Laugardagur 16.10.2010 - 23:23 - 5 ummæli

Fyrstur með fréttirnar!

Stöð 2 var með frétt í kvöld um matarkortin í New York.  Ég skrifaði um þetta fyrir nokkrum dögum undir fyrirsögninni „Að eiga fyrir mat“ þar sem ég lýsti kerfinu í Bandaríkjunum og tók New York fylki sem dæmi.

Kerfið heyrir undir landbúnaðarráðuneytið í Bandaríkjunum en er stjórnað af sambandsfylkjunum.  Upphaflega var þetta kerfi sett upp til að slá tvær flugur með einu höggi, veita fátæku fólki og börnum aðganga að hollum og næringarríkum mat og styrkja bændur til að losa þá við umframframleiðslu.

Prógrammið er því samblanda af félagslegri þjónustu og styrkjakerfi til bænda og matvælaframleiðenda.

Það fæðir fátæka og styrkir bændur.

Það er spurning hvort ekki er hægt að aðlaga styrkjakerfi íslenska landbúnaðarins, þannig að þeir sem eiga varla fyrir mat fái stærri hlut í niðurgreiðslu til neytenda í sinn hlut.  Aðrir þurfi þá að borga aðeins meira.

Það er margt hægt, ef menn eru aðeins opnir fyrir nýjum hugmyndum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Haukur Kristinsson

    Andri Geir. Íslendingar eru ekki enn opnir fyrir þeim nýju hugmyndum sem þú talar um. Í stolti sínu halda þeir að þeir séu enn með ríkustu þjóðum. Því finnst þeim sú aðlögun sem þú talar um of niðurlægjandi fyrir þjóðina.

  • Björgvin Valur

    Þetta er þegar til hérna. Rauði krossinn hefur látið þá sem til hans leita fyrir jólin, hafa kort sem hægt er að nota í matvöruverslunum. Það ætti því ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að félagsmálayfirvöld myndu taka upp sama fyrirkomulag.

  • Snæbjærn Bj. Birnir

    Þetta er að taka kolvitlausan „vinkil á hæðina“. Það á ekki að líðast, að nokkur maður á Íslandi, eigi ekki fyrir mat. Það á að útrýma fátækt. Ekki líta á hana sem sjálfsagðan hlut..!

  • Stundum verður maður að líta raunsætt á málin og finna lausnir sem hjálp fólki hér og nú. Auðvita á að útrýma fátækt en hvernig og hvernær? Er líklegt að íslenskir stjórnmálamenn geti það í núverandi ástandi?

    Sú staðreynd að þúsundir manna standa í biðröð eftir plastpokum með skömmtuðum mat er að hluta til afleiðing af hugmyndafræði sem Ísland hefur ekki efni á frekar en fullkomnasta heilbrigðiskerfi í heimi.

    Þegar kemur að því að fæða þá sem ekki hafa efni á mat er Ísland í sömu stöðu og sjúkingar í Bandaríkjunum sem ekki hafa efni á heilbrigðistryggingu, báðir hópar þurfa að treysta á góðgerðarsamtök og skammtaða hjálp.

    Það öfuga á hins vegar við um opinbera hjálp til þeirra sem ekki hafa efni á mat í Bandaríkjunum.

    Viðhorf Snæbjarnar er hið klassíska norræna viðhorf, þar líta menn niður á bandaríska kerfið. Hér er á ferðinni gölluð 20. aldar hugmyndafræði sem við höfum ekkert efni á og stendur í vegi fyrir praktískum aðferðum.

    Ekkert er í boði nema niðurskurður, ekki má láta einkageirann milda áfallið með því að koma fram með nýjar og hjálplegar hugmyndir, það fellur einfaldlega ekki inn í hugmyndafræði stjórnmálastéttarinnar. Á meðan híma menn úti eftir plastpokum.

  • Iceviking

    Þetta er bara frábær hugmynd hjá þér Andri – leyfa bændum að framleiða 1000 rolluskrokka í viðbót til að gefa þeim sem eru skv. síðustu skattskýrslu sannarlega fátækir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur