Mánudagur 09.05.2011 - 09:11 - 14 ummæli

Tölur til umhugsunar

Árið 2009 var rekstrarkostnaður  stóru bankanna þriggja 24.7% hærri en Landsspítalans.  Ári seinna eða 2010 var þetta hlutfall komið upp í 51.5%.  Ansi umhugsunarvert.

Á milli áranna 2009 og 2010 lækkuðu heildar rekstrargjöld Landspítalans úr 38.8 ma niður í 36.5 ma eða um 6.1%.  Á sama tíma hækkaði rekstrarkostnaður bankanna þriggja um 14.2% eða úr 48.4 ma í 55.3 ma.

Það er nokkuð ljóst að íslenska bankakerfið er of stórt og dýrt.

Það þarf nýja nálgun á rekstri bankaþjónustu á Íslandi.

Heimild:  Ársreikningar 2010

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Björn Kristinsson

    Er ekki meginástæðan fyrir þessu að stjórnvöld fóru ekki eftir ráðleggingum Mats Josefson um byggja bankakerfið upp á grunni hefðbundinna viðskiptabanka en setja fjárfestingahlutann úr öllum bönkunum þremur í stóran fjárfestingarbanka.

    Þessi leið var ekki farin. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því. Ef hún hefði verið farin hefði ástandið hér verið mögulega miklu hreinna og eðlilegra því hvers vegna í ósköpunum ættu bankar að standa í rekstri fyrirtækja.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Björn,

    Það liggja margar ástæður fyrir þessu stóra og dýra kerfi. Við erum auðvita enn að eiga við ákveðinn fortíðarvanda. Fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt verið of upptekin af markaðsstarfi og að byggja upp flotta ímynd. Allof lítil áhersla hefur verið á góðan rekstur og íhaldssama fjármálastjórnun.

    Bankarnir í dag eru í ákveðinni pattstöðu, allir virðast þeir vera ragir við að taka fyrsta skrefið og ráðast á rekstrakostnaðinn sem er þó nauðsynlegt til að bæta samkeppnisstöðuna til lengri tíma.

    Sá banki sem fer fyrstur af stað í að hagræða mun verða í bestri samkeppnisstöðu í framtíðinni því hann mun geta rekið sig með minni vaxtamun sem viðskipavinir munu njóta.

    Hins vegar er hætta á að markaðshlutdeild og ímynd geti skaðast til skemmri tíma á meðan á hagræðingu stendur.

    Svo ríkir alltaf sú hætta að á meðan bankarnir eru enn smáir og margir að tímasetningin á hagræðingarverkefninu geti spillt fyrir hugsanlegum samruna.

    Við eigum tvo möguleika:

    A. Sláum bönkunum saman í stærri einingar og hagræðum síðar
    B. Hagræðum nú og lítum á samruna þegar allir hafa bætt sinn rekstur

    Báðar leiðirnar hafa sína kosti og galla. Ég hallast þó að leið B, því það er mikilvægt að fá góða samkeppni í rekstramódelin en þau verða fleiri með fleiri einingum. Þeir sem ná fram besta rekstrinum eru svo líka í bestu stöðunni til að ráða samrunanum.

    Ofaná þetta kemur síðan spurningin hvort við eigum að aðskilja fjárfestingabankastarfsemi frá almennri lánastarfsemi?

    Það er mjög mikilvægt að fara að mynda sér skoðun á framtíðarlandslagi bankastarfsemi á Íslandi, umfangi, stærð og skipulagi.

  • Hlynur Jörundsson

    Er það nokkuð spurning að aðskilja fjárfestingarbankastarfsemi frá almennri lánastarfsemi.

    Það virðist nokkuð augljóst að núverandi uppsetning er banvæn blanda.

    Kannski við ættu að líta aðeins nánar til nágranna okkar í vestri og læra af reynslu hans … „too big to fail“.

    http://thestrangedeathofliberalamerica.com/bill-clinton-glass-steagall-and-the-current-financial-and-mortgage-crisis-part-two-of-an-indepth-investigative-report.html

  • Magnús Orri

    Sæll Andri,

    Yfirleitt er ég ekki sammála þér en í þessari færslu hittir þú naglan á höfuðið og það svo um munar. Bankakerfið er til trafala í uppbyggingunni og nú er lag fyrir þig sem aðstoðar-bankaráðsmaður að toga þetta áfram og það sem allra fyrst – og það er líka örugglega rétt hjá þér að leið B er langtum betri og auðveldari viðfangs enda er hún tekið beint upp í td. verkefnastjórnunarfræðunum þe. búta verið upp og vinna á því það er mun auðveldara.

    Ég á svo sem von á því að þú hafir þegar byrjað þessa vinnu en málið er að þú ert að fylla Hvalfjörðin með Esjuna sem hráefni og áhaldið til verksins er ein malarskófla – það er frekar tímafrekt (og vonlaust) verk.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Magnús Orri,
    Margt smátt gerir eitt stórt, annars takk fyrir áskorunina.
    Kveðja

  • Andri Geir: Takk fyrir mjög góða og þarfa ábendingu!

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Mikið „asskoti“ eru snjall og rökfastur!

  • Sigmundur

    Það er útilokað að fara að ýta bönkum útí eitthvað með reglugerðum eða handafli. Hinsvegar hljóta þeir að skoða leið B.
    Lykilatriðið er þó að koma í veg fyrir einhverskonar vernd eða hlíf sem dregur úr áhættu þeirra sjálfra, þeir verða að hafa mótív til að taka til í sínum rekstri sjálfri.

  • Ég hef, sjaldan verið alveg sammál heilli færslu hjá þér Andri.
    En nú er ég 100% sammála.

    Allir sem vinna víð stjórnun bankanna eiga að hafa þetta markmið, Það er að segja að lækka kostnað og hagræða í rekstri.
    Árangurinn er hinnsvegar enginn eða neikvæður vegna þess aðrir hagsmunir eru látnir ráða.
    Við vitum báðir að það er verið að ræna bankanna í annað sinn með því að borga arð af uppreikningi lánasafnanna. Við vitum líka báðir að þessi aukni kostnaður stafar að hluta til af því að það þarf að borga há laun fyrir að rugga ekki bátnum.
    Ég veit líka að þú ert að rugga bátnum með þessari færslu og hafðu mínar þakkir fyir.

  • Áhugavert – en ég skil ekki af hverju það ætti að vera neikvætt fyrir ímynd bankanna að skera niður.

    Hitt grunar mig, að það sé ekki gert, vegna þess að þá eykst atvinnuleysi.

    Eru þeir ekki enn allir undir ríkinu eða skilanefnd, því raun stýrt með hagsmuni ríkisins í huga?

    Þannig, að ástæðan sé líklega, að ekki sé skorið niður vegna hagsmuna ríkisstjórnar til skamms tíma, um að lágmarka tölur yfir atvinnulausa!

    Kv.

  • „Ofaná þetta kemur síðan spurningin hvort við eigum að aðskilja fjárfestingabankastarfsemi frá almennri lánastarfsemi?“

    Já. Ef þú aðskilur þessar tvær tegundir starfsemi, minnka mjög verulega líkur þess að skattborgarar þurfi að koma bönkum til bjargar.

    En, eins og nokkrir erlendir hagfræðingar hafa bent á, þá eru það klárt hagsmunir skattborgara fyrst að þeir þurfa að borga fyrir að halda bankastarfsemi uppi, að hlutast til um þeirra rekstur.

    En rétt er að benda á, að núverandi bankakrísa á sér aðeins stað um 15 árum eftir að skil milli fjárfestingabanka og almennrar bankastarfsemi voru víðast hvar afnumin, og að áratugina hina eftir stríð – var engin meiriháttar bankakrísa í vesturheimi.

    Nú, ef núverandi ástand viðhelst, getur myndast mjög sterk krafa um það, að löggjafinn og/eða ríkið fari að hlutast mjög til um bankastarfsemi, vegna þess hve samfélagið hefur mikið undir.

    Ég held að réttara sé að aðskilja þessar tvær teg. starfsemi aftur á ný, annars vegar til að minnka þá áhættu að bankar verði jafnvel víða ríkisvæddir á ný, en ekki síst til að minnka líkur á slíkri endurtekningu stórfelldra tapa skattborgara.

    Sannarlega geta bankar lent í þroti með útlánastarfsemi, en með aðskilnaði væri samt ástæðum sem geta endað með falli sparifjárbanka, fækkað.

    Kv.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Einar,
    Er það virkilega forgangsröðun hjá vinstri stjórn að „vernda“ störf í bankarekstri en skera niður í spítalarekstri? Varla.

    Atvinnuleysiskenning þín er hins vegar rökrétt ef litið er á rekstrarformið. Spítalar eru reknir fyrir skattfé en bankar ekki (alla vega ekki beint). Erum við þá ekki komin inn á algjört tabú í íslensku samfélagi sem er rekstrarform spítala?

    Það mætti draga þá ályktun af þessum tölum að spítalar hefðu úr meira fé að ráða ef þeir væru ekki á fjárlögum? Kannski væri tækjakostur þeirra betri og laun lækna hærri?

    Opinberar tölur um rekstur banka og spítala eru forsíðufréttir í okkar nágrannalöndum. Af hverju hefur enginn áhuga á þessu á Íslandi. Liggur þar ekki hluti vandans?

  • Páll Þór Jónsson

    „Opinberar tölur um rekstur banka og spítala eru forsíðufréttir í okkar nágrannalöndum. Af hverju hefur enginn áhuga á þessu á Íslandi. Liggur þar ekki hluti vandans?“

    Þetta er aldeilis gott innlegg Andri Geir!

  • Andri Geir Arinbjarnarson – ath. að Félag Háskólamanna, er mjög áhrifaríkt stéttarfélag innan ríkisstjórnarflokkanna. Bankamenn eru oftast nær Háskólamenn, ef ég man flokkunina rétt.

    Þ.e. eins og að virkilega sé fréttum hérlendis, stýrt.

    Kv.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur