Miðvikudagur 27.11.2013 - 14:04 - Lokað fyrir ummæli

ESB stuðningur eykst með Framsókn

Á einu ári hefur stuðningur við ESB aðild aukist frá 33.7% í 41,7% samkvæmt könnun Capacent.  Þetta er aukning um 23% á einu ári (8% stig)   Það kemur kannski ekki öllum á óvart að þetta gerist á vakt Framsóknar.

Nú hefur lítið gerst í Evrópumálum á þessu ári nema að viðræður hafa verið stöðvaðar.  Hvað getur skýrt þessa miklu aukningu?  Líklegt verður að telja að margir séu vonsviknir yfir fagnaðarboðskap Framsóknar.  Krónan, lágu launin og háu vextirnir er erfiðari draugur að kveða niður en Framsókn reiknaði með.  Og Framsókn getur ekki látið ESB möguleikann hverfa, hann er alltaf til staðar og veltur sífellt upp spurningum um hvað ef?

Mikið veltur á að skuldaniðurfelling Framsóknar lukkist vel og að gjaldeyrishöftin og verðtrygging á neytendalánum hverfi fljótt, annars er hætta á að stuðningur við ESB fari yfir 50%.

Það yrði saga til næsta bæjar ef ríkisstjórn Framsóknar leiddi Ísland í faðm ESB!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur