Sunnudagur 12.01.2014 - 08:32 - Lokað fyrir ummæli

ESB: Skaðleg framsóknarlógík

Í helgarútgáfu Fréttablaðsins flettir Þorsteinn Pálsson vel ofan veikum fyrirslætti núverandi ríkisstjórnar hvers vegna ekki megi að láta þjóðina ráða hvort ESB viðræðum verði haldið áfram.

Forysta Sjálfstæðisflokksins mætti í þessu máli taka systurflokk sinn í Bretlandi sér til fyrirmyndar.

Forsætisráðherra Breta hefur sagt að ekki komi annað til greina en að leyfa bresku þjóðinni að velja hvort Bretar haldi áfram að vera meðlimir í ESB eða ekki.  Hann lofar þjóðaratkvæði um þetta fyrir 2017.

Cameron og forysta breska Íhaldsflokksins er hlynnt áframhaldandi þátttöku Breta í ESB en samt treystir hann sér til að halda þjóðaratkvæði um úrsögn úr ESB.

Hér er Cameron að friða minnihluta þingamanna í Íhaldsflokknum sem vilja segja skilið við ESB og óttast Ukip flokkinn (breska Framsóknarflokkinn).  Báðir stjórnarflokkarnir styðja ESB aðild og meirihluti kjósenda er fylgjandi aðild í skoðanakönnunum.  Þannig að eftir íslensku framsóknarreglunni er engin ástæða til að halda þjóðaratkvæðisgreiðslu um úrsögn Breta úr ESB – ekki satt?  Munurinn á milli Bretlands og Íslands í þessu tilviki er að breskir þingmenn eru miklu sjálfstæðari en þeir íslensku og þingræðið er þroskaðra í Bretlandi.

Það breytir þó ekki því, að ekki verður komist hjá þjóðaratkvæði um ESB hér á landi fyrr en seinna.  Það eru veikleikamerki að ríkisstjórnin og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn skuldi ekki taka af skarið og lofa þjóðaratkvæði á þessu kjörtímabili.  Það eru miklu fleiri ESB aðildarsinnar sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn en Framsókn.  Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að eiga von um að toga fylgið yfir 30% í næstu kosningum verður forysta hans að koma til móts við ESB aðildarsinna.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur