Laugardagur 30.11.2013 - 17:55 - Lokað fyrir ummæli

Leiðrétting með sjálfsábyrgð

80 ma kr niðurfelling höfuðstóls yfir 4 ár að hámarki 4m kr per heimili getur varla talist skuldaniðurfelling á heimsmælikvarða.  Kröfuhafar munu anda léttar eftir þessa kynningu, enda er upphæðin mun lægri en búist var við. Fyrir kosningar talaði forsætisráðherra um svigrúm upp á 800 ma. kr.  Hinn hluti leiðréttingarinnar, 70 ma kr, er fjármagnaður af lántakendum sjálfum og svo eru þeir í ábyrgð fyrir niðurfellingunni þar til yfir líkur.

Það er engin ríkisábyrgð á þessu – lántakendur bera sjálfir ábyrgð á höfuðstólsniðurfellingunni.  Það er skiljanlegt enda er alls ekki víst að þetta verði allt fjármagnað með  skattlagningu.

Í fljótu bragði virkar þetta eins og ríkið sé að fara Fjallabaksleið til að sína kröfuhöfum á spilin án þess að koma beint að málum.

Að mörgu leyti veltir þessi kynning upp fleiri spurningum en hún svarar og ekki er óvissunni eytt – en það var líklega aldrei markmiðið á þessari stundu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur