Sunnudagur 01.12.2013 - 10:50 - Lokað fyrir ummæli

Sáttmáli kynslóðanna

Af mörgum furðulegum röksemdafærslum í kynningu leiðréttingarhópsin var talið um “sáttmála kynslóðanna” upplýsandi.  Þar endurspeglaðist vel viðhorf núverandi valdakynslóðar Íslands.  En hún skilgreinir sáttmálann á þann veg að forsendubresturinn sé ekki henni að kenna og því eigi allt að renna til hennar.

Gamla fólkið fær ekkert og börnin borga brúsann.  Þannig vilja menn hafa það á Íslandi í dag.

Það er mikill barnaskapur að halda að kröfuhafar muni borga þennan leiðréttingarpakka.  Þeir verða í besta falli milligöngumenn, en á endanum borgar þjóðin sjálf.

Það fær enginn frían hádegisverð hjá hinum alþjóðlega fjármálamarkaði.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur