Mánudagur 19.08.2013 - 15:10 - Lokað fyrir ummæli

Minnkandi hagvöxtur

Allar líkur eru á að hagvöxtur hér á landi verði vel undir 2% á þessu ári.  Samkvæmt tölum The Economist er aðeins búist við að Noregur skili hagvexti yfir 2% í Evrópu á þessu ári, nánar tiltekið 2.2%.  Öll önnur helstu hagkerfi í Evrópu og Norður-Ameríku verða undir 2%.  Fara þarf til Asíu, Suður-Ameríku eða Rússlands til að finna hagvöxt yfir 2%.

5 árum eftir risagengisfellingu er hagvöxtur kominn á svipað ról og hjá nágrannaríkjunum sem ekki gengisfelldu en heimilin standa uppi með stökkbreytt lán og gengisfelld laun.  Gengisfelling er ekki það töfratæki sem margir halda.  Dálítið eins og að pissa í skóinn.

Það sem er verra er að á Íslandi vísa hallatölur á hinu efnahagslega mælaborði í ranga átt.  Hallatala hagvaxtar á Íslandi er neikvæð á meðan hún er orðin jákvæð í Evrópu.  Þetta gefur ákveðnar vísbendingar um framtíðina.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur