Þriðjudagur 13.08.2013 - 08:49 - Lokað fyrir ummæli

Hvað er raunhæft?

Forsætisráðherra kallar tillögur AGS um aðhald í ríkisrekstri “algjörlega óraunhæfar”.

Kíkjum aðeins betur á þessar “óraunhæfu” tillögur AGS.  Ólíkt því sem tíðkast í íslenskri umræðu setur AGS sínar tillögur fram með tölulegum hætti í tímaröð.  Til skemmri tíma (2014) leggur AGS til eftirfarandi aðgerðir (% af VLF):

Lækkun landbúnaðarstyrkja  – 0.7%
Betri útfærsla á félagslegri hjálp – yfir 0.2%
Hækkun á lægra stigi VSK – 1.1%

Þetta gera um 2% af VLF.

Til lengri tíma leggur AGS til að hagrætt verði um 3% af VLF í mennta- og heilbrigðismálum, þ.e. um 1.5% í hvorum flokki fyrir sig.  Það ætti auðveldlega að vera hægt að ná þessu markmiði í menntamálum en annað gildir um heilbrigðismálin.  Núverandi kerfi er um margt ósjálfbært og því verður ekki bjargað nema með miklum fjárútlátum.  Ríkið mun ekki ná fram sparnaði í heilbrigðisþjónustu nema með því að innleiða nýtt kerfi sem byggir á reynslu annarra þjóða.

Í allt nema tillögur AGS hagræðingu upp á 5% af VLF.  Ef við skiljum heilbrigðismálín eftir er verið að tala um aðhald upp á 3.5%.

Halli á ríkisrekstri fyrir síðasta ár var 3.5% af VLF, þannig að ef tillögur AGS eru svona óraunhæfar hvernig á að loka þessu gati?

Hverjar eru hinar raunhæfu tillögur í tölum og tíma?

Það er erfitt að ímynda sér að ráðamenn í nokkru öðru OECD landi kæmust upp með að kalla tillögur AGS “algjörlega óraunhæfar” án þess að rökstyðja mál sitt á efnislegan hátt.

Á Íslandi er enn hægt að afgreiða alla erlenda umræðu og viðvaranir með því að halda því fram að útlendingar skilji ekki íslenskar aðstæður.  Þetta var gert fyrir hrun og virkar jafn vel nú nær 5 árum seinna.  Hér hefur ekkert breyst.

Eitt er víst, gatinu verður ekki lokað með yfirlýsingum.

Heimild: IMF Country Report No. 13/256

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur