Miðvikudagur 02.10.2013 - 09:47 - Lokað fyrir ummæli

Tækjakaup

Nýjustu tækin eru ekki á Landsspítalanum heldur hjá Landsbankanum.

Það er nefnilega ekki sama Jón og séra Jón hjá ríkinu.

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að endurreisn fjámálastofnanna hefur kostað ríkið um 250 ma kr.  Þar af er líklega um 190 ma kr. vegna Landsbankans og SpKef.  Fáar stofnanir hafa fengið jafnmikið fjármagn frá skattgreiðendum frá hruni og Landsbankinn.

Og hvernig hefur svo bankinn farið með þetta fé?  Það geta landsmenn séð með því að rölta inn í ný og glæsileg útibú í Borgartúni og Krossmóum þar sem nýjar byggingar taka á móti fólki fylltar af nýjustu og fínustu tækjum og innréttingum.  Þar hefur engu verið til sparað.

Og ekki nóg með það.  Á sama tíma og umræðan er sem hæst um skort á lífsnauðsynlegum tækjabúnaði hjá spítalanum tilkynnir bankinn að hann hafi fyrstur banka á Íslandi opnað seðlalaust útibú þar sem nýjasta tækni er notuð til að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu sem varla finnst annars staðar í Evrópu.

Hvers vegna setur ríkið bankanum ekki öflugri rekstrarmarkmið þannig að bankinn geti greitt ríkinu meiri arð.  Allur arður fram yfir fjármagnskostnað ríkisins ætti að vera eyrarmerktur tækjakaupum fyrir Landsspítalann.   Þannig væri ríkisbankanum sett verðugt samfélagslegt markmið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur