Fimmtudagur 03.10.2013 - 22:25 - Lokað fyrir ummæli

Vængstýfður Seðlabanki

Sú ákvörðun fjámálaráðuneytisins í fjárlagafrumvarpinu að leggja til að fjármögnunarskuldabréfi Seðlabankans verði breytt í bréf sem beri núll vexti eru bein afskipti af efnahagsreikningi Seðlabankans og dregur úr sjálfstæði hans.

Það er óheppilegt að fjármálaráðuneytið sé með þessum hætti að “skipta” sér af Seðlabankanum.  Þá skapar þetta ákveðna óvissu um hvar vaxtaákvörðunarvaldið liggi og getur dregið úr trúverðugleika peningamálastefnunnar.

Það er mikilvægt að samband Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins byggi á viðskiptalegum grunni og sé í armslengd.

Annað hvort er Seðlabankinn sjálfstæður eða ekki.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur