Fimmtudagur 03.10.2013 - 10:11 - Lokað fyrir ummæli

Fyrirmynd eða víti til varnaðar?

Fyrir hrun var Ísland fyrirmyndarland eins og ÓRG þreyttist seint á að auglýsa erlendis.

Nú 5 árum síðar er rykið dustað af þessari ómótstæðilegu hugmynd.

En hætt er við að fyrir utan landsteinana sé Ísland ekki fyrirmynd heldur víti til varnaðar.

Fræg er ræða Alex Salmond helsta sjálfstæðisleiðtoga Skota, sem hann hélt á Harvard háskóla 2008 þegar hann vitnaði í “boga velmegunar” sem Skotar ættu að horfa til í sjálfstæðisbaráttunni.  Þessi bogi samanstóð af Írlandi, Íslandi og Noregi.

Þessi fyrirmyndarbogi snérist á augabragði yfir í víti til varnaðar í hruninu, og nota andstæðingar sjálfstæðis í Skotlandi hann óspart il að klekkja á sjálfstæðismönnum og benda á að lífskjör Skota myndu versna ef þeir slepptu tengslunum við Englendinga og pundið.

Boginn er nú tákn fyrir “absúrd” og “útópíska” efnahagsstefnu sjálfstæðismanna sem er í engu sambandi við raunveruleikann.  Þannig er Ísland óvart orðið víti til varnaðar.

Ansi er ég hræddur um að sjálfstæðishetjur 19. aldar myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir vissu hvernig afkomendur þeirra hefðu haldið á spilum og tekist að snúa sjálfstæðu Íslandi yfir i víti til varnaðar fyrir nágrannaland í sjálfstæðisbaráttu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur