Mánudagur 12.08.2013 - 08:57 - Lokað fyrir ummæli

Röng túlkun á AGS skýrslu

Alveg er með eindæmum íslensk túlkun á nýrri samanburðarskýrslu AGS um kostnað og sparnað í mennta- og heilbrigðismálum á Íslandi.

Aðferðafræði AGS er vel útskýrð og þar er sérstaklega tekið fram að hún hafi sínar takmarkanir og byggi á samanburðartölum frá OECD.

Í skýrslunni er hvergi tekið fram að hæsti mögulegi sparnaður, svo kallaður “maximium potential savings”, þe. 110 ma kr.séu tillögur AGS enda segir:

…the efficiency results are expressed in terms of the maximum potential savings as opposed to the need to reach the efficiency frontier.

Skýrslan byggir á þeirri forsendu að ná hálfum hæsta sparnaði eða 55 ma kr. en ekki 110 ma kr. enda segir í formála:

It (the report) finds that bridging half of the gap in the efficiency of health and education spending between Iceland and countries on the efficiency frontier could generate as much as 3.2 percent of GDP in expenditure savings. The paper concludes with a discussion of the policies that could be implemented to achieve these savings

Það verður að gera þá lágmarkskröfu að menn lesi og skilji forsendur skýrslna sem þeir eru að gagnrýna.

Þá er umhugsunarvert hvers vegna íslenskir fjölmiðlar geri ekki meir af því að gagnrýna túlkanir hagsmunaaðila og gæti betur að jafnræði í umræðu af þessu tagi,

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur