Þriðjudagur 05.11.2013 - 10:22 - Lokað fyrir ummæli

80% vilja ESB

80% breskra fyrirtækja telja að Bretlandi sé best borgið innan ESB.  Aðrir valmöguleikar séu byggðir á fölskum væntingum.

Þetta segir í nýrri skýrslu sem breska viðskiptaráðið kynnti nýlega.  Þar kemur fram að hagnaður Breta að ESB aðild er metinn á 4-5% af landsframleiðslu.

Forsætisráðherra Breta fagnar skýrslunni og telur hana mikilvæga, og auðveldi stjórnmálamönnum að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna ESB aðild sé best fyrir Breta.

Vonandi fá Íslendingar jafn vel unna og ítarlega skýrslu um þá valmöguleika sem Íslandi standa til boða.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur