Föstudagur 04.10.2013 - 22:14 - Lokað fyrir ummæli

Amerískur spítalakostnaður?

Fréttir um að krabbameinssjúklingur hafi þurft að borga tæplega 850,000 kr á einu ári í meðferð eða um $7,000 afhjúpar hið íslenska heilbrigðiskerfi sem nú siglir hraðbyr vestur í átt.  Ég þori að fullyrða að aðeins í tveimur OECD löndum þurfa sjúklingar að borga slíka upphæð úr eigin vasa, Íslandi og Bandaríkjunum.

En ekki mikið lengur, eftir að “Affordable Care Act“ tekur gildi á næsta ári í Bandaríkjunum mun Ísland ryðja Bandaríkjunum þarna út sæti og trjóna efst innan OECD sem ríkið þar sem dýrast og verst er að vera krabbameinssjúklingur.  Allt tal um að allir hafi jafnan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu eru orðin tóm.  Staðreyndirnar tala allt öðru máli.

Vandamálið er að íslenskir sjúklingar þekkja aðeins eitt kerfi, þeir hafa ekkert val og enga reynslu af samkeppni.

Íslenskt heilbrigðiskerfi er að verða endurtekning á einokunarverslun Dana fyrr á öldum, nema hér er einokuni í boði eigin stjórnmálamanna sem þjóðin sjálf kýs!

PS. Það væri athyglsivert að fá upplýsingar um hvað mikið af lánum úr bankakerfinu eru notuð til að borga heilbrigðisþjónustu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur