Þriðjudagur 17.05.2011 - 09:21 - 1 ummæli

DSK

Dominique Strauss-Kahn, eða DSK eins og franskir fjölmiðlar kalla hann, er um margt einstakur yfirmaður AGS.  Sem franskur kampavínssósíalisti hefur hann meiri skilning og reynslu af þörfum hins flókna velferðarþjóðfélags Evrópu en flestir aðrir.  Aðstoð AGS til evrópskra ríkja ber þess merki enda hefur sjóðurinn farið mun mildari höndum um rík ríki Evrópu nú, en Asíuríki á seinni hluta síðustu aldar. Evrópskir sósíalistar gátu ekki óskað sér betri yfirmann hjá AGS en DKS.  En nú eru dagar hans líklega taldir og hvað tekur þá við?

Ekki er líklegt að um meiriháttar stefnubreytingu verði að ræða með nýjum manni en áherslurnar munu breytast.  Nýr yfirmaður mun sennilega taka meir á málum út frá viðskiptalegum sjónarmiðum, Evrópupólitík mun ráða minna.  Þá má búast við, að ef í stólinn sest maður frá Bandaríkjunum eða Asíu, að minna fari fyrir reynslu og skilningi á að halda upp stóru ríkisbákni hjá þjóðum sem biðja um aðstoð.  Það má því búast við meiri áherslum á niðurskurð en skattahækkanir.

Fyrir Ísland mun þessi hugsanlega mannabreyting hjá AGS þýða tímabundna aukna óvissu.  Eftir Icesavekosninguna erum við háðari AGS um framtíðarfjármögnun en ella.  Þó að formlegri AGS aðstoð við okkur ljúki líklega á þessu ári verðum við enn háð AGS um erlenda fjámögnun um einhvern tíma eða þangað til við höfum öðlast viðunandi lánstraust.  Það gæti tekið nokkur ár í viðbót.

Það sem erlendir fjárfestar velta fyrir sér er hvort AGS muni setja ný skilyrði fyrir áframhaldandi fjármögnunaraðstoð með nýjum yfirmanni, þegar prógramminu líkur.  Ekki er ólíklegt að meiri pressa verði sett á Ísland að aflétta gjaldeyrishöftunum fyrr en seinna.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Páll Þór Jónsson

    Það verður síðan spennandi að sjá hver tekur við af DSK. Asíuríkin horfa vonaraugum til einhvers sem er ekki jafn Evrópu/Norður-Ameríkusinnaður og allir fyrirrennararnir.

    Japan og Kína gætu orðið hinir nýju sigurvegarar innan AGS.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur