Þriðjudagur 02.11.2010 - 09:29 - 15 ummæli

Heilbrigðiskreppa

Nýjasta kreppan á Íslandi, og sú hættulegasta, er heilbrigðiskreppan.  10% lækna hafa yfirgefið landið á síðustu 2 árum.  Með sama áframhaldi mun hér skapast neyðarástandi í heilbrigðismálum áður en langt um líður og aðeins þá má búast við að stjórnmálamenn bregðist við, enda er dagbókin þeirra þegar full af alls konar kreppum sem eru forgangsraðaðar af hinum ýmsum hagsmunahópum.

Heilbrigðismál eru því miður langt niðri á lista stjórnmálamanna og blaðamanna, ólíkt skuldamálum.  Ástæðan er augljós, þessir menn eru við hestaheilsu en skulda sín lán.

Það var athyglisvert að um leið og skuldakreppan byrjaði, var skipaður umboðsmaður skuldara.  Sjúklingar hafa beðið eftir umboðsmanni sjúklinga í áratugi án árangurs.

Stefnuleysi stjórnmálaflokkanna í heilbrigðismálum og skortur á nýjum og raunhæfum hugmyndum er sláandi og á eftir að senda marga í ótímabæra gröf.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Fyrrv. námsmaður

    Læknar geta ekki greitt af námslánum sínum og öðrum skuldbindingum með þessi lágu laun sem eru hér í boði, þó að þeir gjarnan vildu vera hér. Væri hægt að skoða hálfgerðan byggðastyrk eins og er t.d. gert í N-Noregi þannig að fyrir hvert ár sem læknir, eða annar einstaklingur með sérmenntun sem þörf er á, starfar á Íslandi, þá er felldur niður hluti af námslánum hans?

  • Góð ábending Andri en gagnslítil er ég hræddur um. Gott að fleiri láti sig annt um heilbrigðiskerfið en starfsmenn þess eingöngu.

  • Það væri áhugavert að heyra hvaða hugmyndir þú kemur með Andri?

    Ef við Skandinavísku leiðina þar sem læknir er að fá í útborgað um 936.000 og ef hann fær stöðuhækkun þá hækka launin í 1.144.000 krónur á mánuði. Dæmið er tekið frá Danmörku og er Þetta með vakta álagi og svo framvegis.

    Norðurlandabúar borga mun hærri skatta en sem dæmi þá er tekjuskatturinn í DK 48% og fer hátekjuskatturinn í 62.5% fyrir allar tekjur sem eru umfram 700.000 ísk á mánuði. Ég er ekki viss um að mikill vilji sé hér á að hækka tekjuskattinn úr 37.2% í 48% og hátekjuskattinn úr 45% í 62.5% til að hækka laun lækna.

    Hitt módelið er heilbrigðistryggingaleið sambærileg þeirri sem er í BNA. Þar geta menn verið neitað um tryggingu vegna þess að þeir séu í áhættuhópi. Einnig geta sjúklingar verið neitað um meðferðir ef tryggingafélagið metur meðferðina sem tilraun. Margar krabbameinsmeðferðir falla undir tilraunastarfsemi sem tryggingafélögin neita að borga fyrir. Þetta er dýrasta formið af heilbrigðisþjónustu.

    Hvað eru læknar hérlendis að fá útborgað svona í samanburði við Danmörk?

  • Kjör lækna á Norðurlöndum eru mun betri en hér.

    Komið hefur fram að íslenskir læknar taka mánaðarlaunin hér inn með nokkurra daga vinnu í Svíþjóð.

    Um þetta þarf því ekki að deila.

    Dettur einhverjum í hug að læknar flýji land til þess eins að borga hærri skatta á norðurlöndum?

    Þetta er bein skemmdarstarfsemi þessarar óhæfu ríkisstjórnar.

  • Andrés, Hæsta tímakaup sérfræðilæknis á Slysa- og bráðamóttöku á kvöldin, nóttuni og um helgar er um 5.400 kr. Síðan er dreginn af skattur og þá er eftir ca. 3300 kr. Þarna má segja að um akkorðvinnu sé að ræða þar sem varla er sest niður en kaffibollinn gripin á hlaupum. Fyrir erfiða 8 tíma vakt þar sem maður hefur borið ábyrgð á um 60-100 sjúklingum sem leita á deildina slasaðir eða bráðveikir og þar af að hafa séð sjálfur um helminginn er maður með eftir skatt um 27.000 kr plús orlof. Það tekur mann daginn eða hálfa nóttina að ná sér niður svo það sér hver maður að launin eru ekki há þótt starfið sé gefandi fyrir mig enda væri maður ekki þarna annars eftir 24 ára starfsreynslu. Í mínu dæmi eru engin önnur laun í boði hjá LSH.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Það þarf að hækka laun lækna. Það kann að þykja mótsagnakennt í þeim niðurskurði sem nú er boðaður en málið er að sumar stéttir eru mikilvægari en aðrar, það verður að viðurkennast. T.d. mætti skera þingmenn niður í 31, fækka ráðherrum og ráðuneytum niður í 5 og lækka laun hjá öllum í yfirstjórn landsins.

    Ísland er orðið láglaunasvæði í norður Evrópu og verður að fara að ákveða hvar á að halda uppi norrænum standard og hvar við lækkum þjónustu og kröfur niður í það sem við höfum efni á.

    Búast má við gríðarlegum brottflutningi á háskólamenntuðu fólki á næsta áratug, sérstaklega þeim sem eru með tækni og vísindagráður.

    Til að láglaunastefna virki þarf ferðabann, eins og var í austur-Þýskalandi á sínum tíma.

  • Magnús Bjarnason

    Stjórnmálamenn eru held ég hræddir við heilbrigðisgeiran, sérstaklega á tímum niðurskurðar og hagræðingar. Að krukka í heilbrigðisstéttum er eins og að hrista geitungabú, það er bara vont. Þetta er það sem heilbrigðisgeirin lýður fyrir núna, ef pólitíkusar þurfa að spara þá er það með „hit n run“ tækni. Það þarf að endurskoðakerfið – spítali í hvert þorp gengur ekki því það er vonlaust að manna þau.

    Að borga fyrir menntun lækna gegn því að þeir sinni ákveðnum stað fyrir þegnaskyldu á eftir, eins og í sjónvarpsþættinum Northern Exposure. Það gæti verið góð leið til að fjölga heimilislæknum, víst að heilbrigðiskerfið eigi að byggja á þeim.

  • Mig grunar að þessir læknar sem ná inn mánaðarlaunum með nokkura daga vinnu greiði ekki fulla skatta. Það er skattþrep í danmörku sem er sniðið að erlendum starfsmönnum sem vinna tímabundið, það er 6 mánuðir eða minna og flytjast á brott svo aftur. Sá skattur er 8%. Ég samt veit ekki hvernig þessu er háttað á hinum norðurlöndunum.

    Ef þessir starfsmenn ílengjast þá greiðar þeir fullan restskatt afturvirkt. Sem dæmi til að fá útborgað 45.000 dkr þá þurfa tekjurnar að vera rúmlega 100.000 dkr. En ef einungis er greitt 8% af heildarlaunum upp á 100.000 þá ertu ekki nema rétt rúma viku að vinna upp í danska útborgun. Þannig að það virkar á báða vegu.

    Þetta er því alltaf spurning um hvað menn vilja gera og hvað menn geta gert. Ég er sammála því að skera þurfi niður í embættis og stjórnsýslunni og í raun skera utanríkisráðuneytið niður um 70-80%. Einnig eftirlaun embættismanna.

    Útgjöld ríkisins til heilbrigðisþjónustunar eru tæpir 100 milljarðar miðað við niðurskurðartillögur. En vaxtagjöld ríksisjóðs verða um 75 milljarðar. Þarna er komin val á því hvort menn vilja hamra niður vaxtarkostnaðinn fyrst og byggja svo upp eða viðhalda þjónustunni og lengja í skuldum ríkissjóðs? Ekki auðvelt val en yfirboðarar frá AGS heimta niðurskurð en hann getur haft varanlegar afleiðingar.

    kveðja

  • Þessi vinna er tvíþætt. Annars vegar eru skammtímaafleysingar fyrir heimilis og héraðslækna auk sérfræðinga á fremur litlum og einungruðum sjúkrastofnunum í dreifðum byggðum Noregs og Svíþjóðar. Hins vegar lengri afleysingar eða föst vinna á stórum sjúkrahúsum oft þeim sömu sem þetta fólk hefur sína sérmenntun frá á stóru háskólasjúkrahúsunum og þau störf eru augljóslega miklu verr borguð enda mönnun yfirleitt ekkert vandamál. Raunar eru íslenskir sérfræðingar „að koma heim“ þegar þeir fara að vinna þar sem þeir hafa sína sérfræðimenntun frá. Raunar er það bara grunnmenntunin sem er kennd á Íslandi öll þekking í læknisfræði er í raun innflutt. Já flutt inn með þeim sem hafa lært og unnið árum og stundum áratugum erlendis. Íslenskir læknar eru þá í raun að vinna þar sem þeir hafa sérmenntun sína frá.
    Það er afspyrnuerfitt að fá hæft fólk til afleysinga í dreifðum byggðum Noregs og Svíþjóðar sem heimilislæknar og sérfræðingar á minni sjúkrahúsum og há laun í boði fyrir stuttan tíma með mikilli vinnu. Það er víst ekkert óvenjulegt að greiða 100.000 norskar/sænskar krónur og stundum minna og stundum meira fyrir þetta á viku eftir vinnuframlagi. Já það eru næstum 2 miljónir á viku. Er það ekki það sem verið er að borga endurskoðendum í skilanefndum bankanna á Íslandi í dag.
    Það er hins vegar miklu miklu lægri laun fyrir þá sem vinna sem launþegar á stóru norrænu sjúkrahúsunum en augljóslega faglega séð miklu áhugaverðara fyrir flesta.
    Þetta er nátturulega án launatengdum gjöldum og verktakalaun og það eru ótal möguleikar á skattalegum mun enda er væntanlega miklu hagstæðara að skatta þetta í Svíþjóð eða Noregi en á Íslandi og tvöföld sköttun er óheimil og í raun ef skattayfirvöld á Íslandi fara að elta þetta uppi þá flytja þeir sig bara út, þeas færa lögheimilið til Norðurlanda og í raun ekkert einfaldara en það.

    Merkilegt að fólk er að ræða það að flytja inn sjúklinga til Íslands og meðhöndla þá þar en virðist í raun gleyma því að þetta fólk hefur í raun enga þekkingu frá íslenska heilbrigðiskerfinu sem í raun byggir á að fá sérfræðinga menntaða annars staðar frá enda verður nær engin þekking til á Íslandi, þó í raun er Læknadeildin sú deild Háskóla Íslands sem skilar langsamlega stærstu rannsóknarframlagi enda er þetta fólk sem kemur aftur með ákaflega mikilvæg sambönd við sínar „móðurdeildir“ bæði austan hafs og vestan.

    Raunar er það ákaflega skiljanlegt að sérfræðilæknar í öryggri vinnu á háskólasjúkrahúsum bæði austan hafs og vestan séu ekkert ginkeyptir að koma til Íslands.
    1) Atvinnuöryggið er væntanlega lítið sem ekkert enda niðurskurðarferlið rétt að hefjast og fólk gæti þess vegna misst vinnuna og á raunar þá heldur ekki rétt á atvinnuleysisbótum ef það gerist skömmu eftir heimkomu. Raunar er einungis einum atvinnuveitanda til að dreifa.
    2) Laun sérfræðinga á Íslandi fyrir 40 stunda vinnuviku eru talsvert undir 500 þús á mánuði sem eru um 25 þús danskar krónur á mánuði og það fyrir skatt og þetta kallast há laun á Íslandi. Fyrir 6 ára grunnnám, 1 kandídatsár, fleirri ára sérnám og reynslu oftast doktorsnám. Fólk sem er komið að 40tugu og sumir meira en það og hafa kanski ekki nema aldarfjórðung til að hafa tekjur eru væntanlega ekkert sérstaklega ginkeyptir fyrir því.
    Þeir geta þá auglýst á heimsmarkaði en það verður væntanlega ekki auðvelt. Í raun eru borguð austurevrópsk laun á Íslandi með verðlagi sem er langtum hærra þanning að þeir fá varla nokkurn frá austanverðri Evrópu og öruglega ekki frá Kanada eða Bandaríkjunum. Hugsanlega gætu þeir fengið einherja frá Indlandi sem myndu nota þetta sem stökkpall til að komast inn í Evrópu eða til Bandaríkjanna en það held ég sé hæpið. Varla nokkur leggur það niður fyrir sig að læra íslensku.
    3) Landspítalinn í samanburði við stærri háskólasjúkrahús Í Evrópu og Bandaríkjunum er ákaflegalítið spennandi atvinnuvettvangur fyrir flesta þetta er bara gamall lítill sveitaspítali með úreltum tækjabúnaði hvað sem þetta nú kallast á Íslandi. Já „Sérhæfða hátæknisjúkrahúsið Landspítali Háskólaspítali“ já eða eitthvað ennþá meira uppskúfað
    4) Það er meira að segja verið að ímynda sér meira að segja einhvern gríðarlegan útflutning á heilbrigðisþjónustu eins og það sé verið að flytja út einhverja íslenska þekkingu en það er því miður ekki svo. Það eru raunar íslenskir læknar í alvöru einka sjúkrahúsrekstri bæði í Noregi og Svíþjóð og Bandaríkjunum og munu ekkert fara í það að vera launþegar hjá íslenskum fjárglæframönnum það ætla ég sé ákaflega ólíklegt. Raunar er hraðasti vöxtur á einkasjúkrahúsum á Indlandi þar sem þeir gera út á lág laun og lítinn kostnað og með ….. hmmm. líffæraflutningum sem stolið er úr eða keypt er úr ólæsum fátæklingum.

  • Vandamálið með sérhæfða lækna er sérstaklega erfitt þar sem við í raun neyðumst til að fá þekkingu inn í landið með sérmenntun fólks erlendis og þetta fólk er ekkert að skila sér. Meira að segja erum við að missa fólk tilbaka út. Á meðan drabbast heilbrigðiskerfið niður og fólk eldist og fer á eftirlaun meðan fáir eru til að fylla skarðið og það gerir það ennþá erfiðara að fá inn fólk. Nýutskrifaðir læknar staldra skemur við á Íslandi og reyna að komast burt sem fyrst enda eru grunnlaun lækna án sérhæfingar rétt um 300 þús á mánuði já eða 15 þús danskar fyrir skatt. Þetta þýðir að það eru annars vegar gjörsamlega óreyndir læknanemar og kandídatar og síðan sérfræðingar sem þá þurfa nánast að vera til staðar á stöðugum vöktum.
    Sérfræðingar í skurðlækningum sem hafa árum saman unnið á „tertíer“ sérgreinarbakvöktum á stórum háskólasjúkrahúsum í Evrópu og Bandaríkjunum eru komnir í það að taka botlanga og sauma skeinur á nóttinni hjá ofurölva fólki og liggjandi á bedda á lúsalaunum á „Sérhæfða hátækni háskólasjúkrahúsinu“ og fá síðan ekkert að launum nema skít og skammir. Væntanlega fá þeir þá einning skammirnar fyrir það að verið er að draga saman í heilbrigðisþjónustinni og það ferli er væntanlega vart hafið.
    Fjármagn til endurmenntunar og rannsókna verður skorinn við nögl. Já hvar ætla menn að skera niður ef þeir hafa ekki þrek eða þor til að skera niður í dreyfbýlissjúkrahúsunum sem eru ákveðin læknisfræðileg tímaskekkja. Framfarir í læknisfræði og sjúkraflutningum hafa í raun gert þetta nánast óþarfar og í raun hættulegar og jafn vel þótt nóg væri fjármagnið hreinlega vegna þess að það þarf ákveðið flæði af sjúklingum til að halda uppi starfseminni. Þetta hefur í raun verið rannsakað er mér tjáð bæði upp á fjölda fæðinga, fjöldi skurðaðgerða og öðru.

  • Hættan fyrir heilbrigðiskerfið á þessum atgerfisflótta lækna og því að þeir ekki muni skila sér heim frá sérnámi ætti að vera augljóst flestum.
    Hins vegar er annar atgerfisflótti annara ekki eins augljós og væntanlega miklu hættulegri hagkerfinu, þar erum við að missa frumkvöðla, raungreinamenntað fólk og annað ungt og dugmikið fólk sem er margt að gefast upp á ástandinu og eitt ríkasta land heims með ótal tækifærum, Noregur liggur rétt við sjóndeildarhringinn. Þeir dæla inn ungu og vel menntuðu fólki frá Svíþjóð og væntanelga núna frá Íslandi. Það er nánast eins einfalt og flytja frá Akureyri til Reykjavíkur að flytja til Noregs eða Norðurlanda.

    Það verður að gefa fólki einhverja von. Auðvitað átti að ráðast strax í þetta óskaplega og óumfljanlega niðurskurðarferli og enduruppstokkun þegar í stað eins og allir ráðlögðu okkur.
    þess var lánað sig burt frá vandanum og vafið sér inn í skuldir þanning að við erum í miklu verri málum núna en þyrfti. Icesave spuninn og það mál. Eins var farið að kenna IMF um þetta og Norrænu löndunum og núna er þetta ESB mál og þar er umræðan komin algjörlega út úr vitrænu samhengi og nær algjörlega á tilfinningalega planið. Ég get ekki skilið hvað við í raun og veru töpum með að tala við og semja við ESB ef við fáum kosnaðinn borgaðan og síðan kemur þjóðaraktvæðagreiðsla eftir 2 ár þegar það liggur fyrir samningur sem síðan verður kynntur almenningi sem getur tekið saman plúsana og mínusanna og kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu af skynsemi. Við verðum þá búin að sjá hvert við stefnum. Ef gluggunum verður skellt í lás núna þá held ég að margir hreinlega missi vonina og fari burtu með sig og sína.

  • Gísli Ingvarsson

    Gott að þú tekur þetta upp Andri Geir. Læknar geta ekki sagt hug sinn án þess að vera sakaðir um hreina sérhagsmunagæslu. Læknafélag Íslands er algerlega fyrir utan alla umræðu og ætlar bara að bíða og sjá til hvað gerist. Engin stefna er mörkuð frá hendi lækna og ráðuneytið er ráðalaust. Við vitum að það þarf að skera niður og að það verður að skera niður en við vitum ekki með hvaða hætti ennþá. Þegar fjárlagafrumvarpið liggur fyrir samþykkt þá kannski er hægt að gera einhver plön sem mark er takandi á.

  • Adda Sigurjósndóttir

    Við erum með mikil tækifæri í lækningatengdri ferðaþjónustu og hún er okkur nauðsynleg líka. Með henni fáum við aukinn fjölda ákveðinna aðgerða og meiri þjálfun. Fjármagn til þess að auka tekjur í þessu kerfi sem við hingað til höfum eingönu litið á sem kostnað.
    Við höfum staðið okkur vel í þeim aðgerðum sem mestur hagnaður er í þ.e. hjartaaðgerðum, liðskiptaaðgerðum og lýtaaðgerðum. Keyra þetta upp áður en við missum enn fleiri og þurfum að fara að flytja út sjúklinga.

  • @Adda
    Kjarni vandamálsins er að það er ekki og mun aldrei verða stundað framhaldsnám í sérgreinum læknisfræðinnar annars staðar en á stóru háskólasjúkrahúsunum austan og vestan hafs. Þetta er ekki nein þekking sem er til eða varð til á Íslandi. Þetta er aðflutt þekking sem einstaklingar koma með. Raun er ákaflega tæp mönnun og hár meðalaldur meðal margra þar á meðal í hjarta- og æðaskurðlækningum þar sem þeir fá ekki umsóknir og það hefur komið fram að yfirmenn eru að hringja í fólk og biðja það að koma heim. Þetta er eiginlega mun verða verra það er alþjóðlegur skortur á sérfræðingum. Það sem meira er þeir hafa tæpast nægt fólk á Íslandi til að anna eftirspurninni og biðlistar lengjast. Varla býst fólk við að fólk komi heim upp á von og óvon til að vinna hjá fjárglæframönnum til að skera upp útlendinga á Íslandi.
    Í raun eru það víst augnlæknarnir sem hafa sumir mikið af útlendum sjúklingum sérstaklega þá sem fara í laser aðgerðir en það hefur í raun ekki farið hátt í umræðunni.
    Til að fara í hjarta- og æðaaðgerðir þarf gríðarlega dýran búnað auk þess gjörgæslu og annað og þar er víst nánast neyðarástand á Landspítalanum. Minni raunar á að Landspítalinn er ákaflega sveltur af nýjum tækjabúnaði og aðstöðuleysi þetta var raunar sýnt í Kastljósi fyrir nokkrum dögum þegar sjúklingur var fluttur á milli í vöruflutningabíl.

  • Mér virðist eins og fólk haldi það að það sé allt vaðandi í sérfræðingum á Íslandi og það sé bara að koma þeim í vinnu við að meðhöndla útlendinga. Það getur vel verið að þetta sé að einhverju marki hægt en höfuðáherslan á vonandi að vera að meðhöndla Íslendinga og reyna að halda í þá þekkingu sem þegar er til staðar.
    Þegar byrjað var að tala um læknaskort fyrir ári og seinna fyrir 1/2 ári var það bara álitið kjaftæði að hér væri yfir höfuð nokkur skortur en nú virðist sem augu fólks séu að opnast. Raunar eru stórar keðjur í þessum sjúkrahúsrekstri sem er big buisness alþjóðlega. Á norðurlöndum hafur ríkið keypt þjónustu af minni einkareknum sjúkrahúsum á ákveðnum tilboðum meðan markaðurinn hér er svo agnarsmár að það verður væntanlega í hálfgerður skötulíki. Það kostar hreint gríðarlega fjárfestingu og það þarf þá að hafa aðgengi að stórum breiðum hópi sérfræðinga en er þessu svo varið á Íslandi? Einkarekin þjónusta verður að ákveðnu marki ekki neitt ódýrari þegar allt er með talið. Raunar er ekkert land í heiminum sem borgar eins hátt hlutfall til heilbrigðismála eins og Bandaríkin.
    Ég er ekkert að mæla þessu mót en við munum refaeldið, fiskeldið, fjármálaútrásina og ekki gleyma gullskipinu á Skeiðarársandi hér um árið. Hér er verið að fjárfesta og vænta þess að fólk komi til Íslands með sérmenntun og bjóði sína þekkingu og vinnu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur