinda í heiminum þrátt fyrir að benda megi á ágalla.

    Hvað varðar Icesafe þá verður ekkert horft framhjá því að íslenskur banki tók til varðveislu hundruð miljarða af beinhörðum peningum frá einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og góðgerðasamtökum í tveimur löndum. Þessi íslenski banki reyndist ófær um að standa skil á þessu fé. Íslenska ríkið yfirtók bankann og skuldbatt þar með þegna sina.
    Menn geta deilt um hver eigi að bera skaðann af ábyrgðarlausri innlánssöfnun íslensks banka erlendis en fáar þjóðir aðhyllast það sjónarmið að okkur sé þetta óviðkomandi.

    Ólafur Bjarni Halldórsson,
    Ísafirði

  • Nákvæmlega engu við færslunar þína að bæta, segir allt sem segja vildi um þetta málefni. Langar hins vegar að nota tækifærið og þakka fyrir áhugavert blogg, eitt það besta sem í gangi þessa dagana á íslensku að mínu mati.

  • albert hér að ofan er hitti naglann á höfuðið:
    „Andri, alveg sama hvort menn eru með eða á móti ESB, þá er þessi forseti því miður fyrir löngu hættur að vera sameiningartákn þjóðarinnar.“
    Ég bæti við: eða með eða á móti ríkisstjórninni.

  • Hákon Jóhannesson

    Andri, haltu þínu striki. Það er verulegur skortur á víðsýnum álitsgjöfum.

  • Bjarni Gunnlaugur

    Gott hjá Ólafi að tala um „klúbb“ í dag virðast menn velja sér þjóðerni (þeir sem það geta) eins og að ganga í klúbb. Það má hugsa sér forsetann sem talsmann meirihlutasjónarmiða samfélagsins hverju sinni. Hann talaði fyrir útrásinni á sínum tíma, því miður, en þó í samræmi við meirihluta þjóðarinnar það er augljóst.
    Varðandi ESB sinna þá virðast rök þeirra falla í 3 megninfarvegi.
    1. Aumingjarök. Dæmi: „Við höfum ekki nógu góðar tekjur miðað við (það besta í) ESB, það lagast ef við förum inn.“
    Bíðum við, getur landið framfleytt fleirum við það, nei auðvitað ekki, menn ætlast greinilega til ölmusu í gegnum regluverk ESB. Jón Baldvin sagði:“Allt fyrir ekkert“ um EES samningin, sú hugsun er enn í gangi.
    2. Kerfisbreytingar rök. Dæmi:“Ef við tökum upp reglur ESB þá verður hér allt gott og hrun útilokað vegna þess að þar eru svo góðar reglur og mikill jöfnuður sem vantar hér.Þá fáum við líka evru …..“ Á sama tíma geta menn verið að tala um að við séum komin með 99% af reglum ESB, hum, þversögn þar. Einnig eru menn þá í vandræðum með að útskýra ástandið í Grikklandi og á Írlandi auk þess sem bið getur orðið á evrunni.
    3. Sjálfstjórnarrök. dæmi:“Við Íslendingar getum ekki stjórnað okkur sjálf af því að landið er of lítið og ekki nóg af hæfum einstaklingum í allar stöðurnar, hrunið er sönnun þess“ Vissulega freistandi ályktun nú um stundir en hvað þá með Noreg?Það gengur nú bara vel þar og aftur Grikkland og Írland.
    Auk þess má benda á að aldrei höfum við haft jafn margt „hæft“ og menntað fólk og í hruninu, sjálfur forsætisráðherrann var menntaður hagfræðingur.

    Megin niðurstaðan er sú að íslenskir ESB sinnar vilja ganga í annan klúbb til að hafa það betra (alt í lagi með það sjónarmið svo sem) af því þeir hafa enga trú á Íslandi (þar er ég þeim ósammála). Þessa skoðun klæða þeir í ýmis falsrök og loka augunum fyrir vissum staðreyndum, t.d. að ESB vinnur á móti okkur í Icesave málinu, gott hjá forsetanum að benda á það!

  • Haraldur Guðbjartsson

    Sæll Andri, ég læt ekki skrif þín fram hjá mér fara.
    Hvet þig til dáða áframm.
    Varðandi ORG þá er hann tækifærisinni fram í fingurgóma og er óhræddur að nota allt taflborðið.
    Með þessum ögrunum til ESB er hann að brýna þá til að koma fram með betri lausn á Icesave.
    Því hann telur það einfaldlega ekki sanngjarnt að almenningur hér sé látin borga.
    Hann er líka með í huga svokallað plan B. ef ESB samningurinn verður feldur.
    Með þessu skaki sínu í Kína er hann að egna ESB til meiri tilsalkanna og betri samninga fyrir okkar hönd. Hann er ein af fáum góðan talanda á erlendri túngu og ræður vel við aðstæður hverju sinni, það er meira en margur annar.
    Þessi eiginleiki hefur komið okkur áfram í mjög svo víðsjáverðri tilveru og er ein helsta skýringin á því hvar við erum stödd í dag, sem við getum svo deilt um hve gott er.
    ORG kemur alltaf standandi niður úr sínum flugferðum eins og við Íslendingar alment séð.

  • raggissimo

    Muna ekki allir eftir því þegar Vigdís fór til Kína og sagði það væri allt afstætt varðandi mannréttindi? Núna er Ólafur Ragnar þar eystra og virðist vera í álíka orlofi frá skynseminni og forveri hans.

  • Ég vil taka undir þakklætiskórinn hérna og þakka Andra Geir sérstaklega fyrir að halda úti þessu frábæra bloggi, sem ég læt sjaldan framhjá mér fara.

  • Það er pólitík að taka ekki afstöðu og samþykkja með þögninni þannig allt sem á sér stað. Pólitík er einnig falin í miklu fleiri hlutum en akkurat þeim sem flokkarnir eru að kljást um á þinginu þá og þá stundina. Heilmikli pólitík felst til dæmis í því að gera íslenskri tugnu svo hátt undir höfði sem Vigdís hefur gert alla tíð, en hefur þó aldrei verið gagnrýnd fyrir. Ýmislegt hefur orðið til þess að ég hef ekki sérstaklega mikið álit á Ólafi, en það breytir engu um það að það er gjörsamlega út í hött að tala um ópólitískt forsætisembætti!

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Ég þakka góðar kveðjur og athugasemdir.

  • Það er ansi langsótt að tala um ESB sem eitt sterkasta afl mannréttinda í heiminum. Vissulega hafa ríki sem mynda ríkjasambandið haldið upp merkjum grundvallaréttinda en sambandið sjálft gerir lítið til að breiða út mannréttindi eða frið. Nærtækasta dæmið er slátrun á saklausu fólki í bakgarði Evrópu þegar Júgóslavía liðaðist í sundur. Þá þurfti Bandaríkin og Bretland til meðan ESB sat á hliðarlínunni.

    Hins vegar er góð spurning hvernig klúbbur ESB er. Ekki er hann lýðræðislegur svo mikið er víst. Ekki er stuðlar hann að fríverslun og ef eitthvað er að marka eurolex þá er þetta að breytast í alsherjar reglugerðabákn. Ég hef rekið fyrirtæki hér á Íslandi og í Danmörku og það er ólíku saman að jafna. Á Íslandi get ég framleitt vörur fyrir innlendan markað og keppt við stærri fyrirtæki en í Danmörku hafa risafyrirtæki verið dugleg að nýta sér ESB til að fá setta gæðastimpla á allt. Það hljómar vel í fyrstu en er í raun og veru skilgreiningarstimpill sem unnin er í kringum vörur risafyrirtækja. Smærri fyrritæki eins og mitt þurfa því að breyta framleiðsluferlum til þess að meiga kalla vöruna réttu nafni. Kostnaðurinn við það er oft á tíðum það mikill að minni fyrirtæki hætt frekar rekstri en að keppa við þau stærri. Þess háttar vinnubrögð kalla ég fasisma þegar margra ára þrotlausri vinnu fólks er hent út um gluggan með reglugerð.

    Listaspírur og kaffhúsaaumingjar sem ekki skilja rekstur vilja eflaust inn í þessi „mannréttinda“ samtök og byrja að soga upp styrki en ég segi eitt stórt NEI og húrra fyrir forsteta vorum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur