Laugardagur 07.12.2013 - 09:12 - Lokað fyrir ummæli

Hlustað á matsfyrirtækin

Nýtt mat Fitch sýnir að Framsókn hlustaði á matsfyrirtækin og lækkaði skuldaniðurfellinguna úr 300 ma í 80 ma kr.

Þó skammstöfunarstofnanir séu ekki hátt skrifaðar hjá forsætisráðherra opinberlega er hlustað á þær bak við tjöldin.

Í mati Fitch er enn eina ferðina vikið að alvarlegri stöðu ÍLS.  Fitch ráðleggur að takmörk verði sett á endurfjármögnun ÍLS lána eftir skuldaleiðréttingu.  Það er athyglsivert að þetta er einmitt það sem skuldaleiðréttingarhópurinn leggur til í sinni skýrslu.  Þessi samhljómur bendir til að hlustað hafi verið á matsfyrirtækin í þessari vinnu.  Ef til vill meira en menn vilja láta uppi, enda eru matsfyrirtækin ekki líkleg til atkvæðaveiða.

En þó Fitch hafi ekki breytt mati sínu er beðið eftir S&P sem hefur verið gagnrýnast á skuldaleiðréttinguna.  Gerði hópurinn nóg fyrir S&P?  Það mun koma í ljós í framtíðinni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur