Sunnudagur 09.02.2014 - 14:16 - Lokað fyrir ummæli

Icelink

Sæstrengur til Bretlands hefur fengið nafnið Icelink.  Bretar telja að orka frá Íslandi geti séð 3m heimilum fyrir orku og muni kosta um 4 ma punda, sem er ódýrara en kjarnorkuver.  Þá eru fjárfestar í Bretlandi þegar byrjaðir að tala við erlenda lífeyrissjóði um fjármögnun.

Þetta kemur fram í frétt í Sunday Times í dag.  Allt virðist komið á fleygiferð í Bretlandi á meðan Íslendingar gera lítið annað en að rífast um málið.

Eins og svo oft áður þarf að lesa erlendu blöðin til að fá nýjustu fréttir frá Íslandi!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur