Fimmtudagur 11.07.2013 - 20:24 - Lokað fyrir ummæli

Orðsporsáhætta

Það var mjög athyglisvert að lesa yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar um Magma málið. Á visis.is er haft eftir Dag:

“Landsbréf leggur fram tilboð með fyrirvara um fjármögnun.  Þeir stofna félag sem ýmsir koma að.  Það er það sem er ófrángengið þeirra megin og þess vegna er málinu ekki lokið heldur var borgarráð að veita Orkuveitunni heimild til að halda áfram með málið.”

Á sama tíma er gefin út tilkynning sem segir að borgarráð samþykki að taka 8.6 ma kr. tilboði í Magma skuldabréfið sem Landsbréf í eigu Landsbankans gerir með fyrirvara um endanlega fjármögnun.

Hvernig getur Landsbréf sem er 98% í eigu skattgreiðenda gert 8.6 ma kr. tilboð sem fer fyrir borgarráð án þess að hafa trygga fjármögnun eða vitað hverjir koma þar að?  Er Landsbankinn hér að nota aðstöðu sína sem ríkisbanki til skjóta samkeppnisaðilum ref fyrir rass?

Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að það eru opinberir aðilar sem sitja báðum megin við borðið hér.  Þetta mál er allt orðið hið vandræðalegast og vinnubrögðin eru hin furðulegust.

Hvers vegna þurfti borgarráð að samþykkja þessa sölu áður en fjármögnun var lokið og fjárfestar voru þekktir?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur