Laugardagur 14.09.2013 - 12:06 - Lokað fyrir ummæli

Magma: verðið of hátt

Eitthvað er ríkisbankinn í vanda með að pranga Magma-bréfinu inn á fjárfesta.  Líklega er verðmiðinn á bréfinu byggður á ofurbjartsýni frekar en raunsæi.

Þegar hlutir seljast ekki er verðið yfirleitt of hátt.  Spurningin sem vaknar er hvort nógu faglega hafi verið staðið að verðlagningu af hálfu ríkisbankans?

Sú staða að útgefandi bréfsins (skúffufyrirtæki) hefur ekkert sjálfstætt sjóðsflæði, álver í Helguvík er fjarlægur draumur og rekstrarafkoma HS Orku er ekki með besta móti ætti að vera nægjanleg til að fara varlega og hafa vaðið fyrir neðan sig.

Þá benda tafir á fjármögnun til að fjárfestar séu að verða varkárari, þeir hoppa ekki á allar yfirverðlagðar fjárfestingar sem íslenskir bankamenn reyna að selja, sama hversu spennandi þær eru sagðar.

5 árum frá hruni er kominn tími til að íslenskir bankamenn læri raunsæi og stilli væntingum í hóf.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur