Þriðjudagur 04.02.2014 - 09:09 - Lokað fyrir ummæli

Laun forstjóra

Laun forstjóra á Ísland eru að nálgast 5,000,000 kr. á mánuði á meðan lægstu laun eru um 214,000 kr.  Þetta gerir hlutfall upp á 1:23.

Í Bandaríkjunum er þetta hlutfall um 1:400 og í Þýskalandi 1:140.  Nú eru fyrirtæki í þessum löndum dálítið stærri og flóknari í stjórn en litlar sjoppur á Íslandi.  Hvaða hlutfall er þá rétt hér?

Hér er athyglisvert að rifja upp nýlega þjóðaratkvæðisgreiðslu í Sviss einmitt um þetta hlutfall.  Svissnenski sósíalista flokkurinn stóð fyrir þjóðaratkvæði á síðasta ári sem fól í sér að takmarka laun forstjóra þar í landi við hlutfallið 1:12.  Þessi tillaga var felld en fékk stuðning 35% kjósenda.  Verkalýðsfélög í Bretlandi telja að svona hlutfall eiga að vera 1:20.

Íslenska hlutfallið er orðið hærra en bæði þessi viðmið?  Hvers vegna?  Af hverju er ekki meiri umræða um þessi mál?  Hvaða hlutfall telur ASÍ vera viðunandi?

Ástæða þess að þetta hlutfafll er hátt á Íslandi miðað við smæð hagkerfisins er ekki að laun forstjóra séu há, heldur eru lægstu launin óeðlilega lág á Íslandi.

Það er hins vegar undarlegt að verkalýðshreyfingin skuli ekki setja svona mál hærra á dagskrá hjá sér.  Land sem setur lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja ætti að vera í fararbroddi í þessu hlutfallsmáli.

Í raun er hvergi mikilvægara að setja leiðbeinandi tilmæli um launahlutföll en í litlum klíkusamfélögum þar sem erfitt getur verið að standa einn í stjórn gegn því að laun forstjórans séu hækkuð margfalt á við lægstu laun.   Er ekki eðlilegt að auðveldasta leið stjórna til að hækka kaup forstjórans sé að hækka kaup þeirra lægstlaunuðu?

Þetta er einfalt í framkvæmd.  Launahlutföll ættu að vera hluti af stjórnarháttum fyrirtækja og ef stjórnir vilja víkja frá leiðbeinandi tilmælum á að leggja þær tillögur fyrir hluthafafund.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur