Fimmtudagur 17.10.2013 - 09:26 - Lokað fyrir ummæli

Lexían frá Hong Kong

Um þessar mundir eru 30 ár síðan Hong Kong festi gjaldmiðil sinn við bandaríkjadollar.  Það verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til enda hefur Hong Kond dollarinn staðið af sér allar fjármálakreppur á þessu tímabili.  Þetta er því merkilegra þar sem Hong Kong hafði ekki seðlabanka þegar þessi ákvörðun var tekin og sýnir að það er fleira sem þarf en fínar stofnanir í glæsibyggingum.

Í dag er Hong Kong dollarinn dæmi um hvernig eigi að standa að fastgengisstefnu.  Hornsteinninn í þeirri stefnu er óskuldsettur gjaldeyrisvarasjóður upp á 300 milljarða bandaríkja dollara.  Þetta jafngildir um $43,000 á mann.  Ef við yfirfærum þetta á Ísland jafngildir þetta um 1,700 ma kr eða einni landsframleiðslu.

Það er langt í það að Ísland eignist óskuldsettan gjaldeyrisvaraforða af þeirri stærðargráðu að ekki sé talað um muninn á viðskiptakjörum Hong Kongs og Íslands.  Það er því ljóst að ef Ísland ætlar að reyna að lyfta gjaldeyrishöftum verður ekki byggt á traustum grunni.

Í þessu sambandi liggur Ísland nær Argentínu en Hong Kong og því munu fjárfestar strax byrja að spyrja sig – hvað stendur þetta lengi?  Fyrstur kemur, fyrstur fær, væntingar fara af stað og áður en við vitum eru höftin aftur komin á.

Nei, krónan mun aldrei búa við sama frelsi og kjör og Hong Kong dollarinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur