Mánudagur 10.02.2014 - 16:48 - Lokað fyrir ummæli

EES engin framtíðarlausn

Þjóðaratkvæðisgreiðslan um síðustu helgi í Sviss sýnir vel hversu hættulegt það er að byggja untanríkispólitík á samningum við ESB sem innihalda mikinn lýðræðishalla.

Það tók Sviss fimm ár að ná tvíhliða samningum við ESB en aðeins eina helgi að setja alla þá vinnu í uppnám.

Niðurstaða kosninganna er áfall fyrir svissnesku ríkisstjórnina og svissneska atvinnurekendur.  Þá kemur kosningin á óþægilegum tíma fyrir ESB löndin enda talið að ESB andstæðingar innan ESB nái miklu flugi efir niðurstöðuna í Sviss.

Það er ljóst að það er lítil stemning innan ESB að láta samninga við EFTA ríkin verða vatna á millu ESB andstæðinga.  Það má því búast við að þær raddir verði háværari sem segja að annaðhvort séu evrópuríki í ESB eða fyrir utan.  Lönd geti ekki litið á ESB sem konfektkassa þar sem hægt er að velja bestu bitana en skilja aðra eftir í Brussel.

Það er því ekki ólíklegt að innan ESB vilji menn setja mun skýrari ramma um alla samninga við evrópuríki sem ekki vilja ESB aðild og þar er EES samningurinn engin undantekning.

Þessi uppákoma í Sviss mun auka kostnað þeirra ríkja sem vilja vera fyrir utan ESB en njóta innri markaðar ESB.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur