Sunnudagur 08.12.2013 - 08:48 - Lokað fyrir ummæli

Háskólinn og hótelbransinn

Í nýlegri skýrslu frá Landsbankanum segir að ferðaþjónustan sé að verða stærsta útflutningsgrein landsins.

Erfitt væri að draga þá ályktun með því að skoða kennsluframboð íslenskar háskóla.  Lítið fer fyrir ferðamennsku þar og enn minn fyrir stjórnendakúrsum í hótelrekstri.  Varla er staðan betri hjá stjórnarráðinu, ekki er til ráðuneyti fyrir stærstu útflutningsgreinina.  Hér er kerfið langt á eftir markaðinum.

Á næstu árum er stefnt að fjárfestingum upp á tugi milljarða í nýjum hótelbyggingum en hver á að stýra og stjórna öllum þessum hótelbyggingum og hótelum?

Erlendis er hótelstjórnun háskólanám og þar er boðið upp á BSc, MMH og doktorsnám í hótelstjórnun og ferðamennsku (sjá t.d. www.hotelschool.cornell.edu).  Gríðalegir fastafjármunir eru bundnir í hótelum og bygging þeirra og rekstur er vandasamur.  Hvers vegna sína háskólarnir þessu svona lítinn áhuga?  Er ekki helsta ástæðan fyrir svona mörgum háskólum að það efli samkeppni?  Varla er sú hugsun að virka hér.  Ætli ástæðan sé ekki miklu frekar að allar stöður inna háskólanna eru fullar af fólki sem ekki hefur menntun og reynslu til að kenna fagið og ef setja á upp nýja deild með nýju fólki þarf að loka öðrum og þar með er málið dautt.

Ef háskólarnir ætla virkilega að sýna og sanna að þeir séu í tengslum við atvinnulífið þurfa þeir að skipta um kúrs.  Það er ekki hægt að bygga “samkeppnina” á því hver geti ungað út fleiri lögfræðingum og viðskiptafræðingum.

Þá er undarlegt að fjárfestingafélög og fjármálastofnanir skuli ekki þrýsta á betri og fjölbreyttari menntunarmögluleika fyrir nýa leiðtoga í ferðþjónustunni.  Mikið veltu á að rétt sé staðið að hótelbyggingum og stjórnun til að hámarka hagnað og tryggja góða þjónustu við viðskiptavini.

Menntaskólinn í Kópavogi býður upp á BA nám í hótelstjórnun í samvinnu við Cesar Ritz í Sviss sem er þekktur hótelskóli og er það nám frábært dæmi um góða samvinnu við erlenda skóla – en auka þarf úrvalið.  Það þarf að bjóða upp á BSc í hótelstjórnun og MMH í ferðaþjónustu í samvinnu við öfluga erlenda háskóla.   Tækifærið er stórt en einhver þar að sýna frumkvæði og áræðni.   Það skyldi þó aldrei vera að hótelstjórnun og ferðamennska þyki ekki nógu fín fyrir íslenska háskóla og þau háskólaráð sem þeim stjórna?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur