Miðvikudagur 06.11.2013 - 11:15 - Lokað fyrir ummæli

Aftur í faðm AGS

Kynning Eatwells lávarðar um erlenda greiðslustöðu Íslands kemur ekki á óvart.

Kurteis enskur lávarður kemst að þeirri niðurstöðu að  “Ísland hafi frestað gjaldþroti árið 2008 til betri dags”

Nú er þessi dagur að renna upp og vandamálið verður aðeins leyst með sameiginlegu átaki stjórnvalda, kröfuhafa og AGS.

Vandamál þrotabúanna er því ekki lengur “einkamál” slitastjórnanna.  Stjórnvöld þurfa að eiga beina aðkomu og biðja um aðstoð frá AGS.

Ekki er lengur hægt að keyra á stefnunni “frestur er á illu bestur”.  Nú verða íslensk stjórnvöld að fara að sýna lit og finna sameiginlega lausn sem er trúverðug.  Traust og trúverðugleiki er lykilinn, segir lávarðurinn.  Ekki er boðlegt að stjórnvöld hunsi og reyni að gera lítið úr erlendum skammstöfunarstofnunum.

Viðvörunarorð lávarðsins eru skýr en hætta er á að kurteist yfirbragð þeirra verði mistúlkað af Íslendingum sem ekki átta sig á alvarleika málsins og þeirri þröngu og erfiðu stöðu sem erlend skuldastaða landsins er komin í.

Að fresta vandamálinu og vona að það reddist með séríslensku popúlisma fiffi er það sem erlendir aðilar óttast mest.  Íslenskir launþegar ættu einnig að óttast þá sviðsmynd.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur