Sunnudagur 13.10.2013 - 08:40 - Lokað fyrir ummæli

„Chillax“

Í dag er dagur enskunnar – “lingua franca” okkar tíma.  Á þessu degi 1362 var enska notuð í fyrsta sinn við opnun breska þingsins, en áður höfðu þingstörf farið fram á frönsku.

Tvisvar sinnum fleiri tala ensku sem sitt annað mál en hafa hana sem móðurmál.

Fyrir litlar þjóðir sem búa við tungumál sem fáir tala er enskan lykilinn að umheiminum, enda er enskan tungumál lista og vísinda að ekki sé talað um veraldarvefinn.

Fleiri og fleiri Íslendingar þurfa að nota ensku við störf sín ti til að hafa samskipti við erlenda aðila bæði innanlands og erlendis.

Það er Íslendingum til happs að rætur enskunnar liggja í sama jarðvegi og íslenskunnar.  Það er því frekar auðvelt fyrir Íslendinga að læra ensku, málfræðin er einföld en annað gildir um orðaforðann.  Ekkert annað tungumál hefur þvílíkan orðaforða og enskan og alltaf eru ný orð að bætast við.

Síðuhöfundur gæti t.d. farið og skrifað “blook”  sem er bók skrifuð af bloggara.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur