Sunnudagur 10.10.2010 - 19:40 - 11 ummæli

„Great Expectations“

Ögmundur segir ekki orð um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, hann er núna í sínu uppáhaldshlutverki, kemur hlaðinn loforðum og lausnum.  Eina sem skyggir á hjá Ögmundi er flokksbróðir hans Björn Valur sem varar við of miklum væntingum.  Ögmundur slær nú létt á þær áhyggjur og segir:

„… að ekki megi einblína um of á kostnað heldur þurfi að skoða afskriftir skulda út frá fjármálakerfinu í heild.“

Hvernig á að skilja þetta?  Hvað á að afskrifa og hvað á að borga?  Hvar dregur Ögmundur línuna?  Og hvað með Íbúðarlánasjóð, hefur hann meira svigrúm til niðurfellingar en bankarnir?  Svo virðist vera,  þegar orð Ögmundar eru skoðuð.  Bankarnir virðast vandamálið hjá Ögmundi.

Ef bankarnir eru tregir í taumi, af hverju ríður ríkið þá ekki á vaðið með góðu fordæmi og lætur Íbúðarlánasjóð bjóða afskriftir að hætti Ögmundar.  Það ætti að vera auðvelt fyrir Ögmund að ná samningi við þá stofnun, ekki satt?

A.m.k.  ætti Ögmundur og Jóhanna að geta útlistað hvernig Íbúðarlánasjóður ætlar að standa að afskriftum og þar með sett rammann um hinar fyrirhuguðu afskriftir bankanna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

 • Er ekki íbúðalánasjóður búinn að tapa þessum fjármunum?

 • Magnus Björgvinsson

  marat
  10.10 2010 kl. 20:04

  Þetta er náttúrulega bull hjá þér. Íbúðalánsjóður er með 80 eða 90% minnir mig af lánum hjá sér í skilum. Held að ég hafi heyrt að nú þegar þurfi hann samt um 20 milljarða í eigið fé. Og miðað við að Íbúðalánsjóður er með um 700 milljarða útistandandi í vertryggðum lánum þýðir 18% lækkun um 130 milljarða sem hann getur ekki afskrifað hjá sér því þá verður staða hans neikvæð um 130 milljarða+ og það eru nú ríkisábyrgðir á þessum sjóð. Því þarf ríkð að bæta þetta að mestu eða öllu leyti. Sem og að ef að sjóðurinn getur samið um að eigndur skuldabréfa hans skeri kröfur sínar niður þá eru það lífeyrissjóðir sem eiga þar stóranhluta sem þýðir enn meiri afskriftir hjá þeim ofan þau lán sem sjóðirnir sjálfir hafa lánað til íbúðakaupa. Sem þýðir lækkun lífeyrisgreiðslna sem þeir borga. Sem svo þýðir að ríkð þarf að bæta í vegna hækkandi greiðslna sem lenda á að TR og Sjúkratryggingarsjóð vegna lágmarskbóta. Þ.e. lægri greiðslur út lífeyrissjóðum => hækka greiðslu frá TR => Meira sem ríkið þarf að borga í TR
  Þetta hýtur að þura að skoða miklu betur. Því allt virðist þetta hljóta lenda á okkur skattgreiðendum í formi hækkaðra skatta, lækkunar á vaxta- og barnabótum. Og auðvita því að Íbúðalánsjóður verður nær lamaður. Þannig að ekki verður víst að hann geti lánað neitt að ráði til að glæða markaðinn aftur.

 • Svartálfur

  Ögmundur kallaði eftir sátt um niðurfærslu. Til að sáttin verði sem breiðust þarf nú að finna fámennann hóp, eða alla vega hóp með lélegt aðgengi að fjölmiðlum til að taka við svartapétrinum.Einhver þarf að borga fyrir niðursfærsluna…………………

 • Helgi Helgason

  Sambandi með íbúðarbréfin,þá hríðfalla þau í verði,ef þessi ömulegi gjörningur verður samþykktur.Krafan snarhækkar sem þýðir að bréf eins og HFF,24og Hff,34 og 44 falla mjög mikið á kosnað lífeyrissjóðanna og fjármálastofnana og fjárfesta.

 • Helgi,
  Einmitt, þegar ráðamenn fara að ráðskast með markaðinn, myndast oftast einstakt tækifæri fyrir fjármálaspekúlanta. Það verður einhver þeirra sem mun græða hlutfallslega mest á þessu.

  Ögmundur og Jóhanna hafa skapað óvissu, þannig að klókir menn selja Íbúðarbréfin núna og kaupa þau svo seinna á miklum afslætti.

  Einnig er líklegt að ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækki svo allt lendir þetta á endanum á skattgreiðendum.

  Og svo eru það allir fjárfestingasjóðirnir sem eiga Íbúðarbréf, fara þeir sömu leið og gömlu peningamarkaðssjóðirnir?

  Þeir sem græða verða:

  Skuldugustu heimilin og fjársterkir spekúlantar

  Þeir sem tapa verða:

  Ellilífeyrisþegar, sparifjáreigendur í sjóðum, lífeyrisþegar og skattgreiðendur

 • Á meðan Ömmi og aðrir opinberir sveppir eru með ríkistryggð lífeyrisréttindi er það bara algerlega óásættanlegt að þeir séu að skipta sér af málefnum almennu sjóðanna, þar sem sjóðsfélagar greiða fyrir ævintýrin með skertum réttindum. LSR sér um sína, Ömma o.fl., hvernig sem fer hjá sjóðnum sjálfum, og sendir okkur bara reikninginn í gegnum RSK.

 • Magnús, ef allt að 20% lána Íbúðalánasjóðs er í vanksilum (tæplega 6000 heimili) með lán uppá 300 milljarða, and counting, þá er sjóðurinn í svo vondum málum að verkefni hans felst aðallega í því að ákveða hvernig en ekki hvort skuli standa að afskriftum.

  Það er auðvelt fyrir ríkissjóð að taka vaxtalaus lán hjá sjálfum sér með því að hætta að leyfa spilltum lífeyrissjóðum að forvalta framtíðarskatta og taka þá út strax.

  Eins mætti óska eftir því við verðlagsráðið í Seðlabankanum að lækka vexti niður í 0%.

  Þetta eru allt mannanna verk. Markaðurinn er hvergi nærri á Íslandi í augnablikinu.

 • Marat,
  Þetta er rétt hjá þér. Auðvita þarf að afskrifa en best er að láta fjármálastofnanir um það. Afskipti ráðherra skapa aðeins tækifæri fyrir spekúlanta.

 • Andri Haraldsson

  Þegar ég sá titilinn datt mér í hug byrjun Dickens á annarri skáldsögu, „A Tale of Two Cities“

  „It was the best of times, it was the worst of times, it was the age of wisdom, it was the age of foolishness, it was the epoch of belief, it was the epoch of incredulity, it was the season of Light, it was the season of Darkness, it was the spring of hope, it was the winter of despair, we had everything before us, we had nothing before us, we were all going direct to heaven, we were all going direct the other way – in short, the period was so far like the present period, that some of its noisiest authorities insisted on its being received, for good or for evil, in the superlative degree of comparison only.“

  Þeir sem ekki muna ættu að flétta upp hvaða stað og tíma Dickens er að lýsa. Smá áminning, það var breytt um stjórnskipulag.

 • Þorsteinn Úlfar Björnsson

  Mikið voðalega er það sárgrætilegt að Ögmundur skili vara kominn með þennan hræðilega sjúkdóm sem leggst eiginlega eingöngu á pólitíkusa. RMS (Rexus Minoris Syndrome=smákóngaveikin) er afar skæður sjúkdómur.

 • „Það er ekki í mannlegu valdi að breyta þessu“
  Enginn nema prests-sonurinn Árni Páll Árnason gat fullyrt jafn heimskulega.
  „Trúir þú á guði, trúir þú á álfasögur“ sagði í auglýsingu um Þykkvabæjar.
  Við lifum víst bara í mannheimum og reikningskúnstir eru bara mannanna verk.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur